Heima er bezt - 01.10.1983, Síða 17

Heima er bezt - 01.10.1983, Síða 17
síaðist smátt og smátt nokkur fróð- leikur á þessu sviði inn í kollinn á mér. Auðvitað fór mikið aftur út í veður og vind, sem eðlilegt er. En alltaf var heldur bætt við samt sem áður. Að lokum var svo komið, að mér var nokkurn veginn sama hvar ég kom upp í þeim sem þjóðkunnir voru, a.m.k. Það skal tekið fram, að þetta var ekki gert vegna neinnar keppni, er framundan væri, heldur til ánægju. En nú, sem sagt, virtist mér opnast möguleiki að taka þátt í keppni í áhugamáli mínu. Ég átti tal við Svein Ásgeirsson, og hann samþykkti þátt- töku mína. Skyldi ég mæta í Reykja- vík á ákveðnum degi, en þá var ég skólastjóri í Þykkvabæ í Rangárþingi. Hitti Svein inni á Hótel Borg fyrst. Þaðan lá leiðin út í Austurstræti, þar sem hann hafði skrifstofu. Sveinn skýrði þar fyrir mér tilhögun keppni þessarar, sem fara skyldi fram í tveimur áföngum. Vegna búsetu minnar fjarri höfuðstaðnum fékk ég leyfi til að taka báða áfangana sam- tímis. Þetta var í marsmánuði 1964. Upptakan fór fram í húsakynnum útvarpsins að Skúlagötu 4. Dagskráin fór fram þar í samkomusal stofnun- arinnar á 6. hæð. Fullt hús var áheyr- enda. Þarna voru til staðar stjórnand- inn, Sveinn Ásgeirsson, og dómari þáttarins, Ólafur Hansson prófessor. Auk þeirra voru svonefndir snillingar, sem Sveinn nefndi svo, en þeirra hlutverk var að leysa úr ýmsum spurningum, finna leynigest o.fl. Þeir voru: Thorolf Smith fréttamaður, Guðmundur Sigurðsson vísnaskáld og fulltrúi og Ólafur Hansson. Vöktu þeir mikla kæti áheyrenda, enda afar snjallir menn. En nú hófst spurningakeppnin. Ásamt mér var þarna keppandi í annarri grein að sjálfsögðu. Hann heitir Ólafur Guðmundsson og var lengi lögregluþjónn, mjög hár vexti. Hann keppti i íslenskri mynt frá upp- hafi. Getur hans síðar. Keppninni var þannig háttað að stjórnandinn bar fram spurningarnar. Geyma mátti eina spurningu frá fyrri hluta til hins síðari, ef þeir voru teknir upp sam- tímis. Þurfti ég ekki á því að halda. Sveinn spurði mig margra spurn- inga og þvælinna. Hann spurði td. hvaða þingmenn Sjálfstæðisflokksins er þá voru á þingi, hefðu orðið stúd- entar sama ár og Björn Friðgeir Björnsson, þá alþingismaður Suður- landskjördæmis og sýslumaður Rangæinga. Nú vissi ég, að Björn hefði orðið stúdent frá M.R. 1929. Þá var ekki annað en að skoða í huga sér þingmenn Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma og einangra þá tvo frá, er setið hefðu í Menntaskólanum í Reykjavík sama ár og Björn og þar með útskrifast sama ár og hann. Og svarið var ótvírætt: Þingmennirnir voru Auður Auðuns og Gunnar Thoroddsen. Þau luku einnig lög- fræðiprófi sama ár og Björn Friðgeir, eða 1934. Utilokað að heimskur maður eigi erindi AUÐUNN BRAGI SVEINSSON Frægasta spurningaþætti Bretlands- eyja, ,,Mastermind“, stjórnar íslending- urinn Magnús Magnússon. Það er kannski engin tilviljun, þvífáar þjóðir hafa jafn gaman af spurningaleikjum og íslendingar. Það hefur líka vakið athygli hve þekking almennings er víðtæk hér- lendis. Sprottið hafa upp óskólagengnir sérfræðingar, sem slá jafnvel doktorum við ísínu fagi. Auðunn Bragi Sveinsson, barnakenn- ari, hefur oftar tekið þátt íopinberri spurningakeppni en flestir aðrir undan- farin 20 ár. Lýsingar hans á eigin undir- búningi, skipulagi keppni íútvarpi, sjón- varpi og félagsheimilum, —og ekki síst á persónuleikunum sem hann kynntist, eru drjúg heimild um forvitnilegan þátt í íslenskri menningarsögu. Heimaerbezt 325

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.