Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1977, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.06.1977, Qupperneq 32
I VILLTU VESTRI VIÐ GULL NÁMUR ÆVIMINNINGAR GUÐJÓNS R. SIGURÐSSONAR 31. HLUTI STÖÐUGT STRIT. Ég vann um tíma við brúarsmíðina, en mátti vinna annars staðar, ef mér líkaði það betur. En svo komst ég í að brýna sagir fyrir trésmiðina og vann að því í nokkra mánuði. Undi ég hag mínum vel. Það var mikið fyrirtæki að byggja vatnslögnina. Það þurfti að leggja 30 cm rör margar mílur. Var því í mörg horn að líta fyrir yfirmenn. Sumir verkamenn stærðu sig af að fá borgað fyrir 18 tíma á sólarhring, þótt þeir svæfu í mosanum tímunum saman, án þess að uppvíst yrði. Alargir urðu leiðir á forinni og þræl- dómnum alla daga. Einn trésmiðanna, sem búinn var að vinna lengi í mínum flokki, heiintaði að fá að hætta. Kvaðst hann vera ákveðinn í að fara á styrju- veiðar. En fyrst sagðist hann þurfa að fara til Winni- peg. Ég bað hann að skila kveðju minni til allra þar í borg. En mig grunaði, að hann kæmist aldrei þang- að. Og sá grunur minn rættist. Hann komst aðeins til The Pas, lenti þar á fylliríi og varð skjótt blankur. Hann kom aldrei aftur til Thompson. Menn urðu oft leiðir á þessari stöðugu vinnu og tilbrevtingarleysi. Sex mánuðir urðu nóg fyrir mig, °g ég fékk að fara með flugvél til Thicket Portage, síðan til Winnipeg með eimlest. Þetta stöðuga strit fór svo í taugarnar á mér, að það leið mánuður, þar til mig langaði aftur til að hefja vinnu. Ég bjó á Leeland hóteli í Winnipeg. En þar eru íslendingar tíðir gestir. Þar kynntist ég gömlum trésmið, Karli Vopna. Hann hafði svo gaman af að syngja íslenzka söngva. Skemmtum við okkur vel, þótt hvorugur hefði lært söng. MISSTI AF LESTINNI. Ég frétti af miklum húsabyggingum austur í Ontaríófylki. Vildi ég nú reyna að komast þangað og kynnast Kanada betur. Keypti ég farseðil og hugðist fara eitt kvöld. Vopni gamli sagðist oft hafa ferðast þessa sömu leið í eimlest, sem alltaf færi á sama tíma, klukkan átta að kvöldi. En þeir sögðu mér, að hún færi klukkan sjö. „Það er vitleysa,“ segir Vopni. „Ég fer með þér á stöðina og sé um, að þú komist í rétta eimlest. Hafðu ekki áhyggjur af því.“ Og ég trúði honum. Við fórum svo til járnbrautarstöðvarinnar. „Það er nú klukkutími, þar til lestin fer,“ segir Vopni, „komdu, ég kaupi 2 flöskur af bjór, og við spjöllum saman um stund.“ En svo fór, að lestin var farin fyrir klukkutíma. Var Vopni mjög eyðilagður yfir þessu, og ég varð mjög byrstur við hann. „Þú kaupir mér þá hótelherbergi,“ sagði ég. „Já, þó það nú væri,“ segir hann. „Það má ekki minna vera.“ Svo bauð ég Vopna upp í hótelher- bergið, og við tókum lagið tvisvar eða þrisvar. Fór svo íslendingurinn gamli ánægður heim. Það var ég, sem borgaði herbergið. Vopni var þá orðinn átt- ræður. Ég var óánægður með kaup og kjör við húsabygg- ingarnar í Ontaríófylki og dvaldist þar aðeins í einn mánuð. Fór svo vestur til Edmonton. Ég sendi skeyti til kunningja míns, sem var að byggja heil- mikið í Fort Smith fyrir ríkið. Vann ég svo þar við útibyggingar, þar til kólnaði í veðri, síðan við inn- réttingar fram í október. Þar sá ég vísund í fyrsta sinni. Það var stór skepna, boli, sem ekki kærði sig um að víkja af veginum, sem við komum eftir á vöru- bíl. Við biðum um stund, þar til boli labbaði hægt í burtu. Þarna voru nokkur hundruð friðaðra vísunda. 212 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.