Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 13
3. að þar sé gnægð lands, er nýkomendur geti numið ókeypis. 4. að þar sé atvinna svo næg, eða þá land svo agn- samt, að nýkomendur þurfi ekki að líða nauð í byrjuninni. 5. að skógur sé nægur til húsagjörða, smíða og elds- neytis, en þó eigi eintómt skóglendi, er torvelt sé að yrkja. 6. að íoftslag sé eigi alltof ólíkt því, sem á sér stað á íslandi, vor og haust blíðari, sumur lengri en eigi þó miklum mun heitari en þar er. 7. að landið liggi að sjó. 8. að það sé lagað til kvikfjárræktar, og að atvinnu- vegir, séu eigi gjörsamlega allir aðrir og ólíkir því, sem á sér stað á Islandi. Eigi nokkur von að vera í framtíð íslcnskrar nýlendu, þá er ómissandi: 9. að svo hagi til að Islendingar geti setið einir að landinu, án þess framandi þjóðir dreifi sér innan um þá. Óhætt mun að fullyrða að í þessu efni talar Jón fyr- ir munn mikils þorra útflytjenda. Auk þess að fá notið betri afkomu en heima fyrir, er þeim ríkast í hug, að fá setið einir að því landi, sem þeir nema, og að fá not- ið sem fyllst stjórnfrelsis, en slíkt var þá hvergi að finna meira en í Bandaríkjunum. Ræðir hann síðan kröfur þessar hverja fyrir sig og kemst að þeirri niðurstöðu, að Alaska fullnægi þeim flestum eða öllum betur en lönd þau, er þegar höfðu komið til tals fyrir íslenskar nýlendur, t. d. Nebraska og Nýja Skotland. Einkum dvelst honum við að lofts- lag sé líkt í Alaska og á Islandi, einnig að þar séu hag- felld sldlyrði til kvikfjárræktar og veiða. En íslending- ar kunni ekki til akuryrkju, né þeirra atvinnugreina, sem stundaðar séu suður í Bandaríkjunum. Þar þurfi allt að læra, en í „Alaska er hverjum auðgefið að lifa, þó hann stigi fæti á land þar allslaus að öðru öllu, ef hann hefir skotfæri og færi og öngul, öxi og tálguhníf með sér. Það segir sig sjálft að það sé betra að hafa meiri útbúnað. En sá sem hefir þetta þarf ekki að deyja úr harðrétti og hefir vísinn til komandi velmegunar í hendi sér.“ „íslendingum er auðgefið að byggja einir landið nú um sinn. En nái þeir þar fótfestu, þá eru þeir sjálfráðir, hvort þeir vilja halda því einir eða ekki.... Ef þeir byggja þar nú í fyrstu, þá fá þeir allt löggjafarvald landsins í hendur sér, því engir aðrir menn byggja þar nú nema ómenntaðir sltrælingjar, er eigi hafa borgara- leg réttindi. Þá er þeir hafa löggjafarvaldið (og það fá þeir þegar) þá gjöra þeir íslensku að þjóðartungu þess ríkis, og þeir hafa rétt til að gjöra þau lög, að enginn hafi þar atkvæðisrétt sem borgari í landinu, nema hann kunni íslensku. Þetta neyddi því hvern útlending, sem inn kæmi til að taka upp tungu og þar með þjóðerni þeirra og verða íslendingur.“ En hann bendir einnig á aðalagnúana, sem hann sá á landnámi íslendinga í Alaska, en þar er fyrst af öllu ferðakostnaðurinn þangað, en hann gerir sér vonir um Hluti af Alaska. Kodiak-eyja neðst á kortinu. að Bandaríkjastjóm muni hlaupa þar undir bagga. Þá er honum og ljós einangrun landsins og samgönguleysi innan lands og utan. En Jón Ólafsson dreymdi drauma stóra um framtíð íslendinga í Alaska. Hann setur dæmið upp svo, að ef t. d. 10 þúsund manns flyttust þangað næstu 15 árin, og fólksfjöldinn tvöfaldaðist á hverjum 25 árum, sem ekki væri ósennilegt í svo góðu landi, þá væru íslend- ingar þar orðnir 100 milljónir eftir 3—4 aldir „og mundu þá þekja allt meginlandið frá Hudsonflóa til Kyrra- hafs. Þeir gæm geymt tungu sína aukið hana og auðg- að af hennar eigin óþrjótandi rótum, og hver veit, ef til vill sem erfingjar hins mikla lands fyrir sunnan sig, smátt og smátt útbreitt hana með sér yfir þessa álfu og endurbætt hina afskræmdu ensku tungu“. „Já, þetta sýnist ráðleysurugl og villtir draumórar, og ég segi heldur ekki að svo verði, en ég segi að svo megi verða. Það er allsendis mögulegt.“ Og riti sínu lýkur hann með þessum orðum: „íslenskt þjóðerni á það ef til vill ólifað enn, að bera ægishjálm yfir megin- þjóðir þessa heims. Það er djarfur og fallegur draum- ur þetta. En það er komið undir vesturförum íslands sjálfum, hvort þessi draumur á að rætast eða eigi. Það hlæja eflaust mörg fífl að þessu. En heilagir spá- dómar, vísindi, trú, kristindómur, já allt sem fagurt og satt var í veröldinni, hefir sætt þeim forlögum, og hf- ir þó enn. Ég held það hafi aldrei neinn stór sannleik- ur í þessum heimi verið hleginn í hel.“ Margir lágu Jóni Ólafssyni á hálsi fyrir afskipti hans af þessum málum, og flestir töldu áætlanir hans draum- óra eina og skýjaborgir, eða jafnvel annað enn verra. Lítill vafi er þó á, að meðal íslenskra vesturfara dreymdi marga fagra framtíðardrauma um hið nýja íslenska Heima er bezt 411

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.