Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Side 11

Heima er bezt - 01.02.1987, Side 11
í huganum skulum við hverfa aftur í tímann. Við getum hugsað okkur sjö- tíu ár. Söguviðið er lítill, lágreistur bóndabær vestur á fjörðum. Þaðan er aðeins spottakorn í kaupstaðinn, sem samanstendur af nokkrum húsum sjómanna, verslun og kirkju. Það eru fáir heldri menn sem búa þar fyrir utan kaupmanninn, nema auðvitað presturinn og læknirinn. Það er frem- ur langt á milli húsa. Flestir íbúar þorpsins eru með nokkrar kindur eða hænsni. í þá daga þótti mönnum gott að hafa nokkrar skjátur, bæði vegna ullarinnar og eins kjötsins, því ekki var gott að þurfa að kaupa mikið af slíkum varning. Það þótti líka einkar hentugt að eiga nokkrar hænur. Gott var að fá egg, sem bæði þóttu ljúffeng og holl, og eins mátti nota svo til allt sem til féll sem fóður í þennan fiður- fénað. En menn voru ekki með kýr í þorpinu. Mjólkina varð fólkið að kaupa. Á þessu bóndabýli, er ég nefndi, var einmitt búið með kýr. Það var á margan hátt hentugt, stutt að fara með mjólkina til sölu og kúahagar góðir. Það voru margir sem versluðu beint við bóndann og konu hans. Þá kom fólkið á morgnana, hvernig sem veður var, misjafnt útlits, með mis- jafnlega margar mjólkurflöskur, og það sem verra var, með misjafnlega góð fjárráð. Það var morgunn, snemma sumars. Sólin varpaði geislum sínum yfir lög og láð. Dagurinn var að byrja, anna- dagur hjá fjölskyldunni í Dal, en svo hét bærinn. Þó var frekar hægt að segja að hann stæði í dalsmynni, en í dalnum sjálfum. Salóme húsfreyja var komin á fætur, talsvert á undan öðr- um. Þegar hún hafði lagt að og skammtað morgunmatinn, settist hún niður og fléttaði síða, þykka hárið sitt. Það náði niður á rass og það var mikið verk að halda því hreinu og gljáandi. En Salóme hafði þá trú að hárið væri öðru fremur prýði konunnar og þó að ávallt væri nóg að starfa í Dal, þá gaf hún sér ætíð tíma til að hugsa vel um prýðina sína. Hver morgunn var öðrum líkur. Jón bóndi fór á fætur og fékk morg- unkaffið sitt. Krakkarnir vöknuðu. Þau þurfti að klæða og gefa þeim mat í litlu magana. Þegar svo þessu var lokið, þá voru það kýrnar. Elsti drengurinn sótti kýrnar og setti þær inn. Þá voru þau oftast komin i fjósið, hjónin. Ef Jón var þá ekki í einhverri íhlaupavinnu, en það var hann oft. Og þá var Salóme ein með börn og bú. Þessi morgun byrjaði eins og allir hinir. Drengurinn sem hét Ingimund- ur sótti kýrnar og hjónin mjólkuðu. Ingimundur fór oftast með mjólkina til prestshjónanna, en þau voru fastir viðskiptavinir. Svo var einnig þennan morgun. — Drifðu þig bara af stað góði minn, ég skal reka kýrnar, sagði Sal- óme. Hún var hress þó að hún gengi með enn eitt barnið. Hún var bless- unarlega laus við að vera veik um meðgöngutímann. Það hafði hún al- drei verið. Það var eins og hún væri sköpuð til að ganga með börn. Salóme fannst líka gaman að rölta á eftir kúnum í góðu veðri. Hún setti upp skuplu og gekk af stað. Ekkert hafði hún í hendi. Henni þótti vænt um kýrnar sínar og gat ekki hugsað sér að dangla í þær. Hvaða vit var líka í að reka þær hratt. Júgrin á sumum kúnum voru síð og hún gat vel ímyndað sér hvað væri óþægilegt er þau slettust til, þegar kýrnar voru á hlaupum. Salóme gekk hægt. Kýrnar gengu í halarófu á und- an henni hægfara og silalegar. Branda gekk öftust. Hún var aðeins þrevetra og dálítið óstýrilát. Hún átti það til að setja undir sig hausinn og hnybba. Það var ekkert alvarlegt, en hún var með stór horn. Ingimundur var vanur að hafa spýtu í hendinni og slá til hennar ef hún lét þannig. Það var yfirleitt nóg. En þennan morgun lá eitthvað illa á Bröndu, hún var alltaf að snúa sér við og hnusa út í loftið. Salóme lét það ekki á sig fá. Branda sýndist vera efnileg kýr svo að henni fyrirgafst þetta óstýrilæti. Svo skeði það mjög óvænt. Branda snarsneri sér við og kom hlaupandi í átt til Salóme með hausinn undir sér. Hún var ekkert árennileg og bölvaði hraustlega um leið og hún rótaði með hausnum í jörðina. Það fór að fara um Salóme. Var kýrin að verða vitlaus? Hún reyndi að stugga við henni, en Bröndu var alvara og hún réðst sam- stundis á vanfæra konuna. Þar sem Salóme var lítil og létt var það auðvelt fyrir kúna að koma henni undir sig. Salóme varð alvarlega hrædd. Stór kýrhorn voru mjög hættuleg og hvað gat hún gert sér til varnar. Hún var ekki mest hrædd um líf sitt, heldur litla ófædda barnsins. Það gat verið að Branda ræki hana í Heima er bezt 47

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.