Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 8
Út á hyldjúpa hafið heillandi birtu vafið sigldi hvert seglbúið fley. Bárurnar dansa í draumi í djúpsins niðandi straumi, verða að froðuflaumi faðmandi strönd og ey. I' dag er vorið að völdum vafið sólgeislatjöldum og þöglasta rofin ró. Seglin um firði og flóa á fiskimiðunum glóa. ( dag á ég drauma nóga. f dag er pabbi á sjó." IV Eftir útkomu þessa litla kvers tóku við annir, sem heftu mig við skáldskapariðjuna. Ég sneri mér að þýðingum og blaðamennsku. Árið 1943 kvæntist ég Valnýju Torfadóttur frá Hellissandi og við höfum eignast sjö syni, en misstum einn. Það var að vonum i mörg horn að líta og áhugi minn beindist i ýmsar áttir á sviði menningarmála, svo ekki varð næðisamt við ljóðagerð. Blaðamaður var ég samfellt á Al- þýðublaðinu frá 1943 til 1952 og ritstjóri þess frá þeim tíma til haustsins 1959. Síðan þá hefi ég verið að störfum hjá Menningarsjóði. Árið 1974 gerði ég svo ýmsa hluti upp. í ársbyrjun 1975 dvaldi ég á sjúkrahúsi og endurskoðaði þá m.a. ýmislegt, sem ég átti í fórum mínum af skáldskap. Vann ég þá upp úr misgömlum handritum mínum og bætti við nýjum ljóðum. Það má því segja, að í þessari bók, „Sunnan í móti“, sem Almenna bókafélagið gaf út um haustið 1975, sé úrval ljóða frá löngu tímabili. Ársetti ég öll ljóðin, sem ekki voru nýort. Næsta bók mín. „Fjallasýn", kom út aðeins tveim árum síðar hjá útgáfunni Skákprenti. Bókin dregur nafn af stuttu ljóði óbundnu: Ég hrekk uppaf svefni á hljóðri nóttu og við mér blasa í birtu mánans himingnæf fjöll hvít og dauð eins og gödduð lík í Ijósinu kalda. Yfirleitt eru ljóðin í þessari bók mjög stutt, en ýmist bundin eða óbundin. Þó má líklega segja, að stíll hennar sé samfelldari en í fyrri bókum. en það tel ég ekki endilega kost við ljóðabók. Segja má að miklu róttækari breyting verði á skáldskap 44 Heima er bezl mínum í næstu bók. „Tíundum“, sem kom út hjá sama forlagi árið 1979. — — Já, í þessari bók gefur þú svar við þeirri stóru spurn- ingu, hver sé skáld: „Skáld er sá sem víkur af alfaraleið á hulduslóð. Skáld er sá sem greinir háreisti fjallsins og þögn hafsins. Skáld er sá sem nemur sárasta fögnuð og Ijúfustu kvöl. — Ég er sannarlega þeirrar skoðunar, að í skáldskap stjórni „teoríur“ mönnum alltof mikið og þá ekki síst í seinni tíð. Breytingar eru vissulega nauðsynlegar, en þær þurfa þó að eiga rétt á sér. Mér finnst nauðsynlegt að leggja miklu meiri áherslu á málfar, stíl og byggingu ljóðs, heldur en endilega ákveðinn þróunarferil. sem mótast samkvæmt ríkjandi kenningum hverju sinni. Það þarf ekki skilyrðis- laust að marka hverri bók einhvern ákveðinn bás. Ég verð annars að játa, að ég fylgist of lítið með samtíðarbók- menntum. Sá lestur, sem ég þarf að leggja á mig, er annar og ég verð að reyna að afla mér efnis eftir öðrum leiðum. Ef við litum til skálda þessarar aldar, þá er ákveðinn og raunar meiri skyldleiki, en menn hafa viljað fallast á, á milli þeirra skálda, sem fæddust um og upp úr fyrri heimsstyrj- öld og þeirra sem voru fæddir á tímum síðari heimsstyrj- aldar eða við lok hennar. Skyldleikinn er fólginn í gerð ljóðanna. Kvæði okkar eru styttri og afmarkaðri en eldri skálda. Og við getum raunar farið aftur til Arnar Arnar- sonar og svo síðar til Snorra Hjartarsonar. Þeir voru í megin atriðum sömu skoðunar og „modernistarnir“ eða yngri mennirnir, en þó ekki að öllu leyti — ljóð þeirra urðu persónuleg fremur en „episk.“ Það hefur mikið verið deilt um form á þessari öld. en nú skiptir það ekki máli lengur. Ég geri ekki upp á milli rím- „Tíminn getur verið ranglátur dómari.“

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.