Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 36
17. John Silver, sem einnig var með í bátnum, stóð við hlið stýri-
mannsins frá upphafi, og leiðbeindi bátnum af slíkri nákvæmni,
að augljóst var, að hann nauðþekkti staðinn. Þar sem akkeris-
staðurinn var merktur á kortið, létum við akkerið falla. Eyjan,
skógivaxin með mörgum lækjum, var annars ómerkt eyðiey. —
Þegar hásetarnir voru aftur kontnir á skipsfjöl, söfnuðust þeir
í smáhópa á dekkinu, og sýnilegt var, að eitthvað stóð til. Á
leynilegum fundi sagði Smollet skipstjóri: „Ef ég læt þetta
óátalið, grunar þá margt, og ef ég fer að gefa fyrirskipanir, brýzt
strax út uppreisn. Það er aðeins um eitt að velja, þeir verða að fá
landgönguleyfi". — Hann sneri máli sínu til skipverja: „Menn,“
sagði liann, „þið hafið þrælað mikið og þess vegna fáið þið land-
gönguleyfi. Róið í land. Ég hleypi af fallbyssuskoti hálfri stundu
fyrir sólarlag, og þá komið þið aftur um borð.“ — Landgangan
var fljótlega ákveðin. Sex menn voru kyrrir á skipinu, hinir
þrettán, með Silver í fararbroddi, bjuggust til að ýta frá skipinu.
18. Allt í einu skaut upp í koll minn þeirri léttúðarfullu hug-
mynd, að ég ætti að fara með. Ég stökk niður í minnsta bátinn
á sama augnabliki og hann ýtti frá, en sá um leið, að Silver var
það mjög á móti skapi, að ég yrði með. Lífbátarnir reru kapp-
róður í land, og okkar bátur var léttastur og kom því fyrstur að
landi. Um leið og báturinn kenndi grunns, stökk ég á fætur,
greip í grein og sveiflaði mér upp á þurrt. „Jim, Jim,“ heyrði
ég að Silver hrópaði frá aftasta bátnum. Ég lét sem ég heyrði
það ekki, og hljóp eins og fætur toguðu inn í skógarþykknið. Svo
hægði ég á ferðinni og tók mér stutta hvíld. Og þegar allt í einu
kom hreyfing á vatns- og vaðfuglana á nærliggjandi feni, skreið
cg varlega í skjól, því að ég þóttist vita, að einhverjir af land-
göngumönnum stefndu í átt til mín. Alveg rétt, nú heyrðust
greinilega raddir, og ég skreið hljóðlaust nær.