Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 12
Ég hefi rakið þessar tvær f jallgöngur allýtarlega, ekki er það þó vegna þess, að þær hefðu vísindalegt gildi umfram margar aðrar ferðir þeirra félaga, nema síður væri. En þær ásamt ferð þeirra í Surtshelli og könnun hans sýna oss annað. í fyrsta lagi að þeir félagar voru ' fífldjarfir og ötulir ferðamenn, sem ekki viku úr vegi fyrir torfærum, þótt taldar væru lítt yfirstíganlegar, en hitt var þó meira hversu þeir gengu í berhögg við hjá- trú og hugleysi. Skapa ferðir þessar því tímamót í við- horfi þjóðarinnar til hinna ókenndu öræfa, þótt hugar- farsbreytingin væri hæg í fyrstu. En þannig var leiðangur þeirra allur tákn hins nýja tíma, tíma þekkingar og rannsóknar í stað hjátrúar og hindurvitna. Þetta náði ekki einungis til lýsingar á land- inu og náttúru þess, heldur einnig á þjóðinni sjálfri, lifnaðarháttum hennar og menningu ytra sem innra. Ferðir Eggerts og Bjarna færðu heiminum sanninn um það, að Islendingar væru menningarþjóð, fátæk að vísu og frumstæð í mörgum háttum sínum, en átti þó í fór- um sínum mikinn menningarauð, og að fátækt hennar stafaði að miklu leyti af einangrun og vanþekkingu á auðæfum landsins og kunnáttuleysi að hagnýta sér þau. Einnig á því sviði marka ferðirnar tímamót. Þeir félagar komu til Hafnar haustið 1757 og var þeim vel fagnað af stjórnarherrum og vísindamönnum. Höfðu þeir árlega sent Vísindafélaginu skýrslur um ferðir sínar ásamt miklum söfnum náttúrugripa, og hvorttveggja verið vel þegið, enda margt nýstárlegra hluta komið þar fram. Þótti ráðamönnum ferð þeirra hafa vel tekizt að öllu. Var nú ráðið, að þeir skyldu dveljast í Höfn um hríð við sæmileg laun, meðan þeir ynnu úr söfnum sínum og skráðu bók um rannsóknirn- ar, og skyldi þar ekkert til sparað. Var þeim heitið góð- um embættum að loknu því starfi. Gekk nú svo fram næstu árin, en jafnframt héldu þeir áfram námi við há- skólann. Þó er svo að sjá, að Bjarni hafi einbeitt sér meira við námið, því að hann lauk embættisprófi í lækn- isfræði í september 1759, fyrstur allra Islendinga. „Átti hann þess kost að taka doktorsgráðu, bæði þá og síðar, en hvergi finnst, að hann hafi því skeytt“, segir ævi- söguritari hans, Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræð- ingur. Og um misseri síðar eða í marz 1760 var Bjarni skipaður til að gegna landlæknisembættinu, sem þá var stofnað. Fór hann til íslands þá um vorið, og var þar með lokið þætti hans í samningu Ferðabókarinnar, og um leið skildi þar hina nánu samvinnu þeirra félaga, en vináttu héldu þeir náinni meðan báðir lifðu. Bjarni hvarf nú að erfiðu og erilsömu embætti, en Eggert hélt ferðabókarskriftunum áfram, og entist það starf honum mikinn hluta þess tíma, er hann átti ólifaðan. Hefir bók- in því löngum verið við hann einan kennd. Verður það raunar aldrei vitað, hvað Bjarni hafi til hennar lagt í efni og athugunum. En ætla má, að hans hlutur hafi ekki verið minni í þeim efnum, ef litið er til þekkingar hans, gáfna og atorku. En úrvinnsla og frásögn er Eggerts. Skal ég nú snúa mér að Ferðabókinni sjálfri sköpun hennar og efni. Framhald í næsta blaði. Leiðréttingar í janúarhefti H. e. b. 1973 birtist staka eftir Jórunni Ólafsdóttur frá Sörlastöðum. 3. ljóðlína er röng og vantar þá 4. Rétt er stakan þannig: HEILL ÞÉR FIMMTUGRI, HÚSFREYJA: Njóttu hljóma Ijúflingslags listaóma fagurs brags. yls og sóma auðnuhags yndisljóma að kveldi dags. í þætti um Unu Þ. Árnadóttur, Kveð ég mér til hug- arhægðar, í marzhefti HEB, bls. 92, hefir brenglazt ártal á tveimur stöðum. Una hefir verið búsett á Sauðárkróki síðan 1964 og skáldsaga hennar, Bóndinn í Þverárdal, kom út 1964 (ekki 1944). BRÉFASKIPTI Guðmundur Einarsson, Búðargerði 9, Reykjavík, óskar eftir bréfaskiptum við konu á aldrinum 35—50 ára. Elisabet Pétursdóttir, Bessastaðagerði, Fljótsdal, N.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 12—14 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Þóra Pétursdóttir, Bessastaðagerði, Fljótsdal, N.-Múl., óskar eft- ir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Æski- legt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Hafdís Gunnarsdóttir, Lindarbrekku, Berufirði, S.-Múl., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 13—16 ára. Jónas Sigurjónsson, Mýrarbraut 13, Blönduósi, óskar eftir bréfa- skiptum við stúlkur á aldrinum 22—28 ára. Sparnaður Framhaldafbls.llO. ----------------------------- lagasjóðurinn væri sjálfstæð stofnun, sem haldið væri algerlega utan við ríkisreksturinn, og stjórn hans vahn af öðrum aðilum en Alþingi og ríkisstjórn, t. d. af Sambandi sveitarfélaga, Alþýðusambandi, Vinnuveit- endasambandi, sambandi opinberra starfmanna, o.s.frv., en Hæstiréttur skipaði formann. Vera má að aðrir aðil- ar yrðu taldir réttari til að velja fulltrúa í stjórnina, en aðalatriðið er, að hún verði ekki valin pólitískt. Aleð þessum hætti fengjum vér smám saman innlent fjármagn til framkvæmda, sem vér nú verðum sífellt að sækja til útlanda. Þessari hugmynd er varpað hér fram til íhugunar. Ég er sannfærður um, að þetta er möguleiki, sem getur skapað oss meira öryggi og sjálfstæði en nú er. St. Std. 120 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.