Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 7
Gunnarshólma. Þetta hús var um árabil bezt búna sam- komuhús í Rangárvallasýslu. Við byggingarfram- kvæmdir bar Erlendur á Skíðbakka hita og þunga dags- ins þótt hann hefði að sjálfsögðu fast að baki sér áhuga- sama ungmannafélaga og blómlegan hóp kvenfélags- kvenna. Erlendur hefur verið formaður sóknarnefndar og sér um viðhald kirkjunnar að Krossi, sem er sveitinni til sóma. Heldur skemur hefur hann gegnt formanns- störfum í sjúkrasamlaginu og búnaðarfélagi hreppsins. Gjaldkerastörfum fyrir jarðræktarsambandið hefur hann gegnt í 26 ár. Hann varð oddviti sveitar sinnar árið 1946 og hefur enginn gegnt lengur oddvitastarfi í Austur-Landeyjum utan sú eftirminnilega kempa, hann Sæmundur Ólafsson á Lágafelli, sem var hreppsnefnd- aroddviti í fjörtíu ár og formaður við Landeyjasand í áraraðir með farsæld, svo og lengi atkvæðamikill sýslu- nefndarmaður. Erlendur á Skíðbakka var kosinn í sýslunefnd 1959 og svona mætti áfram telja um embættin hans Erlendar í heimasveitinni. En trúnaðarstörf hefur honum líka ver- ið falið utan sinnar sveitar. Hann er í Fasteignamats- nefnd Rangárvallasýslu og fulltrúi í Stéttarsambandi bænda. Þá var og Erlendur fyrir mörgum árum kosinn af sýslunefnd Rangárvallasýslu til að vinna í undirbún- ingsnefnd hins fyrirhugaða Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi, sem nú er hafin bygging á. Eigi þarf að spyrja’, að hann Erlendur er gamall og nýr ungmennafélagi í „Dagsbrún“ og fyrir mörgum árum var hann gerður þar að heiðursfélaga. Hann keppti í íþróttum fyrir ungmennafélagið sitt á yngri árum og hljóp alla af sér. Áfengi og tóbak hefur hann aldrei látið inn fyrir sínar varir. Erlendur Árnason er fæddur að Skíðbakka í Austur- Landeyjum 24. október 1906. Foreldrar hans voru Sig- ríður Ólafsdóttir ættuð úr Austur-Eyjafjallahreppi og Árni Erlendsson, sem var bóndi að Skíðbakka, en Er- lendur tók við búsforráðum af forcldrum sínum árið 1934, en það ár giftist hann Guðbjörgu Jónasdóttur frá Hólmahjáleigu. Þau hjónin eiga þrjú börn öll uppkom- in og gift. Búa tvö þeirra heima á Skíðbakka. Árni hreppstjóri, sem reist hefur sér myndarlegt nýbýli. Hann er giftur Laufeyju Hauksdóttur, Sigríður hús- freyja á Skíðbakka, sem er gift Albert Halldórssyni og Ragna búsett í Þorlákshöfn gift Sigurði Helgasyni frá Seljalandsseli. Allt er þetta hið mesta manndómsfólk. Nú er hinn gamli óræktarsvipur löngu afmáður af Landeyjum. Skurðgröfur, jarðýtur, herfi og plógar hafa rist og mulið hina frjóu mold sveitarinnar og við aug- um blasa allstaðar eggslétt velræktuð tún hins nýja tíma. Rúmgóð, mikil og góð hús fyrir menn og bú- stofn. Stórar hlöður og stritandi vélar. Hin votlenda sveit var farsællega leyst úr álagahamnum undir stjórn og forustu Erlendar Árnasonar, oddvita á Skíðbakka, seqi enn leggur heilshugar hönd á plóginn í sveitinni sinni, þar sem safarík túngrös nærast nú í sömu mold og mýrarsóley og hrossanál áttu áður rætur. Aðeins litið upp frá önn dagsins. Unnið við að draga vatnsleiðslurnar niður. Það verk annaðist Reynir Ragnarsson frá Höfðabrekku. Erlendur oddviti fylgist með pegar rörin eru dregin yfir vatnsfarveg. Seljalandsfoss i baksýn. Sýn til fjalladýrðar Rangárpings er rómuð og óviða er hún fegurri, en pegar horft er til hennar úr Landeyjum. Krosskirkja i Austur-Landeyjum. Heima er bezt 115

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.