Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 17
1935. Smiðir við hana voru þeir Björn Jónsson fyrr-
verandi bóndi í Skógum í Þorskafirði og Sumarliði
Guðmundsson bóndi á Gróustöðum. Sú bygging kost-
aði tæp 9,000,00 krónur.
Nú er Garpsdalssókn þjónað af sóknarprestinum á
Reykhólum. Hefur það fyrirkomulag gilt hin síðustu
árin. En þar fyrir lág Garpdalssókn undir Staðarhóls-
þing allt frá 1890. Þá var Garpsdalur lagður niður sem
prestssetur, síðasti presturinn sem sat þar var Ólafur
Ólafsson, sonur Ólafs Pálssonar dómkirkjuprests í
Reykjavík. Kirkjan í Garpsdal átti 2 jarðir, Ingunnar-
staði og Bakka í Geiradal, auk þess átti kirkjan eftirtal-
in ítök skv. Jarðabók Arna Magnússonar. Skógarhögg
í landi Borgar og Hofsstaða í Reykhólasveit, móskurð
í landi Svarfhóls í Geiradal, tólf manna íferð í Saur-
bæjarfjöru og sex manna íferð í Króksfjarðarnesfjöru
til sölvatekju. Önnur ítök átti kirkjan ekki svo teljandi
væri.
Jörðin Garpsdalur er skv. Jarðabók Árna Magnús-
sonar, metin 40 hundruð að dýrleika, en í nýju mati
1861, 41,4 hundruð. Séra Bjarni Eggertsson lýsir Garps-
dal svo í sóknarlýsingu sinni 1852. Hefir tún stórt en
mjög harðbalalegt og því ekki grasgefið. Fjalllendi er
mikið en hrjóstugt og eigi grasmikið, útigangur er þar
næsta góður nema vetur séu mun harðari. Hlunnindi
eru álftafjaðratekja og æðarvarp. Undir Garpsdal liggja
eftirtaldar eyjar, Garpsdalsey, Nónsker, Eyjabarn og
Klakkur.
Samkvæmt fasteignamati 1970 er Garpsdalur metinn.
Land á 354,000,00 krónur. Hús á 1094,000,00 krónur.
Alls 1448,000,00 krónur. Tún er stórt, véltækir 20,13
ha. Hýsing er góð. Raflýst er þar með heimilisrafstöð,
vatnsaflsstöð.
L" r m múla í Gilsfirði segir svo í Jarðabók Árna
Magnússonar 1710. Jarðardýrleiki er 24
/ hundruð. Útigangur fyrir sauðfé er í skárra
lagi en fyrir hesta slæmur og er þeim jafnan
í burt komið á vetur suður í Saurbæ. Torfrista er lök,
stunga bjargleg. í eld er tað undan kvikfé með til-
keyptu hrísi. Silungsveiði lítil í Garpsdalsvatni, brúk-
ast varla, ennfremur er silungsveiði í Múlaá. Túninu
spilla skriður úr fjallinu. Engjarnar spillast af vatni,
sem étur úr rótina. Úthagarnir eru bjarglegir þó þeir
spillist af skriðum allvíða. Hætt er húsum fyrir grjót-
hruni úr fjallinu. Hætt er kvikfé fyrir sjávarflæðum
undir mósköflum. Hreppamannaflutningur er langur
og torsóttur til Brekku í Gilsfirði.
í Sóknarlýsingu séra Bjarna segir svo um Múla. Tún
er þar harðbalalegt en þó í betra lagi grasgefið. Engjar
grasléttar, vetrarríki mikið og lítill útigangur. Sumar-
land er þar gott fyrir sauðfé. Hlunnindi engin utan
Álftafjaðratekja sem er til talsverða muna. í nýju jarða-
mati 1861 er Múli metinn 24,8 hundruð að dýrleika. í
fasteignamati 1970 er jörðin metin. Land á 128,000,00
krónur. Hús á 738,000,00 krónur. Alls á 866,000,00
krónur. Véltækt tún 1969 var 11,22 ha. Hýsing er góð.
21. desember 1929, varð úti á Steinadalsheiði Jón
Þorbjarnarson frá Steinadal. Veður var vont, náttmyrk-
ur og hríðarbylur. Á Brekkudalnum varð Jón fyrir
snjófíóði og beið bana við. Jón var á heimleið frá Múla
í Gilsfirði. En erindi hans að Múla var að hitta Frið-
björn Guðjónsson gullsmið, sem þar átti heima þá.
Friðbjörn hafði smíðað fyrir hann trúlofunarhringi.
Og var Jón að sækja þá tij hans. Mun Jón hafa ætlað
að opinbera trúlofun sína á jólunum með heitmey
sinni Önnu Margréti, dóttir Frakklíns Þórðarsonar í
Litla-F j ar ðarhorni.
Málið er svo mjúkt og hreint,
milt í öllum greinum.
Eins og komi alveg beint,
innst úr hjartans leynum.
Svo kvað Halla skáldkona. Halla hét fullu nafni Hall-
fríður Guðrún Eyjólfsdóttir. Hún var fædd i Múla í
Gilsfirði, 11. ágúst 1866. Foreldrar hennar voru hjónin
Eyjólfur Bjarnason og Jóhanna Halldórsdóttir, búend-
ur í Múla. Halla ólst upp í Múla og var þar fram um
tvítugt, en þá flutti hún alfarin að Laugabóli við ísa-
fjörð. Og þar átti hún heima æ síðan að undanskildum
5 árum, er hún bjó á Kirkjubóli í Langadal. Eftir Höllu
komu út tvær ljóðabækur. Og á einum stað í þeim mælir
hún svo um Múla í Gilsfirði. Æskuheimili sitt.
Gilsf jarðarmúli und hamri háum,
þar hefur minn andinn jafnan bið.
Þar er svo skammt frá ægi bláum,
eyjar og fjöllin blasa við.
Þar vil ég liggja þá ég dey.
Þar lifir blómið gleym mér ei.
Halla lézt í Reykjavík 6. febrúar 1937, og hvíla jarð-
neskar leyfar hennar í heimagrafreit á Laugabóli við
ísafjörð, þar sem hún var húsmóðir í 38 ár samfleytt.
BREFASKIPTI
Heiðrún Maria Hallsteinsdóttir, Flateyri, Reyðarfirði, S.-Múl.,
óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 14—15 ára.
Arndis A. Sveinsdóttir, Uxahrygg II, Rangárvöllum, Rang., ósk-
ar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—18 ára.
Kristín Sveinsdóttir, Uxahrygg II, Rangárvöllum, Rang., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 15—18 ára.
Unnur Sveinsdóttir, Uxahrygg II, Rangárvöllum, Rang., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 13—16 ára.
Heima er bezt 125