Heima er bezt - 01.10.1983, Side 8
Bjöm Guðmundsson, bóndi í Lóni, faðir Bjargar.
hve mikið sem við lá. Faðir minn fór eitt sinn suður og
þrúkkaði í leiðinni heilmikið við Innflutningsnefnd, en það
var eilíft, afhöggvið og þverskorið NEI. Svo auglýsti maður
nokkur harmoníum til sölu, og pabbi og Árni gerðu út um
þetta í hvelli.
Seinni part vetrar 1944 var ég stödd austur í Öxarfirði
með nokkra byrjendur í organleik, sem ég var að myndast
við að kenna. Þá var Páll ísólfsson með Þjóðkórsþættina í
útvarpinu og auglýsti eitt kvöldið, að nú væri að hefjast
samkeppni á vegum Ríkisútvarpsins um það, hver kynni
flest sönglög. Ekki heyrði ég þáttinn, en Páll Þorleifsson, þá
prestur á Skinnastað, hringdi í mig til að láta mig vita af
honum og eggjaði mig hreinlega lögeggjan. Fullyrti hann
að ég hlyti að vinna svona keppni. Ekki bjóst ég nú við því,
en skellti mér samt.
Ég þekkti talsvert af lögum og fór nú að grennslast eftir
því, hvernig kunnátta væri. Síðan skrifaði ég upp á lista öll
þau lög, sem ég kunni og hafði tök á að læra til viðbótar, og
sendi listann suður. Ekki bjóst ég við því að heyra meira um
þetta. En loks er talað við mig að sunnan, það var Þórleif
Norland. Okkur talaðist svo til, að við mundum hittast á
Akureyri, og prófaði hún mig þar sumarið 1946 eina þrjá
daga í röð. Þórleif nefndi lögin og ég spilaði eins og ég gat
og söng undir. Til þess að hafa eitthvert vitni kvaddi hún
Áskel Snorrason á vettvang einn daganna. Prófið fór fram í
húsi Steingríms Jónssonar, sem lengi var bæjarfógeti á
Akureyri, en þar var píanó sem ég notaði. Ekki voru aðrir
prófaðir á Akureyri, en um veturinn skýrði Páll ísólfsson
svo frá úrslitununum í útvarpinu. Tveir listar af þeim, sem
borist höfðu, voru langhæstir, annan listann átti Friðrik
Hjartar en hinn átti ég. Það var því látið nægja að prófa
okkur tvö, þar sem við höfðum þessa sérstöðu. Eftir þvísem
ég hef heyrt, voru listarnir okkar Friðriks svipaðir að lengd,
en eitthvað hefur borið á milli, því ákveðið var að ég hlyti
fyrstu verðlaun. Það stóð ekkert í mér, sem á listanum var.
Þórleif hafði reyndar gefið mér það í skyn eftir prófið, að
hún þættist viss um sigur minn. Árni bróðir minn hringdi
svo í mig um haustið og sagði mér frá þessu, áður en úrslitin
Bróðir Bjargar, Guðmundur Björnsson, bjó í Lóni meira en
hálfa öld. Hér er hann með konu sinni Friðriku Jónsdóttur og
börnum þeirra. Frá vinstri: Jón, Guðrún Sigríður og Björn.
Synirnir búa í Lóni, en Guðrún í Ólafsvík.
Sigurveig Björnsdóttir, húsfreyja í Lóni.
ArngrímurBjörnsson, læknir.
Árni Björnsson, tónskáld.
316 Heima er bezt