Heima er bezt - 01.04.1973, Side 9

Heima er bezt - 01.04.1973, Side 9
mönnunum, en flestum greinum þeirra skammt komið fram í byrjun 18. aldar. Átjánda öldin var á ýmsa lund ein mesta hörmungar- öld sögu vorrar. Árferði var löngum illt, kuldar, hafís- ar og eldgos hrjáðu þjóðina, þótt yfir tæki með Skaft- áreldum 1783. Einveldisstjóm Danakonungs var í al- gleymingi, og fjötrar einokunarverzlunarinnar aldrei harðar reyrðir. Þjóðin sjálf var aldrei nær því að gefast upp í lífsbaráttunni en þá, sem vonlegt var. En mitt í þessu svartnætti tekur einmitt að rofa til. Þjóðin sjálf rumskar, en hitt veldur þó meiru um, að valdhafarnir taka að gera sér ljóst, að ekki má við svo búið standa, og eitthvað verði til bragðs að taka til viðreisnar þess- ari bágstöddu þjóð. Meðal vor rísa upp ýmsir ágætis- menn, sem bæði sjá, hvað að er og hafa vilja og dug til að taka upp viðreisnarbaráttu og eru alls ófeimnir að ýta við valdhöfunum úti í kóngsins Kaupinhöfn, og þeir fá meiri áheyrn en vonir stóðu til.' Má þar minnast þeirra Skúla fógeta og Jóns Eiríkssonar, sem hæst ber forystumanna aldarinnar. En hér er ekki ætlunin að rekja almenna sögu, en því er þessa getið, að ferðir þeirra Eggerts og Bjarna eru einn liður þeirra tilrauna, sem gerðar voru landi og þjóð til viðreisnar úr því að kom fram um miðja öldina. Það er engin tilviljun, að þær eru farnar um sömu mundir, og umsvif Skúla fó- geta eru sem mestar. Hvorttveggja er af sama toga spunnið. En fleira kemur enn til. Úti í Danmörku var áhugi mjög að vakna á náttúruvísindum. Vísindafélagið danska var nýlega stofnað, og háskólinn að efla og auka kennslu í þessum fræðum. Vísindamenn litu ísland hýru auga sem rannsóknarefni, en jafnframt má minn- ast þess, að menn gerðu sér nú ljósara en fyrr, hversu atvinnuvegir og afkoma þjóða almennt var háð náttúru landanna, og þegar vakin var hreyfing til að rétta hag landsins, var ekki nema eðlilegt, að samfara henni yrði hafizt handa um rannsókn náttúru þess og staðhátta allra. Má skjóta því hér inn, að allan síðari hluta aldar- innar voru gerðir út rannsóknamenn til íslands, sem margt unnu vel, enda þótt rannsóknir þeirra Eggerts og Bjarna yrðu miklu fyrirferðarmestar og áhrifaríkastar, en af þeim er Ferðabókin sprottin. Næst er að gera örstutta grein þeirra félaga, en nöfn þeirra og saga er svo samtvinnuð, að naumast verður annars þeirra getið, nema hinn sé nefndur um leið. Eggert Ólafsson var Breiðfirðingur, fæddur í Svefn- eyjum 1. des. 1746, sonur Ólafs Gunnlaugssonar, bónda þar. Hann varð stúdent frá Skálholtsskóla 1772 og hóf þegar þar á eftir nám við háskólann í Kaupmannahöfn. Þótti hann þegar á skólaárum sínum afbragð annarra sveina um námsgáfur og námfýsi og ekki síður um sið- rænan styrkleika, enda alinn upp við alvöru og aga. f háskólanum lagði hann stund á heimspeki, norræna fornfræði og íslenzka náttúrufræði að hans eigin sögn. Annars var náttúrufræði ekki sjálfstæð námsgrein þá við háskólann, heldur var hún kennd sem aukagrein læknisfræðinnar. Eggert mun þó snemma hafa tekið að Titilblað af fyrstu útgáfu Ferðabókar Eggerts og Bjarna. Prentuð í Sor0e 2772. kynna sér allt, sem komið gat að haldi um náttúru fs- lands, og samdi hann á háskólaárum sínum rit um nátt- úru landsins og einkum myndun þess af eldsumbrot- um. Ber það að vísu fullar minjar fáfræði aldarinnar um þau fyrirbæri, en sýnir vel þekkingu og athugun höfundar. En jafnframt námi tók Eggert mikinn þátt í lífi íslenzkra stúdenta þar, og verður það ekki rakið hér. Bjarni Pálsson var Eyfirðingur, fæddur 17. maí 1719 að Upsum við Eyjafjörð, þar sem faðir hans var þá prestur. Hann nam í Hólaskóla, en sóttist námið seint. Var það hvorttveggja, að skólinn var þá í hinni mestu niðurlægingu, og Bjarni sló oft slöku við námið, en þess verður og að gæta, að hann þurfti á skólaárunum að veita forsjá búi móður sinnar, sem þá var orðin ekkja. Sótti hann sjó og vann að búi jöfnum höndum og sýndi þar bæði dugnað og forsjálni. Varð það og svo, að þeir félagar komu báðir samtímis til háskólans 1746. Bjarni lagði þegar stund á læknisfræði, og þá ekki síður aukagreinar hennar, grasafræði og önnur náttúru- vísindi. Tóku þeir Eggert saman hin fyrstu lærdóms- próf, og munu kynni þeirra þá hafa hafizt, er áhuga- málin voru lík, en annars virðast þeir hafa verið næsta ólíkir að allri skaphöfn. Eggert var alvörumaður, nokk- uð seintekinn, og talinn þóttafullur nokkuð, en Bjarni var glaðlyndur og gamansamur, nokkuð skjóthuga en Heima er bezt 117

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.