Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.04.1973, Blaðsíða 25
Frá Höfn í Hornafirði. Starfsemi kaupfélagsins hér á sviði verzlunar og framleiðslu í sjávarútvegi og landbúnaði er athyglisvert dæmi velheppnaðs samvinnustarfs, sem stuðlar að blómlegri byggð á suðaustur kjálka lands- ins. Hér fer saman gott hérað og gjöful fiskimið. ekki er byggður upp á samvirðis- grundvelli. Því er ekki að leyna, að mörg kaupfélög hafa verið knúin af atvinnulegri nauðsyn byggðalaganna að ráðast í áhættuatvinnurekstur til að viðhalda viðkomandi byggðarlagi, en án nokkurrar ágóðavonar. Mörg dæmi eru um það, að slík atvinnu- rekstrarþáttaka hefur hreinlega orðið til þess að draga úr þrótti kaupfélag- anna til að sinna eðlilegu rekstrar- og þjónustuhlutverki sínu. Hins vegar hefur það kerfi, að kaupfélagið annast öll atvinnu- og viðskiptasvið á milli himins og jarðar, heppnast fullkomlega sums staðar, t. d. eins og í Höfn í Hornafirði, en þess er að gæta, að þar eru sérstaklega góð skilyrði til útgerðar, og á bak við stendur gott hérað. A sínum tíma var sú stefna sam- vinnuhreyfingarinnar að leggja fram hlutafé í hlutafélög, ásamt öðrum að- ilum, mjög gagnrýnd. Slík félags- þátttaka hefur verið með tvennum hætti. I fyrsta lagi með myndun hlutafé- laga með öðrum aðilum til að hrinda í framkvæmd áformum, sem þarf samstöðu um í viðkomandi byggða- lagi, eða til að binda 'sérhæfða starfs- krafta með eignaaðild í byggðalag- inu. í öðru lagi með blönduðum hluta- félögum, oftast í samvinnu við sveit- arfélög og aðra aðila, til að koma á fót grundvallarfyrirtækjum í afkomu vissra þéttbýlisstaða. Þetta eru eins konar byggðahluta- félög, sem byggð eru upp án ágóða- sjónarmiða, en til þess að efla at- vinnugrundvöllinn. Svo virðist sem þetta form hæfi kaupfélögunum bet- ur en bein þátttaka í áhætturekstri. Á þessum vettvangi hefur sam- vinnuhreyfingin, í samvinnu við sveitarfélögin, gert hvert stórátakið af öðru til að efla by ggðaþróun víðs- vegar um landið. Samstarf kaupfélaganna og sveitar- félaganna til að byggja upp nýjar atvinnugreinar og efla framtak út í byggðum í formi eins konar byggða- hlutafélaga, er sá vettvangur, sem getur reynzt hagkvæmastur til að binda reksturinn við byggðirnar og hagsmuni þeirra. Hin f járhagslega uppbygging sam- vinnuhreyfingarinnar tengir hana sterkum böndum, ásamt deildarkerf- inu, við félagssvæðið. Þetta hefur gert kaupfélögin að einum meginþætti í byggðaþróun byggðalaganna. Styrkur þeirra er mjög oft mælikvarði á þróunarmátt félagssvæðisins. Af þessu leiðir, að kaupfélögin verða að vinna úr þeim þróunarkröftum, sem til staðar eru á hverju félagssvæði. Atvinnugrund- völlur byggðalaganna mun, fyrr eða síðar, hafa áhrif á viðkomandi kaup- félag, hversu öflugt, sem það er fjár- hagslega. — Byggðaþróunarlega séð, eru kaupfélögin félagslegt tæki til að nýta og samstilla krafta; krafta hvers félagssvæðis til ákveðinna verk- efna í samræmi við félagslega þörf innan eðlilegra efnahagslegra marka. Þau ráða ekki yfir öðru fjármagni en því, sem þeim er trúað fyrir að láni eða í gegnum reksturinn. Þetta skil- ur á milli þeirra og sveitarfélaganna, sern geta með lögvernduðum hætti krafizt skatta af borgurunum til vissra verkefna. Þennan aðstöðumun verður að hafa í huga, þegar kaup- félögunum eru ætlaðar félagslegar skyldur í uppbyggingu byggðanna. Sambandið var sjötíu ára á síðasta ári, og því ekki úr vegi, að rætt sé um áhrif þess á byggðaþróun í land- inu. Upphaflega má segja, að Sam- bandið hafi verið fræðslusamtök kaupfélaganna. Síðan varð Samband- ið umboðsaðili kaupfélaganna og hafði sérstakan erindreka í þjónustu sinni. Fyrsti verzlunarerindreki þess var Hallgrímur Kristinsson, sem síð- ar varð fyrsti forstjóri þess. Upp- haflega var ákveðið, að það ætti lög- heimili á' Akureyri, en hefði opna skrifstofu í Kaupmannahöfn. Arið 1917 flutti Samband íslenzkra sam- vinnufélaga starfsemi sína til Reykja- víkur. Um þetta segir Jónas Jónsson í bók sinni Islenzkir samvinnufélagar: „Eftir að höfn var byggð í Reykja- vík, símasamband og fastar skipa- göngur til útlanda, var heildsölu- verzlun landsins að flytjast til höfuð- staðarins. Forráðamenn félaganna sáu hvert þróunin stefndi í verzlun lands- ins. í Reykjavík hlaut að verða aðal- heimili íslenzkra kaupfélaga og kaup- mennsku“. Þessi tilvitnun segir með skýrum hætti hvaða grundvallaratriði ollu því, að öll verzlunar- og þjónustu- starfsemi landsmanna safnaðist saman í Reykjavík. Vafalaust hefðu for- ráðamenn Sambandsins helzt kosið, að aðalskrifstofan hefði verið stað- sett á Akureyri. Þetta viðhorf kem- ur greinilega fram í því, að samband- ið lagði áfram áherzlu á uppbyggingu Akureyrar sem iðnaðarmiðstöðvar, fyrir vinnslu afurða landbúnaðarins. Fyrst í röðinni er gærurotun á vegum Sambandsins 1923. Skinnasút- un var hafin 1932 og skógerð 1935. Þessi ártöl eru nefnd til að stikla á því stærsta í þróun Iðunnar. Sam- bandið kaupir ullarverksmiðjuna Gefjun 1930, Fataverksmiðjan Hekla er keypt 1946. Þessar þrjár verk- Heima er bezt 133

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.