Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 27
Dalvík. Samvinnustarf á mestan þátt i viðgangi og vexti byggðarlagsins og þessa fallega bæjar við norðanverðan Eyjafjörð. Ljósm.: Gunnl.P. Kristinsson. skipulegri byggðaþróun og átt af- drifaríkan þátt í því, að tekizt hefur að skapa þróttmikinn byggðakjarna utan Stór-Reykjavíkursvæðisins, sem er líklegur til að verða forystuafl í byggðaþróun næstu ára. Það alvarlega er, þótt telja megi, að samvinnuhreyfingin hafi víða unnið algjört grundvallarstarf til að koma í veg fyrir byggðahrun og enn stórfelldari búseturöskun, hefur byggðaröskunin haldið áfram með fullum hraða. Þetta sýnir á ljósan hátt, að nauðsyn er stórvirkari að- gerða en sjálfsbjargarviðleitnibyggð- anna sjálfra til að snúa þróuninni við. Hér þarf að verða breyting á. Sú breyting gerist fyrst og fremst með beiningu fjármagns og framtaks í þeim starfsgreinum þjóðfélagsins, sem draga að sér mannaflið, til þeirra byggðasvæða, þar sem ríkir búsetu- samdráttur. Slík viðleitni getur engan veginn gengið fyrir boðum frá stjórnvöldum innan ramma einhvers konar heildar- skipulags, sem iðulega er ekki í takt við eðlilega byggðaþróun. Allar byggðaðgerðir verða að eiga rætur í því umhverfi, sem þeim er ætlað að þjóna. Þess vegna er nauðsynlegt, að hin oþinbera skiþulagsforsjá mæti hinum félagslegu öflum á miðri leið. Hlýtur ekki að koma að því, að samvinnuhreyfingin hafi hér miklu hlutverki að gegna? Er ekki nokkur trygging fyrir því (fyrir hið opin- bera) að fela félagssamtökum, sem bundin eru viðkomandi svæðum, vax- andi fjármagnsfyrirgreiðslu til að örva byggðaþróun á svæðinu? Þessar spurningar hljóta að leita á hugann, þegar spurt er um hlut samvinnu- hreyfingarinnar í byggðaþróun framtíðarinnar. Við eflingu þjónustu og iðju úti um landið, skiptir markaðurinn mjög miklu. í þessu efni hafa kaupfélögin mikilvægu forystuhlutverki að gegna. Það skiptir máske ekki höfuðmáli hvort hinar ólíkustu greinar þjónustu og iðnaðar úti um landið réu reknar af kaupfélögunum sjálfum, megin at- riðið er, að þau með markaðsaðstöðu sinni stuðli að sem fjölþættastri starf- semi á verzlunarsvæðum sínum. Það er mjög nauðsynlegt, að byggðaþróunaryfirvöld hvers tíma hlúi að eðlilegu samspili markaðarins og þjónustugreina hvers verzlunar- svæðis, ef reyna á með afdrifaríkum hætti að koma í veg fyrir búsetu- röskun. Síðan má stækka þennan ramma á vegum samvinnusamtakanna eða einstakra kaupfélaga, með verka- skiptingu milli verzlunarsvæða um framleiðsluuppbyggingu. Alla þessa þróunarmöguleika þarf að virkja í uppbyggingu byggðanna í framtíðinni. Staðreyndin er sú, að hlutverk samvinnuhreyfingarinnar hefur verið vanmetið í byggðaþróun- araðgerðum síðustu ára. Spurn- ingin er, hvort ekki sé skynsam- legt að trúa samvinnuhreyfing- unni fyrir auknu fjármagni og nýjum verkefnum til að örva by ggða þróunina. Með hliðsjón af því, að byggða- stefna undanfarinna áratuga þarfnast endurmats, fyrst og fremst um vinnu- aðferðir og úrræði, en ekki sízt um gildi þeirra markmiða, sem keppa ber að, þá hlýtur þátttaka einstakra þjóðfélagsafla í heildarþróuninni að koma til skoðunar. Hér vegur mest verkefnaröðin á milli hins opinbera framkvæmdavalds ríkis og sveitarfé- laga og þeirra félagsmálahreyfinga, sem byggðar eru upp í lýðræðislegu og félagslegu markmiði. Með opnun þjóðfélagsins ætti hlutur hinna frjáslu félagshreyfinga að njóta sín betur. Leyti byggðastefna komandi tíma í þennan farveg, á samvinnuhreyf- ingin, í víðari merkingu þess hugtaks, miklu hlutverki að gegna í byggða- þróun á íslandi um ókomin ár. Frá Borgarnesi. Umsvif samvinnuhreyfingarinnar á þessum stað á mestan þátt í vaxandi byggð, með blómlegt landbúnaðarhérað sem bakhjarl. Heima er bezt 135

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.