Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 23
Frá Húsavík. Gagnkvæmur skilningur á beggja hag hefur lengi ríkt milli þingeysku sveitanna og Húsavíkur. Fiskiðjuverið á þessum stað er gott dæmi um velheppnað samstarf samvinnuhreyfingar, bæjarfélags og einstakl- inga í atvinnu og framleiðslumálum. kenna kaupfélagsskapinn. Ljóst er, að verzlunarfélögin áttu að vera lið- ur í atvinnulegri vakningu sveitanna við hlið búnaðarfélaganna. Þessi sam- ofnu tengsl taka af öll tvímæli um það, að verzlunarfélögin voru byggðahreyfing. Búnaðarfélögin og verzlunarfélög- in eru fyrstu skipulegu samtökin í landinu, sem beinlínis stuðla að byggðaþróun. Segja má því, að hlut- verk þeirra sé í fullu gildi enn í dag, — og máske aldrei þýðingarmeira en nú. Sé nánar vikið að skipulagsþróun verzlunarfélaganna (og síðar kaup- félaganna) kemur í ljós, að þau verzl- unarfélög, sem ekki byggðust á hreppakerfinu (svo sem Gránufélag- ið og Borðeyrarfélagið) virtust skorta félagslegar rætur í bændaþjóð- félaginu og liðu því fljótlega undir lok. Þetta sýnir á ljósan hátt hin nánu félagslegu tengsl sveitafélagaumdæm- anna og kaupfélagsdeildanna, sem enn í dag er hinn félagslegi grund- völlur. Hin héraðslegu áhrif af sam- lagi deildanna í eitt kaupfélag, var efling verzlunarmiðstöðvar, sem oft- ast er einnig héraðsmiðstöð. Kaup- félagshreyfingin hefur, með skipt- ingu landsins í kaupfélagssvæði, skap- að ný umdæmi, sem eru verzlunar- svæði hvert um sig með einum aðal viðskiptakjarna. Þessi nýju héraðs- umdæmi eru í senn þjónustu- og við- skiptaheildir. Þannig hafa kaupfé- lögin skapað nýtt skipulag umdæma í efnahagslegri merkingu, oft þvert á ríkjandi sýsluskipulag. Á síðasta ári átti elzta kaupfélag landsins, Kaupfélag Þingeyinga, níu- tíu ára starfsafmæli, og Samband ísl. samvinnufélaga varð sjötíu ára. Segja má með fullum rétti, að mikil reynd sé komin á gildi samvinnuhreyfingar fyrir íslenzkt þjóðlíf. Vöxtur og við- gangur samvinnuhreyfingarinnar hefur sýnt og sannað, að hún hefur gegnt mjög þýðingarmiklu hlutverki í uppbyggingu landsins. Kaupfélög- in hafa orðið forystufyrirtæki margra byggðarlaga og aðalatvinnu- veitandi í mörgum þéttbýlisstöðum á landinu. Samband ísl. samvinnufé- laga er orðið stórveldi á íslenzkan mælikvarða með miklum verksmiðju- rekstri á Akureyri og umfangsmik- illi starfsemi í Reykjavík. Það er ekki með öllu óeðlilegt, að spurt sé: Hver eru áhrif samvinnu- starfsins á þróun byggðar í landinu? Ekki er hægt að gera tæmandi grein fyrir þessum þáttum hér. Hins vegar verður reynt að varpa ljósi á nokkra höfuðdrætti, sem skýra hlut- verk og stöðu samvinnuhreyfingar- innar í byggðaþróuninni. Svo sem ljóslega kom fram í verzl- unarsamþykkt Einarsstaðafundarins, voru kaupfélögin hluti hinnar póli- tísku baráttu þjóðarinnar, á leið til efnahagslegs sjálfstæðis, sem byggist á þróttmiklum byggðalögum víðs- vegar um landið. Afgerandi þáttur kaupfélaganna, sem sérstakra fyrirtækja hefst með söludeildarfyrirkomulaginu, myndun fastra sjóða og með innlánsdeildum félaganna. Með auknum starfsum- svifum urðu kaupfélögin í vaxandi mæli eins konar efnahagslegt forystu- afl byggðalaganna. Kaupfélögin voru stig af stigi að leysa af hólmi gömlu selstöðuverzlunina. Auknar kröfur voru uppi um, að kaupfélögin sinntu nýjum starfssviðum, bæði tengd starfsvettvangi þeirra og atvinnuleg- um þörfum byggðalaganna. Því er eiginlega ekld að neita, að mörg Sauðárkrókur. Starfsemi samvinnumanna setur mikinn svip á velgengni staðarins og hins blómlega héraðs að baki, og mun án efa aukast að miklum mun á komandi árum. Heima er bezt 131

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.