Heima er bezt - 01.12.1975, Síða 27

Heima er bezt - 01.12.1975, Síða 27
boðleg mönnum sem koma andlega þreyttir heim eftir vélarskrölt dagsins. Slíkt gæti verið, en gæti þá ekki hugsast að slík músík væri samin fyrir skáld og aðra listamenn svo að þeir gleymdu ekki hinni praktísku hlið lífsins? Engir hrósa þessari músík meir en skáld og listamenn — og þeir láta gjarnan mynda sig með tón- skáldinu, því til frekari hvatningar og uppörvunar. Áreiðanlega er misjafnt hvernig öll þessi andlega iðja orkar á hvern og einn, og ekki skortir ráðleggingar hinna skilningsríku til hinna sldlningssljóu. Hlustaðu og horfðu er sagt. Þó er það ýkjulaust að margir góð- kunningjar mínir hafa nautn af því að hlusta á klass- íska tónlist „gömlu meistaranna“. Þeim hlýtur að vera alvara því aldrei auglýsa þeir þennan áhuga sinn; ég veit bara um hann af því ég þekki þá. Öðru máli gegnir með mig þótt ekki hafi vantað að ég væri eins og hundur í margs konar menningarher- ferðum. 1 þau fáu skipti sem ég hef farið á klassíska tónleika hef ég tamið mér afar ábúðarmildð fas um leið og ég geng í salinn. Ég hef líka orðið þess var, svona útundan mér, að fólk hefur álitið að þarna gengi tón- listin holdi klædd. — Og manna duglegastur var ég við það að klappa að tónverki loknu. Þessi mikli klappáhugi fór þó alveg með mig að lokum, því eitt sinn henti það mig að ég fór að klappa í tónhléi á víð- kunnu tónverki (áleit að því væri lokið) og sessunaut- ar fóru að ýta í mig og sussa á mig. En neyðin kennir naktri konu að spinna. Á svona tónleikum er alltaf fólk sem þekkir út og inn tónverkin sem flutt eru. Þess konar fólk leita ég nú uppi í salnum og klappa aldrei fyrr en það klappar og það örlítið á eftir. Nú álíta margir að ég sé alveg í leiðslu af hrifningu, og því komi klapp mitt svona seint. í dagblaði nokkru las ég hljómplötugagnrýni eftir ungan tónlistar-vitmann. Hann var að lýsa ánægju sinni á nýrri „L.P.-plötu“ hljómsveitarinnar Þokkabótar. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að félagar þessarar hljómsveitar hefðu með þessari plötu sldpað sér í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna. Síðan sagði hann m. a.: „í sólarhring þykir mér Þokkabók takast best upp og er verldð í heild mjög áheyrilegt. Athygli vekur látlaus hljóðfæraleikur, einfaldur í sniðum og vandað- ur. Hvarvetna er reynt að segja sem mest í tónum og textinn fyllir út þá mynd sem tónarnir hafa dregið upp. Sé hlustað með eftirtekt á öll þau tóntákn sem hér er að finna, má sjá skýra en um leið nokkuð frum- lega mynd af sólarhringnum.“ Hér segir sá sem vit hefur á að ekki sé nóg að hlusta heldur verður fólk líka að sjá. Og oft hef ég reynt að sjá eitthvað þegar ég hlusta á músík — en aldrei tekist það. Ég hef spurt tónlistarunnendur, kunningja mína, hvað þeir sæju, en þeir hafa bara hlegið að mér. Ann- ars er best að taka það fram að ofangreind ummæli eiga við lag sem heitir Sólarhringur. Ég skildi klaus- una þannig í fyrstu að frægð þessarar ágætu hljóm- sveitar. Þokkabótar, hefði aðeins staðið yfir í einn sól- arhring og þótti það skammur frægðartími jafn snjallra manna, en svo sá ég að vinur minn prentvillupúkinn hafði laumað inn litlum staf þar sem átti að vera stór að ritvenju sérnafna. Frægð þessarar hljómsveitar var- ir því enn eftir því sem best verður vitað, enda fann hún upp „hjólhestataktinn“ sem mun vera nýr músík- taktur, og vekur vonir og eftirvæntingu. Jafnhliða hinni miklu grósku í hvers konar listiðju hefur smám saman risið upp ný stétt manna sem virðist komast sæmilega af við að benda fólki á hvar listar sé að leita og hvar sé best að hafa hana í felum. Yfirþyrm- andi mælska, orðgnótt og þekking þessara manna er slík að það listaverk sem þeir lýsa hverfur en þeir standa eftir sem listaverkið sjálft. I fyrstunni hélt ég að þessir ágætu menn væru að gera einfalt mál flókið, en eftir að þeir hcilaþvoðu mig finnst mér ég hafa haft þá fyrir rangri sök. Ég finn það nú að öll sú skemmtan, harma- bætur og orðlausu hræringar sem ég þóttist finna í brjósti mínu við lestur sumra skáldverka var blekking- in einber. Hér hef ég fyrst og fremst í huga Vöku- þáttinn í sjónvarpinu sem ég aldrei set mig úr færi að hlusta á — og sjá. Aldrei fyrr hef ég áttað mig á hvað ljóðið hefur margar ásjónur og er í rauninni mikil sálarflækja. Allt mögulegt hafði ég auðvitað heyrt um ljóðið, en nú bættist við að það getur verið innhverft og úthverft, — innhverft og þó augljóslega opið — og það alveg opið í gegn svo auðvelt á að vera að kíkja á innhverfuna á því. Órímuð ljóð höfðu mér aldrei hugnast, átti bágt með að muna þau og ég tafsaði setningarnar og fékk hiksta sökum skilningsleysis. Eitt sinn leit ég í ljóðabók velþekkts ljóðskálds. Ég var áreiðanlega alveg áhugalaus fyrir efninu uns ég rak augun í eftirfarandi: Samt héldum við áfram í kaupstað — á tveim kinnhestum. Það er bara svona, kinnhestar, hugsaði ég með mér. Ætli skáldið sé hestamaður og stundi kynbætur og hafi farist svo óhönduglega að afkvæmin séu afar vamb- miklir hestar sem hann í ljóðrænni hugsun nefni kinn- hesta? Ekki kom þessi tilgáta heim við lífsferil skálds- ins, við könnun. — Nú — ef til vill er skáldið með ein- hverja gamla sögu í huga? T. d. um kerlingarforka sem ráku framtakslitlum eiginmönnum sinn undir hvom svo þeir dröttuðust í kaupstað eftir nauðsynjum? Og kinn- hestarnir hafa verið það kröftuglega útilátnir að körl- um fannst þeir frekar ríða á þeim í kaupstaðinn en drógunum sem lötruðu undir þeim? Sennilegasta skýr- ingin fannst mér þessi. En undir Vökuþætti rann það upp fyrir mér að þetta var ekki svona. Svona ljóðhendingar, og aðrar svipað- ar, eru eingöngu afstæður skáldskapur, innhverfur og alveg opinn í gegn í hugmyndaauðgi sinni. Mér fannst skyndilega sem ég stæði í miðju ljóðlistarinnar, og ég hef ekki afráðið það enn út um hvort opið ég ætti að skríða, ef ég þá hreyfi mig nokkuð. Heima er bezt 425

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.