Heima er bezt - 01.12.1975, Blaðsíða 20
LAND-
NEMALÍF
OG VEIÐI
FERÐIR
ÆVIMINNINGAR GUÐJÓNS R. SIGURÐSSONAR
13. HLUTI
HANN VARÐ 110 ÁRA
Ég vil geta hér fyrst kaupniannsins í Thicked Port-
age. Hann hét Cowin. Það var stór og myndarlegur
maður og græddi víst góðan pening um tíma, þegar
hann var einn um verzlunina í Thicked Portage.
Hann átti víst glaðværa daga í The Pas, þegar hann
fór í bæinn, bæði til að lyfta sér upp og í verzlunar-
erindum. Þar kynntist hann konu sinni fyrst. Hún
var þá nýkomin frá Englandi og var auðvitað að
skima eftir manni. Leist henni vel á að krækja í þenn-
an karl. Hann virtist ekki vita, hvað hann ætti að
gera við peningana sína, eins og hann væri milljóna-
mæringur. En það var ekki óalgengt, að menn, sem
búnir voru að vera lengi einangraðir í norðrinu,
væru örir á aurana, og þekkti ég einn karl vel, sem
þannig var ástatt um. — En Cowin tók þessa konu
og hefur sjálfsagt gifst henni. Þá var karl sextugur
og hún bara tvítug. En Cowin var vinsæll hjá kven-
þjóðinni. Var sagt, að frúin hefði fundið hann í
ástarbrögðum við Indíánastúlku úti í skógi. Skamm-
aði hún þá karl, en hann kvaðst vera orðinn leiður
á henni. En konan var svo þrifin, að maður varð að
vera hreinn á fótum til að mega koma inn í búðina.
Cowin varð 110 ára gamall og verzlunin orðin að
engu, þegar hann dó. Var konunni kennt um. Hún
fór til Englands, gömul og fátæk, eftir lát manns
síns. Alenn, sem þekktu Cowin, minntust hans mcð
virðingu.
ROMM í FÖTU
Það vantaði rúmgott pláss til að dansa í, svo að við
tókum okkur saman og leigðum stórt og rúmgott
vöruhús Cowins. Gólfið var bara þykkir, brciðir
plankar, sem voru lagðir það slétt, að með því að
bræða vax og smyrja yfir allt gólfið, þá leit það út
eins og lakkað. En það var nokkuð hált og betra að
vera stöðugur á fótunum. Það voru nokkrir, sem
voru góðir að spila á fiðlu, gítar og júkkalilli, að
mig minnir. Og dansinn var stiginn af fjöri, að mér
fannst. En svo kom vinur okkar, John Johnson, með
fötu í hendi með einhverju í, sem var girnilegt á
litinn. Ausa var í fötunni.
„Hvað ertu með?“ spyr ég.
„Ó, það er gott við þorsta,“ svarar John. „Smakk-
aðu á.“
£g smakka á, þá var þetta bara ágætis romm. Svo
fengu allir að smakka á því, sem var í skjólunni, og
það lifnaði bæði yfir hljómsveitinni og dansinum.
Einn lítill karl var að dansa við eina gríðarstóra
dökka, og þau duttu á hinu ágæta gólfi. Heiður fyrir
okkur, sem höfðum gert gólfið svona ágætlega hált.
Svo tókum vð íslendingar lagið og sungum „ísland,
ísland.“ Síðan smáhvarf fólkið á braut.
Guðni Björnsson bauð okkur íslendingunum og
Hans Norman heim til sín. Var farið á bát yfir vík-
ina í vatninu út í eyjuna, þar sem Guðni bjó. Þar
átti hann nokkuð góðan bjór. Eða ætti maður að
kalla það mjöð? £g veit bara, að allir urðu býsna
kátir, og það var sungið, svo að bergmálaði um allt
vatnið í næturkyrrðinni. Það var lítil bryggja þarna,
sem við bundum litlu bátana okkar við. Þarna var
tilvalið að synda, og gerðu það nú allir, sem gátu
fleytt sér. Var þetta bæði góð skemmtun og hrcssing.
Meðal þeirra, sem syntu, var Böðvar Johnson fiski-
maður og mikill fiðluleikari. Þegar hann var að klæða
sig aftur í buxurnar og var að komast í seinni skálm-
ina, datt hann aftur á bak í vatnið, en fæturnir voru
samt uppi á bryggjunni. Hlupum við nú til tveir og
tókum í sinn fótinn hvor. En svo klaufalega vildi til,
að við héldum fótunum hátt, en maðurinn fór á kaf.
418 Heima er bezt