Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 20
Móðurmálið. - Höggmynd eftirJanus Kamban. lendskum, serliga fnroyskum máli og bókmentum), sem er beint framhald af fyrsta árs námi. Er áfanginn viður- kenndur sem „humanistisk“ hliðargrein (bifag) við há- skólana i Kaupmannahöfn, Óðinsvéum og Árósum, en á hinn bóginn það sem nefnt er „mellomfag“ við háskólana í Osló, Björgvin og Þrándheimi og jafngildir tveggja ára B.A. námi við Háskóía íslands. í framhaldi af þessu námi (til exam. art. prófs) tekur við ákveðnari skipting eða eins og við orðum það hér „Hofuðgreinalestur í norðurlendskum, serliga foroyskum máli og bókmentum. í stodd og dýpt verður greinin miðað eftir samsvarandi lestri i móðurmál- inum til skúlaembætisprógv við lærdar háskúlar í Norður- londum og varir vanliga 2 ár.“ Og nú skulum við láta íslenska lesendur ráða í málið, enda verður þeim varla skotaskuld úr því. Hin ýmsu söfn eða starfsþættir Föroyamálsdeildar ingu móðurmálsins og sú hugsjón hefur ekki dofnað, enda margt andhverft, sem ennþá reynir á stöðu færeyskunnar. Það var því mikils virði fyrir mig að fá lektorsstöðu við Fróðskaparsetur Færeyja í Þórshöfn árið 1968 í norrænu, málsögu og íslensku. Ekki var Fróðskaparsetrið gömul stofnun þá, aðeins þriggja ára, stofnað árið 1965. Foroyamálsdeildin, sem ég starfa við, gegnir tvíþættu hlutverki, að kenna færeyska tungu og bókmenntir og efla rannsóknir i þeim greinum. í fyrsta lagi er þar kennt svo- nefnt eins árs prófnám í norrænu og þá sérstaklega í fær- eysku máli og bókmenntum, sem jafngildir eins árs B.A. námi við Háskóla íslands. Er það viðurkennt sem grund- vallarnám við háskólana í Osló, Björgvin og Þrándheimi. Síðan tekur við annar áfangi (exam. art. prógv í norður- Prófessor Jóhan Hendrik Poulsen að störfum við seðlasafn fær- eysku orðabókarinnar í Föroyamálsdeildinni. í Foroyamálsdeild eru eftirtalin söfn: Safn til fœreyskrar orðabókar, sem er ekki síst vettvangur minn, eins og þú munt hafa getið á spaugilegan hátt í upphafi fyrri frásagn- ar. Meginstofn að þessu safni hefur hinn kunni málfræð- ingur okkar, Christian Matras, komið á laggirnar ekki sist eftir að hann var settur prófessor við Fróðskaparsetrið við stofnun þess árið 1965. Safnið hefur síðan vaxið við orð- töku úr bókum, blöðum og tímaritum hvers konar; við söfnun orða úr mæltu máli, og þá ekki síst með útvarps- þættinum „Orðabókin“, sem hefur verið reglubundinn og lengst af í minni umsjá. Er hann með líku sniði og þáttur sá um íslenskt mál, sem starfsmenn orðabókar Háskóla ís- lands hafa annast um langt skeið. Þá er Staðanafnasafnið og -rannsóknir, sem lögum sam- kvæmt á að heyra undir Fornminjasafnið, en hefur verið eftirlátið Foroyamálsdeildinni. Því fylgir jafnframt sú ábyrgð, að velja ný örnefni eða staðaheiti og t.d. götunöfn. Næst má svo nefna Málforasafnið, sem fjallar um mál- lýskur eða afbrigði í máli og orðafari hér á eyjunum. Það hefur að mestu verið gert með segulbandsupptökum. Þá komum við að „Fólkaminnissavninu“. Það leitar uppi og varðveitir arfleifð skáldskapar úr munnlegri geymd, lýsingar á þjóðtrú og siðum, sem Foroyamálsdeildin hefur frumsafnað eða aflað sér eintaka af úr öðrum söfnum. Mestur hlutinn er upptökur af ljóðum og kvæðabálkum úr ýmsum áttum. Þá er og ákveðið að gera sjónvarpsupptökur á vegum þessa safns. Handbókasafnið telur um 10.000 bindi bóka, og deildin kaupir tvö eintök af öllum færeyskum bókum. Af þessari lauslegu upptalningu má ráða að á vegum Foroyamálsdeildar fer fram fjölþætt vísindalegt rann- sóknarstarf auk háskólakennslunnar. Við erum fjórir kennarar við deildina. Auk mín eru þar Mortan Nolsoe mag. art., sem er prófessor, m.a. í því sem við nefnum „skaldskapur af manna munni“. Malan Simonson cand. mag. kennir færeyskar og norrænar bókmenntir og Eivind Weyhe mag. art. norræna málssögu, almenna og færeyska 56 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.