Heima er bezt - 01.04.1973, Page 33

Heima er bezt - 01.04.1973, Page 33
heitið móður sinni og eiginkonu því að neyta aldrei áfengis framar, og sjálfur vill hann það ekki heldur, en það lætur sennilega hlægilega í eyrum þessa gamla fé- laga hans, vilji hann ekki taka eitt staup með honum, eftir það sem á undan er gengið. Og tvö öfl heyja nú baráttu í sál Hreins. Jón finnur að Hreinn hikar, og hann ýtir staupinu nær honum og hellir það fullt, annars ætlaði hann að lofa Hreini að skammta sér sjálfum að þessu sinni, en fyrst hann hefir ekki einurð á því, er ekki annað um að gera en rétta honum hjálparhönd. — Gerðu svo vel, vinur, og nú skálum við fyrir end- urfundunum, segir Jón með breiðu brosi. — Þakka þér fyrir, en nú er ég alveg hættur, svarar Hreinn og reynir að sýnast einbeittur. — Hættur! Hvað ertu að segja, þú ert þó líklega ekki genginn í stúku? Rödd Jóns er glettin og örlítið háðsk. — Nei, ekki er það nú ennþá, en ég er þar fyrir orð- inn bindindismaður. — Ekki trúi ég því að þú takir ekki eitt staup með gömlum félaga, sem þú hefir elcki hitt í heilt misseri. Þú þarft ekkert að óttast, þetta er ekki sterk blanda. Jón þrífur nú flöskuna og hellir í sitt staup og síðan lyftir hann því og lítur ögrandi á Hrein: — Skál, vinur, skál! Hreinn er eins og á nálum: Hann vill ekki svíkja gefið loforð við ástvini sína, en kynokar sér við að móðga Jón eða styggja. Og gerir það annars nokkuð til, þó að hann aðeins lyfti glasinu og aðeins dreypi á því, meira ætlar hann ekki að hafa það. Nei, honum finnst það hljóti að vera saklaust. Og síðan ætlar hann að kveðja Jón og halda heim. Og þar með er Hreinn yfirunninn. Hreinn skálar nú við Jón og dreypir í fyrstu aðeins á staupinu, en síðan verða soparnir smásaman stærri, einn, tveir og þrír. Og þeir halda áfram. Væga vínblandan hans Jóns veitir brátt hlýjum, notalegum straumi út í hverja æð Hreins og vekur hjá honum þægilegar kennd- ir. Brátt hefir hann tæmt staupið í botn, en Jón fyllir það óðar aftur, en sjálfur er hann ekki nema hálfnaður úr sínu staupi. Jón tekur nú að segja Hreini frá ýmsum skemmtileg- um atburðum og ævintýrum, sem hann hafi lent í á síð- astliðnu sumri, meðan hann dvaldi erlendis, og segir svo vel frá og skemmtilega, að Hreinn gleymir tíman- um og fylgist með frásögnum Jóns af lífi og sál. Jón er fjölfróður ævintýramaður, og fyrr en varir er liðið langt fram á kvöld. Hrcinn hefir nú tckið allmörg staup og er orðinn sætkenndur. En loks áttar hann sig á framferði sínu og rís snöggt á fætur. — Fyrirgefðu Jón, ég er búinn að tefja þig alltof lengi hérna í kvöld, segir hann afsakandi og sýnir á sér fararsnið. Jón brosir alúðlega: — Nei, vinur, síður en svo, það var reglulcga gaman að hitta þig aftur. Og nú býð ég þér, og svo hinum félögunum, að koma hingað næst- komandi laugardagskvöld til að spila. Ég þarf cndilcga að kenna ykkur nýja spilið, sem ég var að segja þér frá í kvöld. Það er reglulega spennnadi. Hreini kemur fyrst til hugar að afþakka boð Jóns og bera nú þegar fram einhverja afsökun fyrir því, að hann geti ekki komið, en honum líður eitthvað svo þægilega núna og er svo blessunarlega laus við heilbrigða dóm- greind, að sú rödd verður brátt aðeins að veikum rómi í undirvitund hans, og skyldur og heit við góða móður og eiginkonu þoka fyrir þeim frjálsa félagsanda sem vínblandan hans Jóns hefir veitt inn í sál hans, og hann segir að lokum: — Ég þakka þér fyrir boðið, Jón. — Ekkert að þakka, ég treysti því, að þú komir. Það má engan vanta af gömlu spilafélögunum. Klukkan átta næstkomandi laugardagskvöld mætumst við hér, við slá- um því föstu. Síðan lyfta þeir staupunum enn einu sinni og drekka kveðjuskál. Hin gömlu félagsbönd eru treyst að nýju, og svo heldur Hreinn loks heim á leið. Auður bíður með kvöldverðinn handa manni sínum og reynir að halda honum heitum. En hún skilur ekk- ert í þessari löngu fjarveru Hreins, hann sem er vanur að vera svo stundvís til máltíða, og hún er farin að ótt- ast að eitthvað óvænt hafi komið fyrir hann, sem tefji för hans. Verði hann ekki kominn heim á miðnætti, og hún engar fréttir af honum fengið, ætlar hún að afla sér einhverrar vitneskju um ferðir hans, þótt hún eigi erfitt með það. En Auður þarf ekki að bíða eftir manni sínum til miðnættis að þessu sinni. Klukkan rúmlega tíu heyrir hún að gengið er um útidyrnar, og Hreinn kemur brátt inn í eldhúsið, þar sem hún bíður hans. — Guði sé lof að þú ert kominn, Hreinn, segir hún feginslega. Ég var farin að óttast að eitthvað óvænt hefði komið fyrir þig. Hreinn brosir næstum kæruleysislega: — Fyrirgefðu góða, en það var allt í lagi með mig, ég tafðist bara smávegis af óviðráðanlegum ástæðum, svarar hann og setzt strax við matborðið án þess að heilsa konu sinni með kossi, eins og hann er alltaf vanur að gera við heimkomu sína. En Auður hefir ekkert tóm til að hugleiða þá ný- breytni né veita manni sínum nánari athygli, því Berg- þór litli var vaknaður inn í svefnherberginu og kallar hátt og skýrt: — Mamma! Og Auður hraðar sér þegar inn til drengsins til að sinna þörfum hans. En áður en drengurinn er kominn í fulla værð aftur, kemur Hreinn inn í herbergið. Hann háttar í flýti og fer strax að sofa án þess að yrða nokkuð á konu sína, sem enn er að svæfa drenginn. Auði finnst þetta allt eðlilegt. Hreinn er auðvitað orðinn þreyttur og vill sem fyrst komast í svefninn, og drengnum vill hann ekki gera neitt ónæði með því að tala við hann, og henni kemur ekki tortryggni til hugar. Hún kemur drengnum brátt í værð og gengur síðan hljóðlega fram í eldhúsið, þar sem enn bíða hennar Heima er bezt 141

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.