Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 12
gegn með þessum stóru hornum á hverju andartaki. En hún lenti milli hornanna á kúnni og klemmdist föst niður við jörðina. Hornin sukku í moldina, við hlið líkama hennar. í örvæntingu sinni hrópaði Salóme. — Hjálp, hjálp! Litla telpan þeirra, hún Ingibjörg, var úti á hlaði. Hún sá að Branda var að hnoða Salóme undir sig og hljóp óttaslegin inn. — Pabbi, pabbi, Branda er að stanga mömmu. Jón hafði verið i óða önn að skera tóbak í pontuna sína. Hann hafði hugsað sér að fara niður í þorpið og kanna hvort ekki væri eitthvað að gera þar. Hann gerði það oft til að fá nokkrar krónur til búdrýginda. Þá vildi hann alltaf hafa korn í pontunni sinni. Það var það minnsta sem hægt var að gera fyrir kunningja sína, að gefa þeim í nefið. Jón hrökk við er hann heyrði telp- una kalla þetta. Hann spratt á fætur og greip um leið stóran kjöthníf er lá á borðinu. Bara að hann yrði nógu fljótur. Það mátti ekkert koma fyrir Salóme hans og litla ófædda ungann þeirra. Hann hljóp í spretti út úr bænum og í átt til kúnna. Sjónin sem við honum blasti varð til þess að hann næstum lamaðist af skelfingu. Branda stóð bölvandi yfir Salóme og hnoðaði hana undir stórum hausnum. Hann hljóp eins og hann gat. Það var eins og eitthvert yfirnáttúrulegt afl gæfi hon- um kraft til að hlaupa svona hratt. Að augnabliki liðnu var hann kominn til Salóme. Hann þreif í hornin á Bröndu og sneri hana niður. Allt þetta skeði svo snöggt að Salóme vissi ekki fyrr en hún sá hvar Branda lá og Jón var bú- inn að skera hana á háls. Dökkt blóðið rann út í grænt grasið. Salóme settist upp. Hún var svo undrandi að hún mátti vart mæla. Hún fann ekki mikið til og hún vonaði heils hugar að allt væri í lagi með barnið. En Branda, veslings dýrið. Hún gat ekki annað en vorkennt henni. Salóme fannst óbærilegt að horfa upp á þetta. Branda hafði verið saklaust dýr, sem nú hafði orðið að gjalda sinna mistaka. Veslings kýrin og þetta hafði verið svo efnileg kýr. Hvað var Jón að að hugsa? Það var ekki strax búið að ala upp aðra í stað hennar, það kostaði líka sitt. Salóme var svo ringluð að hún vissi ekki hvort hún átti að hlægja eða gráta. Jón sett- ist hjá henni, það var tár í augum hans. — Salóme, ert þú mikið meidd? — Nei, svo er þér fyrir að þakka vinur minn. En hvað hefur þú svo gert? Var þetta ekki einum of mikil refsing, að aflífa kúna? — Ég gat ekki annað. Mig langaði ekki til að hafa hér einhverja skað- ræðis skepnu. Það er líka svo oft sem ég er ekki heima. Við vitum ekki hvernig þetta hefði farið ef ég hefði verið farinn að heiman. Börnin hefðu verið þó nokkra stund að ná í hjálp. Salóme vissi innst inni að þetta var rétt. Hún hafði verið hætt komin. — Við hefðum getað hirt blóðið og ég búið til slátur. — Hættu að hugsa um þetta, kýrin er dauð og ég verð ekki lengi að gera hana til. Það verður að minnsta kosti ekki kjötlaust í Dal á næstunni. Sal- óme brosti. Henni var farið að líða betur. Samt gat hún ekki horft á kýr- skrokkinn sem lá við hlið hennar. Jón stóð upp og hjálpaði henni á fætur. — Við skulum fara heim. Þú skalt hvíla þig vel, eða viltu kannski láta lækninn líta á þig til öryggis? — Nei, nei, það amar ekkert að mér. Börnin sem höfðu í hræðslu sinni skriðið undir rúm fóru nú að gægjast út. Þau langaði ósköp til að sjá að allt væri í lagi með mömmu. Jú, þarna komu þau gangandi, bæði pabbi og mamma. Það var þá allt í lagi. Börnin hoppuðu á hlaðinu og Ingibjörg litla hljóp kjökrandi til móður sinnar. — Mamma mín, ég var svo hrædd. — Nú er allt í lagi vina mín. Pabbi þinn er búinn að aflífa hana Bröndu. Það er dálítið leiðinlegt, en hann vildi ekki eiga það á hættu að hún réðist á eitthvert okkar seinna. Telpan vissi varla hvort hún átti að hryggjast eða gleðjast yfir þessari frétt. — Fáum við þá nýtt kjöt í matinn? Jón og Salóme litu hvort á annað. Fátt var svo með öllu illt. Jón strauk telpunni um kollinn. — Já, svo sannarlega fáið þið nýtt kjöt. Það var rétt hjá Jóni, hann var ekki lengi að ganga frá kjötinu. Enda var Jón þannig að hann var dugnaðar- maður að hverju sem hann gekk. Kappið var yfirleitt svo mikið að mönnum þótti nóg um og sögðu við hvern annan, að betra væri að fara sér hægar og gera hlutina betur. En þó bar allt þess vott i Dal að vel væri hugsað um búið. Þó að bærinn væri lágreistur og enginn höfðingjabragur yfir, þá var allt snyrtilegt og það fannst þeim hjónum fyrir mestu. Jóni hafði seinkað ferðin í þorpið, en hann lét það samt ekki aftra sér. Hann gekk í átt til þorpsins og hugsaði sér að fara niður að sjó. Þar var helst von um að fá eitthvað að gera. Hann mátti til. Skuldin í búðinni var orðin ískyggilega há, þó að hann ætti næga peninga útistandandi. Það var bara ekki nóg. Fólkið átti ekki næga pen- inga fyrir mjólkinni sem það fékk, en hann gat ekki hugsað sér að vera harður í kröfum sínum um greiðslu. Hann gat heldur engum neitað um mjólk. Þegar Jón var kominn hálfa leið til þorpsins, þá mætti hann Siggu í Vík með krakkana fjóra í eftirdragi. Jón vissi vel hvert hún var að fara. Hún var á leið að Dal til að fá mjólk og var 48 Heimaer bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.