Heima er bezt - 01.10.1983, Síða 11

Heima er bezt - 01.10.1983, Síða 11
,,Ég var að gera slátur, þegar mér var tilkynnt að ég ætti að fá Fálka- orðuna. Ég mátti ekkert vera að því að fara suður til að taka á móti henni þar, fyrst ég átti ekki annað erindi. Sýslumaðurinn kom svo og færði mór hana hérna heima“. Mynd: Ó.H.T. Jón Guðmundsson, bróðursonur Bjargar, og Þórhallur Jónsson. Björg heldur heimili fyrir þau þrjú í gamla íbúðar- húsinu á Lóni, sem sést á milli ,,piltanna“, eins og hún kallar þá alltaf. Nýrra íbúðarhúsið sést yfir öxlina á Jóni vinstra megin. Jón er líka tónlistarmaður ágætur, og lætur til sín taka með höndum og fótum á rafknúinn „skemmtara" af fullkom- inni gerð. Mynd: O.H.T. ég var fengin til að hlaupa í skarðið á Raufarhöfn í sumar, spurði ég fólkið: „Nú hefur verið hér tónlistarkennsla í mörg ár. Getur það verið, að enginn sé það burðugur, að hann geti tekið þetta að sér?“ Þá var svarað: „Jú það eru náttúrlega ýmsir sem gætu þetta, en þeir vilja bara ekki leggja vinnu í að æfa svona tónlist, og þeim finnst þetta bindandi.“ Að nokkru leyti má segja að það sé fórnarstarf að helga sig kirkjutónlist og kórstarfi. Annars hefur mér nú flogið í hug, að minnsta kosti svona öðrum þræði, þegar við berum okkur saman við fyrri tíma fólk í störfum, að við gætum spurt: „Vitum við nokkuð hvað fórn er?“ Megum við ekki oft bera kinnroða? Frítt er féð í Lóni. Mynd: Ó.h.t. Heimaerbezt 319

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.