Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 6
Andríkir jafnaðarmenn og skáld á tali undir Eyjafjöllum. - Helgi Sœmundsson og séra Sigurður Einarsson við leg- stein séra Þorvaldar Böðvarssonar í Holtskirkjugarði. „Yfir djúpið flýt þér fley. Feigðarnöf þér grandar ei. — Hverri voð í völdum byr skal fjalda.“ Þannig má fletta þessu litla kveri til enda og sjávarniður fylgir lesandanum allt til síðustu ljóðlína: „ — Og loks er kominn sá langþráði dagur, er legg ég á höf með söng á vörum og stefni í fjarskann — einn í förurn." Ég býst við að síðustu orðin standist, þótt við ætlum Helga félagshyggjumann og félagslyndan. I því, sem hon- um stendur næst hjarta, í skáldskapnum er hann einn í förum eins og þeir, sem taka list sína alvarlega og rísa undir þeirri ábyrgð, sem hún krefst af skáldi. Svo var þó aldar- andinn löngum hér í landi, að líf og mannfélag bannaði þorra manns að hyggja á fegurð og listum skylda iðju. En hagir Helga Sæmundssonar voru með sérstæðum hætti þegar í bemsku, eins og fram kemur nú, þegar við tökum tal saman í stofu hans við Holtsgötu; á svipuðum slóðum og þakherbergið var forðum, sem jarðfræðingurinn orti um af flögrandi rómantík hins glaðværa trúbadúrs. Það er komið fram yfir hádegi og kyrrlátt í stofunni. Helgi hallar sér aftur í stólnum og spennir hendur aftur fyrir hnakka. Eg hafði minnst á bernskuárin og hann bregst ákveðið við: — Ég hafði snemma sérstöðu sem barn, var heilsulaus og lifði í lokuðum heimi. Þar lá leið mín fljótlega inn á lendur bókanna í stað leikja og starfa, sem önnur börn nutu. Að vísu rak ég mig fljótt á torleiði þar eð bókakostur var fremur lítill. En allt var gert til þess að greiða götu mína. Ég naut góðra granna, sem áttu fáar en mjög vandaðar bækur. Þetta fólk var ekki að sjá eftir því að láta þær í hendurnar á mér svona ungum, heldur hvatti mig miklu fremur að leita til sín um lestrarefni. Þarna kynntist ég ljóðum og fékk þegar áhuga á þeim. En það var tvennt sem ég komst snemma að. í fyrsta lagi þóttu mér þau skáld, sem stóðu nær samtímanum, vera mér nákomnari heldur en eldri skáldin, sem þá nutu mestrar hylli og ort höfðu ljóð, er voru á allra vörum. í öðru lagi bar snemma á þeirri sérvisku minni, að þykja þau skáld góð, sem aðrir voru ekkert hrifnir af. Til dæmis þótti mér ekki mikið til Einars Bene- diktssonar koma og kunni ekki að meta hann. Það sama gilti um séra Matthías. Hann kunni ég fyrst að meta, þegar ég var kominn yfir miðjan aldur. Ég veit svo sem ekki hvort þar hefur ráðið einhverju um þetta, að Ijóð þeirra voru ekki í eins aðgengilegum útgáfum og annarra skálda. Hins vegar varð ég snemma mjög hrifinn af Grími Thomsen. Hafði ég undir höndum útgáfu ljóða hans frá 1896, kynnti mér þau rækilega og fannst hann merkilegt skáld og skynsamt. Nú, aftur á móti, set ég séra Matthías einna hæst, já, með Jónasi, Grími, Stephani G. og Þorsteini Erlingssyni. — — En viðhorf þitt verður þó með allt öðrum hætti og tíðkaðist í þínu ungdæmi, er menn dáðu stórskáldin oft með gagnrýnilítilli lotningu. Það sýnist mér koma glöggt í Ijós í ljóði um séra Matthías, sem birtist í síðustu ljóðabók þinni: „Ekki tek ég ofan fyrir þér, ekki sest ég við fótskör þína, en ég hlýði orðum þínum og undrast grettisttökin sem ímyndunarafl þitt bifar. Mikill er máttur þinn, mikil trú þín og tilfinníng. Ekki furðar mig á því að Einar Benediktsson héldi þér veglega veislu. Land, þjóð og saga speglast í Ijóðum þínum og lofsaungvum. Þú ert andheitur eins og Hallgrímur, öndóttur og málsnjall eins og Egill. Víst ertu stór, víðsýnn og brattgeingur, en ég tek ekki ofan fyrir þér enda er ég berhöfðaður.“ 42 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.