Heima er bezt - 01.06.1977, Side 37

Heima er bezt - 01.06.1977, Side 37
e.ftir beint ofan í vökina, en hann sat enn uppi á ísskör- ínni. Varð mér þá fyrst fyrir að komast fram fyrir klárinn og reyna halda honum kyrrum meðan ég losaði hann frá sleðanum. Tókst mér það eftir nokkurt þóf, sleppti ég þá klárnum, sem þegar svamlaði upp úr, og var þegar horfinn út í hríðina. Varð mér þá næst fyrir að forða sleðanum frá því að renna ofaní vökina, þar sem hann sat á ísbrúninni. Ég reyndi að ýta honum frá skörinni en orkaði ekki að þoka honum til baka, og reyndi ég þá að snúa honum til hliðar, ef vera mætti að þannig tækist mér að koma sleðanum fjær. Þar sem ég nú hef hreyft hann í hálfhring, þá brestur skörin und- an þeirri meiðinni, er að mér snýr svo nú situr hann aðeins á annarri meiðinni upp á ísnum, en ég verð að hlaupa undir hinn helminginn, svo að allt færi ekki of- an í vatnið. Nú, þar sem ég stend þarna niðri í vatninu upp í mitti með báðar hendur fastar undir hálfum sleðanum, verð- ur mér fyrst fyrir að hrópa á hjálp ef einhver kvnni að heyra, en finn brátt að slíkt tjóar ekki, því að ég kóln allur upp og hætti að finna fyrir höndunum sem héldu uppi sleðameiðinni, enda kominn í mig kulda- skjálfti. Var nú um annað ekkert að ræða en sleppa taki og lofa sleðanum með því sem á honum var að velta ofan í vökina. Er ég var í slíkum örvæntingar hugleiðingum, kemur yfir mig slíkt ofurmannlegt afl, sem ég hafði ekki fund- ið fyrir áður, ég beygi mig niður og ofan í vatnið, þannig að öxlin kemur undir sleðann, rétti ég mig síðan upp með því afli og svo snöggt að sleðinn skuttlast langt burtu frá vökinni og var þar með borgið. Hraða ég nú för minni heim til bæjar til að fá hjálp, var það auðsótt því að nú voru allir komnir á fætur, og farnir að undrast um mig. Hleyp ég því næst til hesthússins, en þar hýmdi sá ljósi undir vegg. í staðinn fyrir að taka hann aftur, þá tek ég nú Glóa, í þeirri trú, að þá muni allt ganga farsællega. Var það nokkuð jafn snemma, að ég er kominn með Glóa út á eyrina og hjálparmenn mínir koma, sem voru faðir minn og mágur. Kom okk- ur strax saman um að ekki væri varlegt að fara með hestinn yfir ána, því að ísinn væri það ótraustur, og ef hann brysti meira niður, þá væri vonlaust að ná sleðan- um yfir, var það því að ráði að hafa hestinn kyrran uppi á eyrinni en festa heldur löng bönd frá honum yfir ána í sleðann ef vera mætti, að hann rynni í einu átaki yfir farveginn. Var nú allt búið út sem bezt mátti og Glóa því næst gefið merki að nú skyldi hann bjarga málinu í höfn, sem hann og gerði, á svo örugglegan hátt, að sleðinn kom yfir til okkar eins og fis væri. Þegar hér var komið sögu, skipaði faðir minn mér að fara sem skjótast heim, því að hann óttaðist um, að ég mundi veikjast af allri þessari vosbúð, enda stóðu öll föt mín eins og stokkur, því að svo voru þau frosin, er heim til bæjar kom. Móðir mín tók á móti mér með allri sinni hlýju og umönnun, klæddi mig úr öllum fötum ofan í rúm, lét mig drekka heita mjólk og taka inn ýmsa hitagjafa, fékk ég í fyrstu köldu, en hresstist fljótt, og var alveg búinn að ná mér er á daginn leið. Faðir minn kom sleðanum heim á hlað og orgelinu ásamt öllum flutningnum inn í bæinn. Reyndist allt vera óskemmt og farsællega í höfn komið. Bróðir minn varð glaður og hamingjusamur, þegar hann síðar fór hönaum um hljóðfæri sitt, sem síðan hefur reynst vel og veitt honum margar ánægjustundir, öll þau tæp fimmtíu ár sem síðan eru liðin. Skrifað síðla vetrar 1977. Bókaútgáfa á Akureyri Framhald af bls. 195 .... ■ sínum gegn þeirri óheillaþróun en í bókagerð og bóka- útgáfu á Akureyri. Athyglisvert er hve fáir bókaútgefendur hér hafa haft bókaútgáfu að meginstarfi, segir það sína sögu. Margt er hér ósagt látið, t. d. hefði verið fróðlegt að kanna þátt norðlenskra rithöfunda í bókagerð á Akur- eyri og ýmislegt fleira. En einhversstaðar verður að nema staðar, og læt ég því þessu spjalli lokið. Uppistaðan í grein þessari er erindi, sem ég flutti á Bókaþingi sem haldið var á Akureyri vorið 1976 af Félagi íslenskra bóka- útgefenda, ber hún þess merki í því að víða er fljótar farið yfir sögu en ella mundi. Yerðbólgan og heimilin Framhald af bls. 183 ..... ur því að tilfinningin fyrir eignarréttinum glatast, en sjálfir verða unglingarnir, þegar þeir vaxa úr grasi, að taka virkan þátt í hrunadansi verðbólgunnar, þeir verða með einhverjum ráðum að fylla upp tómið, sem hið auða heimili hefir skapað. En hvernig má rekja þetta allt til verðbólgunnar? Einfaldlega þannig að hún hefir brjálað öllu réttu mati á verðmætum. Hún hefir skapað kviksyndi efnahags- lífsins, bæði einstaklinganna og þjóðarinnar. Þótt vér gerum það oss ekki ljóst vex upp sú tilfinning innra, að grundvöllurinn sé ótraustur og allt glysið sé í raun- inni hégómi, og ytri gylling. Þannig verður gervi- mennskan, falsið, bakgrunnur tilverunnar og út frá hon- um sex spillingin og grefur um sig, uns öllu er glatað. Verðbólgan hefir hrundið þjóðinni út í skef jalaust kapp- hkiup eftir ímynduðum gæðum. Það kapphlaup er smám saman að sundra heimilunum, og þegar þau falla í rúst- ir, hverjir eru þá hornsteinar þjóðfélagsins. St. Std. Heima er bezt 217

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.