Heima er bezt - 01.10.1983, Síða 10

Heima er bezt - 01.10.1983, Síða 10
hún hafði einhver þau áhrif á mig, eins og fleira sem maður rekst á, að maður fer að hugsa með sjálfum sér: „Ja, þetta má ekki vera laglaust“. Lagið við versið bókstaflega flaug upp í fangið á mér, og ég flýtti mér að skrifa það niður. Þótt ég segi sjálf frá, og það kunni að þykja raupkennt, þá held ég að það hafi verið nokkuð vinsælt. CjTaman hef ég af vel gerðum skáldskap og sniðugum vísum, en yrki ekki sjálf. Það er oft erfitt að gera upp á milli skálda, en þegar ég tók þátt í söngvakeppninni sællar minningar, þá held ég að Matthías Jochumsson og Stein- grímur Thorsteinsson hafi átt flesta textana sem ég fór með. Ég stjórnaði kórum í Húnavatnssýslu eða leiðbeindi, þessi ár sem ég kenndi við Reykjaskóla. Ég kom við sögu í Staðarkirkju, í Víðidal, á Blönduósi og víðar. Ég hef eitt sinn starfað úti í Hrísey, því þar var organistalaust, og var ég beðin að æfa dálítið af lögum, sem menn gætu verið fljótir að grípa til, ef á þyrfti að halda. Organistinn var fenginn úr landi og hann hafði ekki tíma til að æfa lög alveg frá byrjun með fólkinu. Ég kom þá lika við á Árskógsströnd og í Grímsey. Einu sinni lenti ég frammi í Bárðardal við svona leiðbeiningastörf í tónlistinni. Hið magnaða tónverk Sibeliusar, ,,Finlandia“, endurómaroft frá hljóðfærinu hennar Bjargar í litla svefnherberginu heima í Lóni. Árni útsetti það sérstaklega fyrir hana. Finnskum gestum í Skálholti brá eitt sinn hressilega í brún, er þeir urðu vitni að því að þessi hógværa íslenska sveitakona úr einu af- skekktasta héraði landsins skilaði Finlandiu með glæsibrag gegnum orgel Skálholtskirkju. Mynd: Ó.H.T Orgelin geta verið í misjöfnu ástandi, þótt yfirleitt séu þau alveg ágæt. Sumar kirkjur hafa líka fengið ný hljóðfæri síðustu ár, og þá jafnvel rafmagnsorgel, eins og til dæmis Snartarstaðakirkja hérna í Öxarfirði. Ég er nú ekki fyllilega sátt við hljóminn í rafmagnsorgelum sem kirkjuhljóðfær- um, en sumir eins og Ragnar Helgason, sem lengi var organisti þar, náðu ágætum árangri og fallegu hljóði úr því. Ég var nú fengin stöku sinnum til að spila á þetta raf- magnsorgel. Oftast nær slapp ég slysalaust frá því, en var aldrei laus við svolitla hræðslu. Ef maður lendir á tromm- unum getur gamanið gránað. Og nú er víst búið að skipta um á nýjan leik í Snartarstaðakirkju og fá venjulegt orgel. Mér skilst að það sé verið að hverfa frá því að hafa rafmagnshljóðfæri í kirkjum og söngmálastjóri Þjóðkirkj- unnar er ekki ýkja hrifinn af þeim. Enda hentar hljóm- borðsskipun flestra þeirra ekki fyrir kirkjutónlist. Dýpsti bassatónninn nær ekki nema niður á stóra F og það er ekki nóg, því hann þarf að ná að minnsta kosti niður á stóra C, og kannski lengra. Þessi tveggja hljómborða rafmagns- orgel, eins og hjá honum frænda mínum hér á bænum, eru þannig, að ef fyrir koma dýpri tónar, verður maður að reka löppina niður í pedalann, sem er bara ein áttund, og ein áttund er ekki nóg fyrir kirkjutónlist. Þar þarf meira svig- rúm, og á kirkjuorgelum er pedalinn yfirleitt tvær áttundir. Hljómborðin á þeim eru svo frá stóra C og upp. Píanó hefur mikið tónsvið eins og orgelin, en þau hafa aftur á móti margar raddir. Ég hef yndi af hljómlist í stærra formi, naut mín ákaflega vel á sinfóníutónleikum í Leipzig í utanförinni sællar minningar. í Vín fór ég í óperuna, og það var gaman að sjá þetta og heyra, en því miður er ég ekki nógu kunnug efninu í óperunum til að njóta þeirra í sama mæli og sinfóníu- tónleikanna. Hverjum þykir sinn fugl fagur, en tónlistin er nú talin drottning listanna, ojá. Og Lúther sagði: „Þar söngur ómar sestu glaður, það syngur enginn vondur maður“. Ég vona að nú sé að renna upp nýtt blómaskeið í kirkjutónlist og kórstarfi. Söngmálastjóri kirkjunnar vinnur gott verk og alls staðar er verið að reyna að bæta úr skort- inum á organleikurum. En þar er við margt að glíma. Þegar 318 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.