Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1977, Qupperneq 48

Heima er bezt - 01.06.1977, Qupperneq 48
aður 2000—3000 manns. Hér er því ekki lengur um þorp að ræða heldur borgrlki, hið elsta, sem vér þekkj- um. Það virðist fráleitt að svo fjölmennt samfélag hafi lifað af veiðum á sjó og landi. Að vísu bera beinafundir vitni um dýraveiðar, þar eru m. a. gasellubein, en akur- yrkjan hlýtur að hafa verið undirstöðu atvinnuvegurinn. Minjarnar staðfesta þetta. í öllum þeim kynstrum af tinnuáhöldum, sem þarna finnast, flísum, örvaroddum, sköfum og borum, finnast einnig sagtenntar sigðir. Meðal búáhalda eru mortél og kefliskvarnir. Nokkurri furðu gegnir, að ekki hafa fund- ist þar axir, hakar eða önnur jarðyrkjuverkfæri. Eðli- legt er að þar finnist smá konumyndir, sem tákn þeirr- ar frjósemisdýrkunar, sem að öllum jafnaði verður til í akuryrkjusamfélögum. Kathleen Kenyon hyggur, að Jórdandalurinn, ef til vill ásamt næsta nágrenni hafi verið landsvæði, þar sem skilyrði fyrir fastri bólfestu hafi verið mjög hagstæð á mótum síðjökultíma og nútíma. Hún leggur áherslu á, að ég hygg með réttu, að þar hafi verið byrjað smátt á mörgum stöðum, mætti ef til vill orða það svo, að hinn mikli straumur menningarinnar hafi til orðið af ótalmörgum smákvíslum, sem áttu upptök sín í óiíku umhverfi. Vér vitum ekki, hvort Jeríkó hefir verið sjálfstæð þróunarmiðstöð. Ef til vill er sönnunargögn að finna um breytinguna yfir í akuryrkjusamfélag í mannvistarlögum lítils þorps þar í grenndinni. En víst er, að Jeríkó hefir mjög snemma orðið mikilvægur staður, og þar hefir þróast elsta borgarsamfélag ný- steinaldar, sem vér þekkjum. Kathleen Kenyon hefir gert Jórdandalinn með Jeríkó að miðdepli, samskonar vaxtarsvæði og Braidwood gerði úr hlíðabelti sínu. Braidwood hefir ekki viljað samþykkja þetta, en Kath- Ieen Kenyon hefir fengið stuðning úr öðrum áttum. En svo mikið er víst, að fundirnir við Jeríkó, hafa kennt oss að fara gætilega í sakirnar, með að fella upphaf ak- uryrkjunnar inn í fast ákveðið mynstur. Hlíðar og vinj- ar hafa hvorttveggja verið mikilvæg í breytingunni frá veiðimannalífinu yfir í akuryrkjusamfélag. Fleiri rannsóknir benda í sömu átt. Á þingi forn- leifafræðinga í Prag 1966 skýrði Rússinn Massov frá elstu nýsteinaldar menningarvinjum, frá 5. árþúsundi f. Kr., sem hann hafði kannað í Turkmenistan. Hann heldur fast fram líkunum fyrir því, að um mörg upp- hafssvæði sé að ræða, og að hvert þeirra hafi haft sína siði og menningarerfðir. Þannig verður Norður-Irak með hlíðum Braidwoods eitt svæðið, mið-Iran og Suð- vestur-Asía annað og Sýrland og Kilikia hið þriðja. Enn er óvíst hvort Jórdandalurinn með Jeríkó heyrir til Sýrlandssvæðinu eða er sjálfstætt miðsvæði. Eftir því, sem best verður séð, hafa jarðyrkjusvæðin í Vestur- Asíu risið upp á mörgum stöðum. Kjarnasvæða kenning Braidwoods gefur enga fulla skilgreiningu á þeim öflum, sem hrinda af stað jarð- ræktarhreyfingunni, og hann skýrir á engan hátt, hversu þau öll kynnu að verk. Hann hefir verið gagnrýndur mjög fyrir þetta einkum af ameríska mannfræðingnum Binford. Binford heldur því fram að breytingin frá safnara- stiginu yfir á jarðyrkjustigið eigi rætur að rekja til sveiflna í fólksfjölda, og sé knúin fram af snöggri aukn- ingu fólksins, þannig að innflutningur nýrra flokka hafi truflað jafnvægið í fæðuöfluninni, sem skapað hafi fæðuskort. Innstreymi fólksins hefði stafað af offjölgun á nálægum svæðum, einkum við strendur og meðfram ám, þar sem menn lifðu á því, sem fékkst úr vatninu, þar sem eðlilegt var að sköpuðust fastir bólstaðir. Ef fólksflutningurinn til nágrannhéraðsins var svo mikill, að fólksfjöldinn varð meiri en svo, að unnt væri að afla nægrar fæðu, skapaðist neyðarástand, sem knúði menn til að leita nýrra ráða til fæðuöflunar, og þá hófust til- raunir með að rækta plöntur til matar og temja dýr. Samkvæmt kenningu Binfords hefðu þá elstu minj- arnar um akuryrkju og kvikfjárrækt í hinum nálægu Austurlöndum átt að finnast í héröðum, sem lágu að svæðum, þar sem fólk hafði tekið sér fasta bústaði og lifði á fiskiveiðum og sem safnarar. Sönnun fyrir þessu þóttist hann finna í Jeríkóbyggðinni. Þar liggur bvggð- in, sem er frá byrjun nýsteinaldar, að svæði, þar sem fundist hafa bólstaðir frá síð-miðsteinöld, þar sem fólk- ið lifði aðallega á fiski og veiðum. Húsaleifar, sem þar • hafa fundist, benda á nokkurnveginn fasta bústaði. Ef fólki hefði fjölgað mjög á þessu svæði, svo þröngt varð í búi, gat svo farið að hópar leituðu brott og kæmust þá inn í lönd Jeríkómanna, svo að jafnvægið í bvggðinni þar hefði raskast, og um leið jarðyrkjuhreyfingin hafist. Enda þótt kenning Binfords geti sums staðar átt við, þá þarf að athuga margt áður en hún verði fyllilega viðurkennd. Það er að minnsta kosti ekki trúlegt, að með henni sé fenginn allsherjarlykill að vandamálinu, um hversu jarðyrkja hófst. Það er t. d. erfitt að ætla að hún gefi svar við því, hvernig nýsteinaldar lifnaðar- hættir hófust á kjarnasvæði Braidwoods í hlíðum Zag- rosfjalla í Iran, þar sem öll viðhorf eru gjörólík því sem er í Jórdandalnum. Eitt meðal annars, sem gagnrýnt verður hjá Binford er hve lítið tillit hann tekur til umhverfisins, í sambandi við hin nýju viðhorf til jarðyrkju og kvikfjárræktar. Það verður að ætla, að í þeim héröðum, sem vér get- um vænst að finna minjar um elstu jarðyrkjuna, sé að finna tegundir plantna og dýra, sem orðið gætu undir- staða matvælaöflunarinnar. Sá þáttur er að minnsta kosti jafnmikilvægur og fólksfjöldinn. Þar sem Braidwood taldi að elstu jarðyrkjusamfélögin hefðu orðið til vegna undanfarandi þróunar, þegar fyll- ing tímans kom, þá var Binford það ljóst frá upphafi að upphaf jarðyrkjunnar stafaði af tilteknum þáttum, sem nauðsyn var að gera sér grein fyrir. í því liggur megin- gildi kenningar hans. Af þessum þáttum hafa fólksfjölg- un og umhverfi þegar verið nefndir, en bæta mætti þeim þriðja við, það er tækniþróun, sem gerði það kleift að nytja tilteknar tegundir plantna og dýra til mataröflunar. Á síðustu áratugum hefir ótalmargt verið leitt í ljós við fornleifarannsóknir, sem gjörbeytt hefir mörgu, sem talið var gott og gilt fyrir 20 árum síðan, þegar 228 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.