Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 15
loftið. Þama inni var að þroskast enn
eitt barnið þeirra. Samt vann Salóme
alltaf. Já, þau voru öll hraust svo var
guði fyrir að þakka.
Þegar leið að kvöldi gekk Jón sömu
leið og um morguninn í átt að þorp-
inu. Hann kveið því ekki að vaka.
Hann hugsaði um glöðu andlitin sem
höfðu fengið kandísmola og yndis-
legu konuna hans sem ljómaði er hún
setti upp nýja klútinn.
Jón kom sér fyrir á stól við hlið lík-
anna. Það var gott að sitja á hörðum
stól, þá var engin hætta á að hann
dottaði. Við og við er svefninn fór að
gerast ágengur, stakk hann hendinni
undir úlpuna og tók brennivínsfleyg-
inn. Það var hrollkalt á kirkjuloftinu.
Enn logaði á þremur kertum, en það
voru ný kerti, hin voru útbrunnin.
Ljósin blöktu, það var dragsúgur. Það
var dauðaþögn og þorpið svaf. Það
var Jón einn sem vakti. Hann sat
hljóður og lét hugann reika. Honum
fannst gaman að hugsa um það sem
var liðið, um allar ánægjustundir
þeirra Salóme. Örlögin höfðu ráðið er
fundum þeirra bar saman. Jón lokaði
augunum og sá það allt fyrir sér eins
og það hafði gerst.
Þá hafði einnig verið vor. Fólkið í
norðlenska þorpinu hans hafði beðið
spennt. Menn voru alltaf spenntir er
skip voru á ferðinni. Skip, þau tákn-
uðu eftirsóttan varning, ný andlit og
fréttir úr öðrum byggðarlögum. Þá
var líka eitthvað um að vera og menn
þráðu ætíð tilbreytingu. Konurnar
glöddust, þá kæmu ný efni í búðina og
stundum var hægt að fara um borð og
skipta á ullarpoka og léreftsdúk. Þetta
skip var að koma að sunnan, það
hafði siglt vesturfyrir og komið við á
vestfirskum höfnum. Nýi presturinn
var líka að koma og fólkið hafði safn-
ast saman í fjörunni til að taka á móti
honum. Þama voru samankomin,
börn, gamalmenni og allt þar á milli.
Þar hafði Jón verið. Þá hafði eitthvað
skeð innra með honum, hann fékk
vitrun. Það var heldur ekki í fyrsta
skipti. Skipið var enn langt frá landi,
svo ekki var hægt að greina andlit
fólksins, en samt sáu þorpsbúar að
farþegar stóðu við borðstokkinn og
horfðu til lands. Jóni hafði fundist
hann svo léttur og hann hafði hrópað:
— Konuefnið mitt er um borð!
Gamall frændi hans hafði staðið
hjá honum. Hann sló létt á öxl Jóns og
sagði:
— Mæltu heill, frændi.
Menn höfðu brosað að þessu. Þeir
vissu að Jón var mjög berdreyminn og
hafði sagt fyrir um óorðna hluti. Þeir
mundu að hann hafði sagt fyrir um
skipsskaða árið áður og beðið menn
að fara hvergi. En þeir fóru og því fór
sem fór. En það var önnur saga. Fólk
trúði samt ekki að pilturinn gæti sagt
til um hvort konuefnið hans væri um
borð, það var einum of mikið af því
góða.
Skipið kom nær. Farþegarnir um
borð voru af mörgum stéttum og alls-
kyns manntegundir voru þarna sam-
ankomnar. Þetta fólk átti ýmis mis-
jöfn erindi i norðurlandið, en það stóð
allt uppi á þiljum og horfði til lands,
utan ein stúlka. Hún var í koju sinni
og leið sáran. Þessi stúlka var á leið í
annað kauptún, þar sem hún átti að
fara í vist. En á leiðinni hafði hún
fengið sárar tannkvalir og var þarna
að heita viðþolslaus.
Skipið létti akkerum. Þá kom skip-
stjórinn að máli við stúlkuna og bað
hana að fara í land á þessum stað og
leita læknis. Það væri alsendis ófært
að hún þyrfti að líða svona. Sagðist
hann þekkja vel Friðrik lækni, er
byggi á staðnum og yrði hann ekki
lengi að kippa þessu í lag. Hann væri
alvanur að taka úr tennur. Gæti hún
svo komist landveg til þess staðar er
hún ætlaði, því það væri ekki svo
langt. Stúlkan féllst á þetta og var
fegin að brátt tækju þessar kvalir
enda. Þetta var Salóme. Jón mundi
hve þakklátur hann var forlögunum
er hún sagði honum frá öllu þessu.
Hún hafði kviðið því að fara í land.
Allt þetta fólk sem var að bíða eftir
nýja prestinum sínum og svo kæmi
hún með eins og hver annar auka-
gemlingur. En hún þurfti engu að
kvíða. Óðar en hún steig í land kom til
hennar ungur maður og bauð henni
alla aðstoð sína. Fór hann með hana
til Friðriks læknis og kom hún þaðan
út laus við tönnina. En Salóme hafði
aldrei í vistina farið. Þau höfðu ekki
skilið frá þessari stundu. En nú voru
þau komin á hennar heimaslóðir og
vegnaði vel.
Klukkan sló þrjú og Jón hrökk upp
úr hugsunum sínum. Annað líkið reis
upp til hálfs og í því heyrðist óhugn-
anlegt hljóð, sambland af ópi og ropa.
Jón ýtti hinum látna i sömu skorður,
síðan var allt hljótt. Jón hræddist ekki
slík atvik. Hann þekkti þetta of vel til
þess. Þetta skeði oft er menn voru ný-
lega komnir úr sjó. Hann gat ekki út-
skýrt þetta en samt fannst honum
þetta ekki óeðlilegt. Oft var það líka
að lífsmark leyndist með mönnum er
höfðu í sjó farið. En það var þó ekki
að þessu sinni. Þess var Jón fullviss,
hann taldi sig geta sagt til um það.
Kannski var það þessi meðfædda
náðargáfa sem svo oft gerði vart við
sig hjá honum. Þetta sem gerði honum
kleift að sjá fyrir órðna hluti.
í birtingu kom séra Sigurður og
kallaði upp á loftið til Jóns. Fegins-
svipur kom á andlit prestsins er Jón
kom niður stigann og hann sá að
ekkert amaði að honum. Fyrsta vakan
var liðin.
Jón hélt heim á leið. Nýr dagur var
að byrja með skyldum sínum. Heima
beið fjölskyldan, kýrnar sem þurfti
að mjólka og konur með andlit upp-
máluð af eymd og báðu um mjólk.
Endir.
Heima er bezt 51