Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 23
það bil 6x4 álnir. I þvi hafðist við, að öllu leyti nótt og dag, 8-9 manns. Var þar og eldað inni á eldavél. Mundi þetta þykja þröngt búið nú á dögum og eigi líklegt til heilsu- verndar. En þetta gafst allt ágætlega og varð ekkert tjón af. Auk þessarar íbúðar, hafði faðir minn afnot af skemmu þeirri, er fyrr getur. Fyrir afnot þessara húsa og 'A úr jörð- inni, minnir mig hann borgaði kr. 30 yfir árið. Baðstofa þessi var rifin og önnur byggð í hennar stað sumarið 1884. Var hún nokkuð stærri, 10x5 álnir, með heilt timburþil fram á hlað og hálftimburstafna á báðum end- um. Þá var þiljað af herbergi þar, sem áður voru geymdir hrútarnir. Sváfu þar eftir það vinnumenn Sigurðar. Á þessum árum og öll árin, sem við vorum á Berunesi, mun heimafólk á búi Sigurðar hafa verið 11-13 manns og heimilisfólk því alls 20-30. Ekki voru bú þeirra bændanna þarna stór. Faðir minn átti þegar hann flutti að Berunesi 24 ær og 8 gemlinga. En það smáfjölgaði þau 5 ár, sem hann var þar, því þegar hann fór þaðan, átti hann 36 ær, 15 gemlinga og 22 fullorðna sauði. Sigurður átti mikið fleira fé. Hann var eldri sem bóndi. Hafði tekið þarna við búi föður síns, Þorsteins, sem þarna hafði búið allan sinn aldur, og einnig Jón faðir hans, en var nú nýlega látinn. Annars voru bú flestra bænda lítil. Mun hafa þótt sæmilegt þegar komið var yfir 50 ær og mjög gott að þær væru 75. Það var ekki auðvelt að koma upp stóru sauðfjárbúi á þessum árum. Bráðafárið (vinstrarfárið) drap féð unn- vörpum, þó dálítið væri það misjafnt frá ári til árs. Dæmi voru til þess að allt veturgamalt fé drapst suma vetur. Helsta ráðið við þessu var, að hafa sem minnst viðureldi, en féð sem elst. Það drapst alltaf minna af gamla fénu. Engin breyting varð á þessu efni, fyrr en farið var að bólusetja við fárinu um síðustu aldamót. En oft drapst margt af bólusetningunni fyrstu árin. En það lagaðist þó furðu fljótt og hætti með öllu um síðir að heita mátti. Á þessum árum voru gripahús öll að veggjum til hlaðin úr torfi og grjóti. En ris með mæniás og rafti. Var á sumum þessum húsum, einkum fjósum, þakið einnig með hellum og viðartróði. Mjög vildu þessi hús leka, þegar mikið rigndi og dýr væru þau í viðhaldi nú, ef kaupa þyrfti alla vinnu, því kalla mátti, að á hverju einasta ári færu mörg dagsverk til lagfæringar hverju húsi. Þetta var nú um hin eldri hús þessa tíma. En þeir, sem voru að byrja búskap, eða byggja þurftu upp hús að nýju, og höfðu til þess nokkur ráð, byggðu hús sín með súð að þaki. Ég man það t.d., að faðir minn átti aldrei hús, nema með timburþaki, eftir að hann fluttist frá Bleiksá. En hann lagði alltaf mikla áherslu á það allan sinn búskap að búa svo um í hvívetna, að sem fæst fólk þyrfti á heimilinu. Honum fannst vafasamur gróði af mörgu vinnufólki. Hlöður undir hey voru fáar, en þær sem ég man eftir voru með timburþaki, en veggir úr torfi og grjóti. Á Beru- nesi voru 2 heyhlöður. Átti Sigurður þær báðar. Eins og áður er vikið að, var viðhald þessara húsa geysi- mikið verk. Bótin var sú, að vinnuaflið var ekki dýrt, að minnsta kosti ekki hvað krónufjölda kaupsins snerti. Karl- ar munu þá almennt hafa fengið í kaup kr. 30-40 og konur kr. 15-20. Oft lenti mikill tími haust- og vorvinnu i að byggja upp hina sífellt föllnu veggi og á mörgum heimilum, þó menn- ing væri, var enginn góður byggingamaður. Það var mikill vandi að gera stæðilega veggi úr torfi og grjóti, og þó sæmilega væri hlaðið, stóðu veggirnir illa, vegna hinna þungu rafta og snidduþaka, sem felldu þá stöðugt, þar sem allt vatn, sem rigndi á þak og veggi og fór inn í húsið, rann í óvarða veggina og sprengdi þá svo sundur, er það fraus. Einnig kom það oft fyrir, að hestar og fénaður, sem þá gekk stöðugt á ógirtum túnunum, steig göt á þökin, sem voru aðeins tyrfð. Var undravert, hve sjaldan urðu slys á stór- gripum af þessum sökum. En það var eins og þeir væru nokkuð varasamir. Túnið á Berunesi var, eins og reyndar öll önnur tún á þessum árum, bæði lítið og í lélegri rækt. Einnig allt kargaþýft og þúfur stórar. Kunnátta manna í meðferð áburðar virðist manni nú, að hafi verið mjög ábótavant. Kúamykju var allri pentað út allan veturinn, þegar snjó- laust eða snjólítið var. Var þá látið af einni til tveimur rekum á hverja þúfu eftir stærð hennar. Þegar snjór var og eigi náðist til þúfnanna, var mykjan, sem var þá borin út á kassabörum, látin í hlöss á víð og dreif um túnið. Þegar voraði og tími þótti til þess kominn og allar nauðsynlegar aðstæður fyrir hendi, voru hlössin barin með klárum og breidd svo yfir það, sem þau hrukku til. Penturnar voru muldar með höndum og malningurinn svo breiddur yfir þúfurnar. Til þess að mylja og dreifa höfðu menn á höndum þykka vettlinga, sem saumuð var bót í lófann á. Til þess að mylja skít á þúfum var reynt að nota unglinga og jafnvel krakka 7 ára og þar yfir. En misjafnlega ástund- unarsöm vildu þau reynast. Hrossaskít var venjulega mok- að allan veturinn í einn stóran haug skammt frá húsdyrum og ekið svo út á vorin og dreift yfir og mulinn með kláru. Skáninni undan sauðfé var allri brennt. En nokkuð af henni mokaðist jafnan út að vetrinum, ef fé stóð inni í rigningum, því húsin láku og var þá bleytan skafin ofan af til þess að reyna að halda fénu hreinu. Ekki vissi ég timburgólf (rimla) í neinu húsi á þeim árum, sem við vorum á Berunesi nema sauðahúsi föður míns. Hygg ég hann hafa fyrstan bænda á suðurbyggð Reyðar- fjarðar sett rimlagólf úr timbri í fjárhús. En eftir 1890 fóru þau að verða nokkuð almenn, enda ekki hægt að beita fé á fjöru, nema með því móti. Af því sem greinir hér að framan um meðferð og hirð- ingu áburðar, má öllum ljóst vera, að engin von var til þess, að tún spryttu vel, þegar svo við þetta bættist köld vor á hverju ári. Af Berunestúni fengust venjulega 50-60 hest- burðir af töðu sumar hvert. Þurfti því að sækja mikið hey- skap í úthaga. Miklar engjar voru á Berunesi, en nokkuð langt frá bæ og blautar mjög og leirbornar. Útbeit á jörð- inni var aftur mjög góð. Sauðfé var alls staðar óræktað þarna á þessum tíma og því fremur rýrt. Á hverjum bæ var fært frá og því eintóm hagalömb, sem sett voru á vetur til lífs. Væri lógað lambi, en um það var lítið, nema þá þeim, er ekki þótti á vetur setjandi, var skrokkþungi þeirra oftast 10-12 pund. Full- Heimaerbezt 59

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.