Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 32
Komið er haust, og skuggar falla á ný inn í ljósveldi náttúrunnar. Regnþrunginn haustdagur hvílir yfir höf- uðborginni. Hreinn er á heimleið að loknu starfi á skrif- stofunni, og hraðar sér sem mest hann má. Á strætum borgarinnar eru óvenju fáir á ferð og hljótt yfir öllu. Hreinn er kominn miðja vegu heimleiðis, er hann skyndilega og óvænt er ávarpaður mjög kunnuglega: — Sæli og blessaður gamli vinur! Hreinn hægir gönguna og lítur snöggt við og sér gamlan samstarfsmann sinn og spilafélaga standa ör- skammt frá sér og rétta sér höndina. Hreinn nemur staðar, og þeir heilsast með þéttu handabandi. En síðan spyr þessi kunningi Hreins, er hann hefir þrýst hönd hans fast og vinalega: — Ertu á heimleið, gamli félagi? — Já, svarar Hreinn og býst við að halda áfram án þess að ræða frekar við Jón, fyrrverandi félaga sinn. — Ég er líka á heimleið, við verðum þá samferða, segir Jón kankvís og brosir til Hreins. Og síðan halda þeir af stað úpp strætið. — Jæja, kunningi, tekur Jón til máls, er þeir hafa gengið nokkur spor. Nú er orðið langt síðan við höfum sézt, allt sumarið og meir en það. — Já, hefirðu ekki verið í bænum, Jón? — Nei, ég hefi verið utanbæjar og utanlands í allt sumar, og er alveg nýkominn til borgarinnar. — Jæja, svo þú hefir þá sennilega frá ýmsu að segja eftir sumarið? — Já, vinur, ég gæti sagt þér margt skemmtilegt frá sumrinu, og nú kemur þú heim með mér og rabbar við mig dáhtla stund. — Þakka þér fyrir, en ég má ekki vera að því núna, Hreinn lítur á úrið, það er komið fast að matartíma, segir hann afsakandi. — Jæja, en blessaður, það hlýtur að vera allt í lagi, svona einu sinni, þó þú mætir ekki heima hjá konunni alveg á réttum matmálstíma. Hreinn brosir: — Þú veizt að ég er stundvís maður, segir hann. — Já, já, og það er ekki nema gött eitt um það að segja, en stundvísin verður oft að víkja fyrir rás atburð- anna, vinur, og ég er frjálslyndur maður, eins og þú veizt og þekkir. Þeir voru nú komnir á móts við húsið þar sem Jón býr ásamt öldruðum foreldrum sínum, en sjálfur er hann ókvæntur maður. Hann er hluthafi í fyrirtæki því sem Hreinn vinnur hjá og hefir stundum unnið þar við bókhaldið, og þar kynntist Hreinn honum fyrst. Jón virðist hafa fullar hendur fjár, og hfir samkvæmt því, og heima hjá honum spiluðu þeir Hreinn og félag- ar hans oftast nær síðastliðinn vetur. Jón veitti þeim vel, spilafélögunum, en sjálfur virtist hann alveg geta stillt áfengisneyzlu sinni í hóf. Hann drakk aldrei meira cn svo, að hann yrði aðeins góðglaður, þótt félagar hans yrðu ofurölvi. Jón var mjög laginn að græða í spilum og hafði oft stóran skilding eftir kvöldið, sennilega oft helmingi meira en veitingar hans kostuðu handa þeim félögum. En Hreinn tapaði sjaldan miklu í spilum, hann var furðulega heppinn, jafn óvanur sem hann upphaf- lega var allri spilamennsku. Jón býður Hreini inn með sér í húsið, en Hreinn hikar. Hann var búinn að heita því að hafa sem allra minnst samneyti við gömlu spilafélagana, og telur hann sér líka það fyrir beztu, en það er að vísu allt annað, þó að hann gangi með Jóni aðeins inn í húsið og spjalli við hann dálitla stund, heldur en að stunda með honum spilamennsku, og Hreinn vill ekki móðga Jón með því að þiggja ekki þetta meinlausa boð hans. Hann er ekki vanur því að koma þannig fram við aðra. Og niður- staðan verður sú, að hann fylgist inn með gamla spila- félaga sínum, en hann ætlar ekki að tef ja þar lengi. Jón vísar Hreini inn í einkastofu sína og býður hon- um þar sæti við gamla spilaborðið þeirra. Hreinn tekur sér sæti, og Jón andspænis honum. Svo ríkir þögn nokk- ur andartök. Hreinn virðir stofuna fyrir sér. Hún er búin vistlegum húsgögnum, og honum finnst einhver framandi blær fylla andrúmsloftið þar inni. En Jón gef- ur honum ekki lengi tóm til hugleiðinga. Hann opúar silfurbúinn vindlakassa sem stendur á borðinu, og býður Hreini að reykja. — Þessir eru nú fínir, ég keypti þá úti í Englandi, segir Jón og brosir fyrirmannsíega. — Ég reykti ekki aðra tegund en þessa, meðan ég var ytra í sumar. — Þú hefir aldeilis haft það gott, maður, svarar Hreinn, en snertir ekki við vindlunum. Hann hefir aldrei reykt á ævinni, nema á spilakvöldunum hér síðast- liðinn vetur, eftir að áfengið tók að svífa á hann, og raunverulega fannst honum það alltaf vont. — Já, svo sannarlega naut ég þess að vera frjáls mað- ur í heimi lystisemdanna, heldur Jón áfram. — Og í sumar lærði ég alveg nýtt og mjög spennandi spil á þekktum næturklúbbi úti í Englandi, og það þarf ég að kenna ykkur gömlu félögunum hérna heima, við fyrsta tækifæri. Það er ekkert áhættusamt, en maður verður ákaflega æstur í að spila það. — Þú hefir líklega grætt í því drjúgan skilding, Jón, þekki ég þig rétt, segir Hreinn og brosir. — Já, ekki neita ég því, ég stóð mig nokkuð vel á móti þeim brezku. Jón veitir því nú athygli, að Hreinn snertir ekki við vindlum hans, en sjálfur kann hann ekki við að byrja á undan gestinum og segir því hæversklega: — Gerðu svo vel að fá þér vindil, Hreinn. — Nei, þakka þér fyrir, ég er alveg hættur að reykja. — Hvað er að hevra þetta! Jæja, ég á ef til vill eitt- hvað hérna í skápnum, sem þér kæmi betur að fá, gamli vinur. Og Jón rís þegar á fætur og snarast að stórum skáp sem stendur þar í stofunni, og tekur fram á borðið tvö kristalstaup og skrautlega flösku með dökkum vín- anda og segir ánægjulega: — Gerðu svo vel, vinur, þetta er hæfilega blandað ekta koníak frá Spáni. Hreinn lítur á flöskuna og staupið á borðinu fyrir framan sig, og blóðið þýtur í æðum hans. Hann hefir 140 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.