Heima er bezt - 01.10.1983, Side 27

Heima er bezt - 01.10.1983, Side 27
í Lóni í Kelduhverfi, N-Þingeyjarsýslu, er langstærsta fiskeldisstöð á íslandi, tilrauna eldisstöð ISNO hf. Eigendur hennar eru íslenska hlutafélagið Tungulax hf. og norska laxeldis- fyrirtækið MOWI. Á árinu 1983 var slátrað þarna um 25 tonnum af eldislaxi, sem er yfirleitt um 1-2 kg að þyngd. Á árinu 1984 er áætlað að slátra um 50 þúsund löxum og öðru eins 1985. Til samanburðar má benda á, að heildarstangveiðin og netaveiðin úr öllum ám og vötnum á íslandi 1983 var um 59 þúsund laxar. í Lóni fóru fram umfangsmiklar athuganir á laxeldisaðstöðu árin 1976-80 á vegum Fiskifélags íslands. Voru þar Ingimar Jó- hannsson og Björn Jóhannesson fremstir í flokki. Fiskifélagið annast einkum kannanir á fiski í sjó, en Lón er í flokki nokkurra sérstæðra vatna, þar sem saman blandast ferskvatn og sjór. Sjórinn er eðlisþyngri en jafnframt hlýrri. Hann liggur því undir ferskvatnslaginu og eru skilin oft býsna skörp, yfirleitt á um 3 m dýpi. Hitinn í Lóninu er mestur á sumrin á 3-5 m dýpi, 12°-16°, en þá er yfirborðslagið um 8°-9°. Ferskvatnið kemur einkum úr volgrum og köldum lindum. Sums staðar leggur Lónið aldrei og þar eru nú gerðar tilraunir með að ala seiði, sem þangað voru látin á kviðpokastigi. Inn- streymi sjávar er breytilegt eftir sjávarföllum og einnig dýpt og stöðu óssins. Mikil blöndun sjávar og ferskvatns getur skapað hættu, því hitastigið lækkar. Önnur vandamál gætu verið súr- efnisskortur og fleiri erfiðleikar vegna úrgangs sem til fellur. 100 þúsund gripir w a gjöf Myndir ogtexti: ÓlafurH. Torfason Heima er bezt 331

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.