Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 10
hvers manns hugljúfi. Þótti hann og smáhrekkjóttur á skólaárum sínum. Hann tók einnig til við ritsmíðar á háskólaárunum, og var a. m. k. eitt rita hans: Um söl prentað á þeim árum. Báðir gátu þeir félagar sér mik- inn orðstír við nám sitt, og eins munu ritsmíðar þeirra hafa vakið á þeim athygli. Víst er um það, að 1750 var þeim af Möllman prófessor falið að skrásetja bækur háskólabókasafnsins, og leystu þeir það verk af hendi með þeirri prýði, að þeir voru sendir til íslands þá um sumarið til að safna gömlum ritum, fomgripum og nátt- úrugripum. f þeirri ferð gengu þeir á Heklu, fyrstir manna, svo að vitað sé með vissu. Verður Hekludagur þeirra 20. júní ætíð talinn einn af merkisdögunum í sögu íslenzkra náttúrurannsókna, og getur þess betur síðar. Um þær mundir, sem þeir komu aftur til Hafnar voru stærri hlutir í aðsigi. Skúli fógeti hafði þá fyrir skemmstu lagt fram viðreisnartillögur sínar og unnið konung og ráðamenn til fylgis við þær. Niels Horre- bow, sem fyrr var getið kom um sömu mundir til Hafn- ar og var Bjarna Pálssyni falið að líta yfir skýrslur hans, en þær voru þess eðlis, að áhugi Vísindafélagsins jókst mjög á því að gera nú stórt átak í íslandsrannsóknum. Varð það brátt að ráði, og þeir félagar Eggert og Bjarni voru valdir til ferðarinnar. Ferðalagið 1750 hafði sýnt, að þeir voru hvorttveggja í senn vaskir og hug- djarfir ferðamenn og athugulir náttúruskoðendur. En til þess að allt mætti verða sem bezt undir búið var þeim nú veittur námsstyrkur um tveggja ára skeið, svo að þeir mættu verða sem bezt undir ferðina búnir. Má af því sjá, að ekkert skyldi til sparað um sem beztan undirbúning, var svo um búnað þeirra allan, enda varð árangur eftir því. Segir Þorvaldur Thoroddsen, að engir íslenzkir náttúrufræðingar hafi verið svo vel launaðir við störf sín sem þeir félagar. En misjafnt gatzt íslend- ingum í Höfn að þessu, og urðu þeir félagar fyrir öf- und og aðkasti sumra landa sinna. í opinberum bréfum um ferðirnar segir, að rann- sóknir þeirra félaga eigi að greiða fyrir velgengni íbú- anna bæði í atvinnuháttum og með umbótum vísind- anna og auka þekkingu á eðli, náttúru og ásigkomulagi landsins. Ferðirnar hófust sumarið 1752 og stóðu í 6 sumur. Komu þeir til landsins í júlí, en ekki gátu þeir lagt af stað fyrr en 8. ágúst. Varð svo oftar að ferðum seink- aði fram eftir sumri, en samt komust þeir stundum af stað í júní, og lengst stóðu ferðir fram í október. Talið er, að þeir hafi verið 11 mánuði á ferðalagi alls þessi sex sumur. Á vetrum sátu þeir í Viðey hjá Skúla fógeta, og má fara nærri um, að margt hafi þá verið rætt um viðreisnarbaráttu landsins. Ferðalög hér á landi voru enginn gamanleikur á þeim árum. Hvergi var vegur nema götutroðningar, engin á var brúuð, engir uppdrættir að styðjast við, víðast hvar var erfitt um náttstaði og jafnvel torvelt að fá mat, því að oft var hart í ári um þessar mundir. Og þótt þeir félagar væru vel búnir á þeirra tíma vísu, er hætt við að oss nútímamönnum hefði þótt ýmsu áfátt í búnaði þeirra, og hann óhaganlegur á margan hátt. Það var því ekkert smáræðis þrekvirki að vera samfleytt á ferðalagi á þriðja mánuð ár hvert. En ekki virðast þeir félagar hafa látið sér það fyrir brjósti brenna, og ekki greinir Ferðabókin frá svaðilförum eða hrakningum, nema í ferð þeirra norður í land fyrsta stunarið, en þá villtust þeir af Kjalvegi austur á Eyfirðingaveg, og komust loks niður Vatnahjalla í Eyjafjörð, og voru þá orðnir matarlausir og höfðu hvorki fundið haga né höfðu hey handa hestum sínum, sem járn höfðu farið undan og voru með brotna hófa úr grjóturðunum, svo að þeir hlutu að ganga. Vafalítið hafa oftar orðið örð- ugleikar á ferðum þeirra, en um það þegir Ferðabókin, hvað sem finnast kann í dagbókum þeirra, sem enn hafa lítt verið kannaðar. Hér verða ferðir þeirra félaga ekki raktar frá ári til árs né í einstökum atriðum. Þeim er nær aldrei lýst í Ferðabókinni, nema helst smáferða, eða einstakra fjall- gangna og ferðarinnar um Strandir. í stuttu máli má segja, að þeir færu um allar byggðir landsins að kalla mætti, nema nyrzta hluta Hornstranda. Hinsvegar lögðu þeir lítt leiðir sínar um óbyggðir, nema um Kjöl og Vatnahjalla, sem fyrr var getið og um Fjallabaksveg. Lengstum voru þeir saman á ferðum sínum. Þó fór Bjarni einn um norðausturhluta landsins, Norður-Þing- eyjarsýslu og allt til Eskifjarðar, en Eggert um hluta af Vestfjörðum. Höfðu engir menn þá ferðast jafnvíða um landið, og nær öld leið, unz aðrir yrðu þeim jafn- víðförlir eða víðförlari. Eins og bent hefir verið á hlutu þeir félagar mest að fara troðnar slóðir, og fær enginn áfellst þá fyrir að hætta sér lítt inn í öræfi landsins, enda var það næsta erfitt með ferðatækni þess tíma, þar sem öll kennileiti voru ókunn, og engar götur né troðningar. En þeir sýndu ótvíræðlega, að þá skorti ekki dug, hvorki and- legan né líkamlegan, til að ganga í berhögg við ótta al- mennings við hið ókennda í náttúru landsins í fjöllum og firnindum og bjóða ógnum hjátrúarinnar birginn. Og hvað eftir annað sýndu þeir, að þeir voru vaskir fjallgöngumenn. Er Hekluferð þeirra 1750 þar skýr- asta dæmið. Ekki var hún það þó vegna vísindalegs ár- angurs. heldur af því, að hún er mesta dirfskubragð þeirra félaga og boðar að nokkru leyti nýjan tíma í viðhorfi landsmanna til náttúrunnar og umhverfisins, og er fyrsta alvarlega tilraunin til að eyða ótta og hjá- trú við náttúruöflin. Skal nú sagt nokkru nánar frá henni. Þeir félagar lögðu leið sína að Selsundi, og fengu þar bóndann til fylgdar við sig. En þótt hann væri þar ná- kunnugur, hafði hann aldrei komið að fjallsrótunum. Síðan segir orðrétt: „Almenningur taldi það ofdirfsku að ætla að rannsaka Heklu, og það var fullyrt, að ómögulegt væri að komast upp á fjallið fyrir háskasam- legum leirpyttum, sem væru alls staðar í kringum það, þar sem allt væri fullt af rjúkandi og brennandi brenni- steini. Uppi á fjallinu var sagt, að væru sjóðheitir gos- 118 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.