Heima er bezt - 01.10.1983, Side 14
JÓNA GUÐRÚN VILHJÁLMSDÓTTIR:
Sönn
lífsreynslusaga
i agurt haustkvöld, ung kona situr við
opinn glugga og starir út á hafið,
merlað af sindrandi perlum kvöldsól-
arinnar. Hún strýkur ljósa lokka frá
enninu sem svalur haustblærinn gældi
við, henni var hrollkalt, hún hnýtti
fastar að sér ullarhyrnuna er hún
hafði um herðarnar. Hún sat sem í
leiðslu, andlit hennar fölt og tekið,
litlir tærir dropar læddust í leyfisleysi
niður vanga hennar. hún lét þá eiga
sig, það sá þá enginn. Ó, hve hún var
einmana, dagamir langir og svefn-
lausar nætur, þung stuna leið frá
hjarta hennar út í víðáttuna, hún átti
bágt þessi unga kona og fáir skildu
raunir hennar en hún átti fögur ijós
sem lýstu gegnum einmanaleikann.
Börnin hennar þrjú, sem öll voru í
bernsku. Það sem skyggði á var að
maður hennar var drykkfelldur og
sjaldan heima, en litlu sólargeislarnir
hennar voru of ung til að skilja hvað
elsku mamma átti bágt. Hún grét í
hljóði, þá fékk hún útrás, hún var
farin á taugum.
Hún hrökk upp við minnsta hljóð
er barst að eyrum hennar, hún
skelfdist er aldan þeytti drifhvítu
löðrinu upp að ströndinni. Stormur-
inn ógnaði henni er hann þeytti lúður
sinn.
Nú átti hún fyrir höndum eina
322 Heima er bezt