Heima er bezt - 01.10.1983, Page 28

Heima er bezt - 01.10.1983, Page 28
Þarna er pramminn á leið frá landi með hluta af kvöldskammtinum handa löx- unum og 240 þúsund seiðum sem líka gista í búrunum. AUs er gefið um 1,2 tonn á dag af þurrfóðri, þegar mest er. Stærstu laxarnir eru um 20-30 pund að þyngd. 300 þeirra verða kreistir í nóvember til að ná í svil og hrogn. Guðmundur Héðinsson, Fjöllum, og Þórarinn Már Þórarinsson, Vogum, flytja pokana með norska þurrfóðrinu frá Skretting eftir flotbryggjunni milli búranna. Flotbúrin 14 eru á föstum stað á Innra Lóni. Þau eru klædd innan með þéttriðnu neti, hvert um sig 144 m2 að flatarmáli og um 7 m á dýpt. Það er undarleg tilfinn- ing að sjá þennan aragrúa af laxi koma upp til að éta eða stökkva af lífsþrótti. Við eldisstöðina eru 3 störf, sem 2 menn skipta milli sín. Við slátrun þarf um 15 manns til að vinna verkin. Slátrunin er sérstæð: Laxinn er settur í kolsýrumettað vatn í kari og sofnar. Síðan er hann blóðgaður og látið blæða út í ferskvatni.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.