Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1973, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.04.1973, Qupperneq 26
smiðjur eru kjarninn i verksmiðju- iðnaði Sambandsins. Verksmiðjurnar eru staðsettar í verksmiðjuhverfi á Gleráreyrum. Þær eru stærsti at- vinnuveitandinn á Akureyri í dag. Næsti þáttur Sambandsins í upp- byggingu Akureyrar er samstarfið við Kaupfélag Eyfirðinga um verk- smiðjurekstur. í þessum hópi eru þekktar verksmiðjur eins og Kaffi- brennsla Akureyrar og Efnaverk- smiðjan Sjöfn. A vegum Kaupfélags Eyfirðinga er starfandi smjörlíkis- gerð og efnagerð, sem segja má, að í öndverðu hafi sérstaklega notið markaðar kaupfélaganna í landinu. Nú á síðustu árum hefur örlað á þeirri viðleitni sambandsins að koma upp verksmiðjum á nokkrum stöð- um utan Reykjavíkur og Akureyrar. Þá hefur lengi verið í athugun hjá sambaiidinu að koma á fót heildsölu- miðstöðvum út í landshlutunum. — Framkvæmdir munu m. a. stranda á fjárskorti. Ef vega á og meta þátt Sambands- ins í byggðaþróun síðustu ára, verð- ur að taka tillit til, að'það er mið- st j órnaraf 1 samvinnuhreyfingarinnar, sem getur með skipulagi sínu og f jár- magni haft veigamikil áhrif á stað- setningu atvinnutækja, sem hafa úr- slitaáhrif fyrir byggðaþróun vissra byggðalaga og annars vegar óhjá- kvæmilegrar skyldu til að fylgja þró- mn hvers tíma. Þetta viðhorf spegl- •ast á Ijósastan hátt í skipulegum áhrifum sambandsins á þróun Akur- eyrar, og annars vegar til í nauðsyn- legri viðleitni til að ná tökum á vax- :andi markaði á Reykjanessvæðinu. Hér skal ekki lagt mat á hlut sam- vinnufyrirtækjanna í vinnuafli Akur- eyrar, en þess er rétt að geta, að þessi fyrirtæki eru ómissandi hlekkur í at- vinnulífi bæjarins. Sé atvinnuþróun Akureyrar nánar könnuð, blasir við, að uppbyggingu bæjarins má rekja til byggðaþróun- arlegra áhrifa frá samvinnufyrirtækj- unum. Uppbygging Akureyrar er ágætt dæmi um, hve miklu átaki má lyfta með félagslegum styrk til að hafa varanleg áhrif á byggðaþróun í landinu. Þáttur Sambandsins og sam- starf þess við Kaupfélag Eyfirðinga, um uppbyggingu verksmiðjuiðnaðar- ins á Akureyri, eru tvímælalaust ár- angursríkustu byggðaaðgerðir, sem gerðar hafa verið til þessa. Það er vafamál, að myndast héfði bær á stærð við Akureyri, utan Stór- Hús Efnaverksmiðjunnar Sjafnar við Glerárgötu, eign samvinnumanna. . Hluti af verksmiðjum samvinnu- manna á Akureyri. Hvar væri Akur- eyri stödd, ef þetta samvinnustarf héraðsbúa og heildarsamtaka (SÍS) ætti sér ekki stað? Hér gerist og það, að verðmætt innlent hráefni verður að verðmætri útflutnings- vöru. Reykjavíkursvæðisins, ef þetta sam- ræmda átak hefði ekki átt sér stað. Sé skyggnzt nokkuð aftur í sögu Sambandsins kemur í ljós, að þýðing þess, sem miðstöðvarafls er þýðing- armeiri fyrir uppbyggingu byggð- anna, en sýnist í fljótu bragði. Löng saga er um baráttu kaupfélaganna til að njóta eðlilegrar fyrirgreiðslu í bönkum. Eftir að kaupfélögin fóru að njóta lánafyrirgreiðslu, var það mjög oftast á vegum Sambandsins. Með þessum hætti átti Sambandið stóran hlut að því að fjármagna fram- kvæmdir á vegum kaupfélaganna víðsvegar um landið. Átti þetta eink- um við um minni kaupfélögin, sér- staklega þau fjárhagslega veikari. — Fyrirgreiðsla Sambandsins í fram- leiðslubyggðarlögum, hefur stuðlað hvað mest að grundvallaruppbygg- ingu margra þéttbýlisstaða. Af þessu er ljóst, að samvinnu- hreyfingin hefur átt stóran þátt í því að koma í veg fyrir enn örari byggðaröskun þeirra héraða, sem búa við lakari skilyrði. Enn fremur er ljóst, að hún hefur stuðlað að auknum þrótti þeirra byggðarlaga í dreifbýlinu, sem hafa upp á bezt skilyrði að bjóða. Til viðbótar má nefna, að heildar- samtökin (SIS) hafa stuðlað að J34 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.