Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 35
Gunnar Karlsson: Frá endurskoðun til Valtýzku. Menningarsjóður. Rvík 1972. Allmikið hefir verið skrifað um stjórnmálasögu íslendinga síðustu áratugi 19. aldar, en þessi bók sýnir ljósast hversu margt er enn ókannað og jafnvel rangtúlkað í þeirri sögu. Það getur jafnvel hvarflað að manni, að sagnaritararnir séu enn haldnir af þeim rammagaldri, sem gerður var að einstökum stjórnmálamönnum þessara tíma. í bók þessari tekur höf. fyrir síðustu árin áður en Valtýr Guðmundsson lagði sitt mjög umdeilda stjórnarskrárfrum- varp fram á Alþingi. Rakin er af mikilli nákvæmni viðhorf þing- manna til endurskoðunarstefnu Benedikts Sveinssonar, og sýnir höf., að menn voru farnir að þreytast á henni, þótt þeir greiddu henni atkvæði, enda margir næstum því hræddir til þess af óttan- um um landráðabrigsl, sem á öllum þeim dundu, ef þeir and- mæltu stefnu Benedikts. Hefir sá ótti löngum ráðið miklu um úrslit mála, og margir sagnaritarar vorir ekki getað hrundið hon- um og áhrifum hans. Einkum er hér gerð glögg grein fyrir þings- ályktun 1895, sem tálmaði samþykkt endurskoðunarfrumvarps á því þingi, og má hún vissulega teljast forsenda þess, er síðar gerð- ist með frumvarpi Valtýs. Frásögn höf. er ljós, og gerir grein fyrir nákvæmri hlutlausri rannsókn á því, sem þarna var að gerast, og er hún í hvívetna ánægjuleg framför frá eldri ritum, þótt hún ef til vill sé ekki jafn auðlæsileg og sum þeirra. Ritgerðin er eitt bezta framlagið, sem gefið hefir verið til þessa þáttar sögu vorrar á síðasta tug aldarinnar, sem leið. Bókin er fyrsta heftið í ritröð frá sagnfræðideild Háskólans, og er þar vel af stað farið, og von- andi að framhaldið verði ekki síðra. Stefán Jónsson: Ritsafn 1—2. Rvík 1972. ísafoldarprentsmiðja h.f. Ekki er um það deilt, að Stefán Jónsson var einn snjallasti ungl- ingabókahöfundur, sem vér höfum átt. í bókum hans fer saman glöggur skilningur á hug og hjarta barna og unglinga, næm þekk- ing á viðbrögðum þeirra og því umhverfi sem sögurnar gerast í, hvort heldur er í sveit eða kaupstað. Þessvegna eru sögur hans raunsannar en hvorki glansmyndir né ævintýratildur. Hann hafði mikla frásagnargáfu og var smekkvís á íslenzka tungu, og hagaði svo frásögn sinni, að hún féll í góðan jarðveg bæði hjá ungum og gömlum. Bækur hans hafa frá fyrstu tíð notið mikilla vinsælda, og flestar eða allar uppseldar. En nú hefir ísafoldarprentsmiðja hafið heildarútgáfu barnabóka Stefáns. Komu fyrstu tvö bindin, Vinir vorsins og Skóladagar, út á sl. ári, en þar segir frá bernsku Skúla Bjartmars. Útgáfan er snotur og vel frá gengin. Einar Bragi sér um hana og skrifar langa inngangsgrein urn höfundinn, sem lesendur hafa því miður vitað of lítil deili á, og jafnvel ruglað honum saman við nafna hans fréttamann. Matthías Johannessen: Mörg eru dags augu. Rvík 1972. Almenna bókafélagið. Matthías Johannessen gerist eitt af mikilvirkustu ljóðskáldum vor- um, enda skyggnist hann víða um og hefir margt á hjarta, sem hann vill segja öðrum. Hann hefir mikið orðaval tiltækt, og finnst mér stundum, sem hann eigi erfitt með að takmarka sig, orðin og setningarnar ryðjist inn á hann og hann fái ekki hamlað þeim. Af þessu verða sum ljóð hans torveldari aflestrar, en ef þau væru styttri og hnitmiðaðri. Af kvæðaflokkum bókarinnar sem heild, þykir mér mest koma til Við og Þið, sem vér getum skilið sem uppgjör milli kynslóðanna. Er þar margt skarplegt sagt með skáld- legri sýn og mati. Annars eru í nær öllum kvæðunum myndir og setningar, sem snerta lesandann, hæfa í mark, ef svo mætti að orði kveða. Ami Larsson: Uppreisnin í grasinu. Rvik 1972. Almenna bókafélagið. Þetta er kallað „nútímaleg skáldsaga", sem að sögn höfundar sé ætlað að vera „heimspekilegt landnám í umhverfi, sem engin menningarleg hefð er fyrir hendi“. Sagan er safn svipmynda, sem hver fyrir sig minnir fremur á órímað ljóð en skáldsögu, og hygg ég, að efni hennar fari fyrir ofan garð og neðan hjá þorra lesenda. Og ef þetta er það sem koma skal í skáldsagnagerð framtíðarinn- ar, held ég dagar skáldsögunnar verði fljótt taldir. f fylgd með Jesú. Rvxk 1972. Almexma bókafélagið. Enn er mér fyrir barnsminni, er ég eignaðist fyrstu bókina með litmyndum, um þær mundir, sem ég var að verða læs, en það var Nýja-testamenntið. Þessum myndum hefi ég ekki gleymt síðan. Þetta rifjaðist allt upp, er ég fékk þessa undurfögru bók, í fylgd með Jesú, í hendur, en hún er eins og stendur á titilblaðinu leið- sögn um Nýja-testamentið í máli og myndum. Er þar með ein- stökum ritningargreinum, sem allar skapa þó samfellda heild, rak- inn ferill Jesú og síðan kristniboð Páls postula. Hverri grein fylg- ir stutt skýringargrein, heilsíðulitmynd og ýmsar smærri myndir. Er efnið þannig sett fram á aðlaðandi og einfaldan hátt. Ég trúi vart öðru, en bók þessi verði vinsæl og laði bæði unga og gamla til að lesa hin helgu fræði meira en áður, en til þess er hún bæði áhugavekjandi og góð leiðarvísan. Sigurbjöm Einarsson, biskup, ritar formála að bókinni, en sr. Magnús Guðjónsson hefir þýtt skýringargreinarnar. Kristján frá Djúpalæk: Þrilækir. Akureyri 1972. Bókaforlag Odds Bjömssonar. Þetta er ellefta ljóðabók Kristjáns frá Djúpalæk, og hann kominn til þess aldurs og þroska, að hann er hættur að koma lesandanum á óvart. Undiralda kveðskapar hans er dulúð og innileg tilfinning með hinum hrjáðu og umkomulitlu. Hann ann friði i samskipt- um manna og þjóða og trúir á framhald lífsins í öðrum og betri heimi. Hann er hagur á hætti og kann prýðilega meðferð tung- unnar. En Kristján á einnig streng góðlátlegrar kímni, sem hann þó beitir of lítið, enda þótt einn hluti bókarinnar heiti Glettur. Síðasti hluti bókarinnar eru tækifærisljóð, mest dánarminningar, og er þar margt vel sagt af einlægni og innileika, og koma margir beztu skáldeiginleikar hans þar í ljós, og má þar minna á, Gömul verkakona og Fjallaskáld, er hið síðarnefnda ljóð einhver skiln- ingsríkasta umsögnin, sem enn hefir birzt um Kristján Jónsson. St. Std.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.