Heima er bezt - 01.06.1977, Síða 6
Ragna Sigurðardóttir 1939.
minnar, sama hver í hlut átti og þó um bráðókunnugt
fólk væri að ræða.
— F.n segðu mér eitthvað frá vkkur krökkunum. Það
hafa væntanlega verið fleiri börn á staðnum en þið
svstkinin fjögur?
— Já, við höfum verið svona fimmtán að vetrinum
og fleiri á sumrin. Yið höfðum alltaf fastan heimilis-
kennara á veturna, þessi krakkahópur, en á sumrin und-
um við okkur oft langtímum saman fvrir ofan Prests-
sctrið. Þar áttum við miklar bvggingar og rákum stórbú.
— Yar prestur á staðnum um þetta leyti?
— Nci, þetta var örnefni, líkt og Gvendarskál.
— Helga svstir þín, þáverandi skólastjóri Húsmæðra-
kcnnaraskóla íslands, sagði mér eitt sinn frá því er hún
stóð upp á hundaþúfu norður á Hólum, lítil hnáta, og
hélt fvrirlestur um bakstur á drullukökum vfir hinum
krökkunum. F.f til vill hcfur þessi fvrirlestur verið hald-
inn þarna hjá Prestssetrinu?
— Það cr mjíig sennilegt. \ ið vorum alltaf að svsla
við að búa til mat uppi í búi undir stjórn Helgu svstur.
— Fr þctta ekki furðulegt? Þið hafið greinilega haft
kiillun til vissra starfa þcgar í bernsku, svsturnar.
Hvcrnig var þcssu varið mcð bræður þína?
— Ja, Páll bróðir minn var strax alvcg galinn í hest-
um. Þegar við fóruni í hcstalciki þá var það hann sem
réði, annað kom ekki til greina. Og það var eitt, sem var
afar skrýtið við Palla, hann lærði að reikna með því
að setja tölurnar í samband við götin á skeifunum.
— Hann hefur þá hugsað sem svo, að einn gangur
væri fjórum sinnum sex.
— Einmitt. F.ru ekki alltaf sex göt á skeifunum? Það
var Lilja Sigurðardóttir, frá Víðivöllum í Skagafirði,
sem varð fvrst til að taka eftir þessu. Hún var þá heim-
iliskennari hjá okkur og mikið var henni skemmt þegar
hún uppgötvaði það einn daginn, að Palli gat ekki reikn-
að nema í skeifum. Hún hló og hló.
— Ekki hefur hana þá geta grunað, að þessi ungi
nemandi hennar ætti eftir að verða einhver þekktasti
hestamaður landsins.
— Það er fráleitt. En Lilja var stórmerk kona og góð.
Hún er látin fvrir nokkrum árum.
— En hvað segir þú um Ingimar, var líka hægt að sjá
hvað í honum bjó, þegar hann var barn? Hann hefur
ekki verið að leika sér að fíflum og sólevjum öðru frem-
ur?
— Þá má vel vera, þó ég minnist þess nú ekki í svip-
inn. Hann tók að vísu rækilega heima í blómagarðin-
um einu sinni, því hann var nærri druknaður í brunni
sem þar var. Ég glevmi því aldrei þegar stúlkur komu
með Ingimar meðvitundarlausan inn til móður minnar.
Síðan hef ég verið svo vatnshrædd, að ég hef aldrei
þorð að vaða dvpra en upp í mitti. Og ég hef aldrei
getað lært að svnda.
— Yonandi kemur það ekki að sök, þú ættir að geta
komist til Kanaríevja fvrir því. En segðu mér eitt, voru
ekki einhverjar skemmtanir í sambandi við Bændaskól-
ann á Hólum?
— Það var til að mvnda dansað um hverja helgi úti
í leikfimisalnum, sem var í sérstöku húsi. Við fengum
leyfi til að fara á þessi helgarböll, svsturnar, þegar við
vorum farnar að vaxa úr grasi. Það var alltaf skortur á
kvenfólki í dansinum.
— Og þeir hafa boðið vkkur upp, piltarnir, þótt þið
væruð ekki háar í loftinu?
— Já, já, okkur þótti þetta lifandis ósköp gaman.
Mér er þó minnisstætt eitt laugardagskvöld, ætli ég hafi
ekki verið á níunda árinu. Ég hafði setið lengi úti í húsi
og vcrmt bekkina, en aldrei kom ncinn til þess að bjóða
mér upp. Helga svstir var á gólfinu, en hún var líka
tveimur árum eldri en ég. Loks þoldi ég ekki mátið,
hljóp sem fætur toguðu inn í hús til mömmu og hróp-
aði, öskrandi af reiði: „Þeir vilja ekki dansa við mig
helvítis strákarnir“. Móðir mín horfði á mig litla stund,
steinþegjandi og undrandi á svipinn. Þetta var í fvrsta
sinn, sem hún hevrði blótsyrði af mínum vörum.
Nú, svo var það Þorrablótið, þá var nii aldeilis líf í
tuskunum. Það kvöld var fjölmennt heim til Hóla, fólk
kom frá bæjunum í dalnum og víðar að, jafnvel frá
Sauðárkróki og utan úr Fljótum. Gleðin byrjaði alltaf
klukkan níu að kvöldi. Það voru haldnar stuttar ræð-
ur, lesið upp, leikið og sungið. Svo var dansað til klukk-
an tíu að morgni og spilað á tvær harmoníkur allan
tímann.
186 //cima er bezt