Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 20
heilsaði henni tók ég eftir óvenju fögrum gullhring á
hægri hendi. Þegar við höfðum beðizt gistingar fór hún
með okkur inn í stóra stofu. Þar spurði hún okkur nokk-
urra spurninga, hvaðan við kæmum og hvert við ætluð-
um og fleira. Því miður sagði hún að bóndi sinn væri
ekki heima og kæmi ekki heim fyrr en annað kvöld.
Mér skildist að hann væri í einhverjum embættiserind-
um og má vel vera, að hann hafi verið prestur eða lækn-
ir. Ég man vel að hún benti okkur á mynd af honum
uppi á vegg í stofunni. Það leyndi sér ekki á tilsvörum
hennar, að hún var víða heima. Og þegar hún hvarf úr
stofunni, rak forvitnin mig á fætur til að skoða myndina
betur af manni hennar, sem virtist mjög glæsilegur, enda
virtist hún hreykin af honum. Mynd af henni, sem var
þar einnig, þótti mér þó enn glæsilegri, enda tekin af
henni í blóma lífs síns.
3. KAFLI
Næsta morgun var veður kyrrt og rofaði til sólar.
Þegar á daginn leið færðist þó norðan kælan fljótt í
aukana. Við fórum tímanlega af stað, því nú var ætlun-
in að ná í Fornahvamm, næsta bæ við Holtavörðuheiði,
áður en langt væri liðið á ltvöldið. Flestir sem til þekktu,
töldu að heiðin mundi vera orðin þungfær. Svo var líka
ætlunin þennan dag að ganga hægt og jafnvel fá sér
hressingu einhvers staðar á leiðinni.
Mikið var ég hrifinn af ánni og umhverfi hennar upp
Norðurárdalinn. Hámarkinu náði þó hrifningin við
Laxfossa, eftir leiðbeiningum kunnugra. Uppi á lágri en
brattri skógarhlíð, vestan við ána, gengum við fram á
lítinn timburskúr, sem ekki leyndi sér að var veiði-
mannahús. Við dvöldum þar talsverðan tíma. Áin blá-
tæra, fossarnir hennar og strengir, sem blöstu við okkur
silfurhvítir, minnti mig svo á margt er ég unni. Svo var
það lygnan næst okkur, og einnig norðan við fossana,
eyrin á móti og þó mest brekkan, skógivaxna og skjól-
ríka, þar sem við sátum og síðar yrði þakin blómum.
Þetta umhverfi minnti mig svo á vissa staði heima, að
aldrei, hvorki fyrr né síðar, hef ég fundið á þessu landi
blett, sem mér hefur virzt þá stundina líkjast sveitinni
minni eins áþreifanlega. En fjallahringinn sá ég ekki fyr-
ir skýjahettum. Þó virtist móta fyrir fjallsrót í norðri,
sem dróst ört saman og í hug mínum líktist það Þverár-
hyrnu, sem er yzta fjallið austan við Öxarfjörð. Ég var
bókstaflega heillaður af umhverfinu þarna og það leyndi
sér ekld, að Mundi bróðir var það líka. Hann var svo
hljóður og horfði á fossana. Það var óumdeilanlega áin,
er seiddi fram í hug okkar þessar áhrifaríku myndir.
Þessi tæra á var líka leikvöllur laxa og silunga. í hugan-
um sá ég þá í torfum. Það blánaði fyrir þeim. Þeir
stukku alveg upp úr vatninu. Og sólin skein á silfraða,
fagurskapaða og ýturvaxna kroppa, sem stungu sér aftur
og slógu til sporðinum með slíku afli að gusurnar gengu
hátt í loft. Þær mynduðu eitt augnablik óteljandi sæg af
skínandi perlum. Ég kipptist til. Rétt við nefið á mér
voru líka vitni að öllu þessu þótt þögul væru. Inn um
glugga, sem fjalir voru negldar fyrir á veiðihúsinu, sem
var rammlega læst, sá ég lítinn pramma, stengur, króka,
borð og bekki og ýmislegt, sem ég áttaði mig ekki á.
Mundi bróðir sagði mér, að hér héldu sennilega til ensk-
ir stangveiðimenn einhvern tíma á sumrum og þeir
veiddu laxana á stöng. Þeim þætti það betri skemmtun
en flest annað. Þeir væru víst ákaflega hrifnir af íslenzku
laxánum. Þegar ég heyrði minnzt á Englendinga í sam-
bandi við laxa, var eins og svift væri tjaldi frá spennandi
en þó hrollvekjandi sjónarsviði, sem hafði birzt mér um
veturinn. Það hafði einhver skólabróðir minn lánað mér
mjög dularfulla sögu um óupplýsta atburði, sem höfðu
víst átt sér stað hér á íslandi. Ég hafði þotið yfir söguna
eitt sunnudagskvöld, þótt ég væri ekki vanur að láta
slíkan lestur taka tíma frá námsbókunum. Og það man
ég að um nóttina dreymdi mig bölvanlega. En sagan var
um enskan stangveiðimann, sem var myrtur, annað
hvort af þjóni sínum, sem hann hafði með sér hingað til
lands, eða af íslendingi, — unnusta stúlku, sem þessi
enski veiðimaður hafði talsvert reynt að fá til lags við
sig og beitt þar auðvitað brögðum, enda átti hún heima
skammt frá veiðistaðnum og sá enski hafði nóga pen-
ingana til að gefa henni. Frásögnin var öll svo dularfull
og spennandi, að ég komst aldrei til botns í því, hvor
hafði verið morðinginn, Islendingurinn eða hinn enski
þjónn, sem fullkomlega var látið skína í, að hefði ástæðu
til að hefna sín á honum fyrir svipaðar sakir. Einhvern
veginn festist það í grun mínum, að sá enski hefði átt
rítinginn, sem þessi yfirmaður hans var stunginn með
og fannst hjá líkinu, og þar með hefnt fyrir glæp, sem
þessi ríki syndaselur hafði framið á unnustu hans heima
í Englandi. Mér skildist að hann hefði ekki fengið tæki-
færi til þess fyrr en hér úti á íslandi. Þó var látið skína
í það að sá íslenzki hefði — af klókindum — notað hníf
enska þjónsins, til þess að grunur félli síður á hann, þar
sem hinn enski þjónn hafði horfið alveg sporlaust eftir
að morðið var framið.
Allt þetta ruddist nú fram í hugann og dró óhugnan-
lega bliku yfir þennan yndisfagra stað. Mér fannst lýs-
ingin af ánni og umhverfi hennar í sögunni svo undar-
lega lík þessum stað, og hér var einnig veiðihúsið svipað
því og þar var greint og þar sem líkið fannst í blóði
sínu. En — hér fannst mér einhver rödd segja: „Allt
saman uppspuni. Tóm bölvuð vitleysa. Aðeins æsandi
glæpasaga til að drepa tímann fyrir þeim, sem ekkert
vita hvað þeir eiga við hann að gjöra. Og — svo auð-
vitað að svala óljósri, en stundum ofsafenginni þrá.“
Mér fannst ég kannast við þessa rödd, en ég vissi þó
ekkert hvaðan hún kom. Það eitt er víst, að það var
e k k i árniðurinn, því það var hann sem vakti mig frá
þessum myrku hugsunum. Og ég heyrði hann segja svo
skýrt: „Hlustaðu heldur á mig. Nú er vorið að koma,
vorið, sem vakið getur nýtt líf þar sem kuldinn og nepj-
an hafa ráðið ríkjum.“
„Þetta er nú orðin blessuð hvíld,“ segir Mundi bróðir,
128 Heima er bezt