Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 34
var nú orðinn hreppstjóri, í stað Þorbjörns, sem hafði beðist undan að gegna því starfi, vegna erfiðleikanna, sem lágu á Hvammsheimilinu. Stuttu eftir lokin kom Steini einn daginn með pjönkur sínar á bakinu. Hafði vertíð hans verið rýr, og það litla, sem honum hafði áskotnast, farið að mestu í vín og tóbak og aðra óreiðu. Sillu fannst hann nú síst vera annar maður en áður, hann var viðskotaillur og hótfyndinn og jók það á áhyggjur hennar. Um fardagaleytið voru reytur dánarbúsins seldar á uppboði og varð Silla að tína allt fram, sem hún vissi og var krafin um að láta af hendi. Að síðustu kom hún með nokkra sláturskeppi í fötu og eitt skinn af kálfi, sem kýrin hafði borið um veturinn og smjörklípu sem hún hafði dregið saman og strokkað daginn áður. Jörðin hafði þegar verið leigð hjónum utar úr sveitinni, sem Silla varð að rýma fyrir og flytja út án þess að hafa samastað. Eftir að þau Silla og Steini voru nú orðin vega- laus, þá fóru þau á fund Þorbjörns í Hvammi og leituðu eftir hvað til úrræða væri í kjörum sínum. Varð það úr, að þau fluttust að Hvammi, sem húshjú. Brátt fann Silla að Hvammsheimilið var með öðrum brag en áður fyrr, reisn þess var ekki söm og áður, og í daglegri umgengni var Þorbjörn ekki sá sem í fyrri tíð. í stað félagslyndis og athafnavilja, sem hún áður þekkti í fari hans, þá var hann nú fáskiptinn og þögull í viðmóti. Til mannfunda fór hann aldrei, og sonarmissinn tregaði hann og háði örlagaglímu með brostnar vonir um ætt og óðal, samfara biturri reynslu af kynnum við samtíðar- mennina. Það svarf beiskju í huga hans. □ hann hugði standa í vegi fyrir sér og naut þess að heyra fréttina af afkomunni þar. Fáir voru nú, sem mundu eftir að hafa þegið hjálp það- an, enda var nú enginn, sem gerðist talsmaður fyrir slíku, og fáir aflögufærir. Eftir að þau Silla og Steini voru flutt að Hvammi, bar brátt á því að Steini tók upp sína fyrri háttu með lausung, drykkjuskap og annað svall. Að verki hélt hann sig lítið, en þess í stað meira til ferðalaga og hávaða á mannamótum. Heima fyrir var hann irringagjarn og róstusamur, einkum þó við Sillu, konu sína og þá sparaði hann ekki köpuryrðin. því að hann þoldi illa vinnusemi hennar og umhyggju í garð Hvammsheimilisins, sem hún nú hafði alla ástundun fyrir að vel færi, sem væri það hennar eigið heimili. Er fram liðu tímar, þá bar fátt til tíðinda utan þess, að fátt tók að gerast á milli þeirra Þorbjörns og Steina, enda voru þeir mjög ólíkir um alla háttu. Þorbjörn tíðum einrænn í skapi og þögull, en Steini aftur á móti málgefinn og mikill á lofti og áleit sig vita skil flestra hluta og kunna ráð við. Hugsanir Þorbjörns þekkti enginn, og áform til athafna voru ekki rædd, heldur gekk hver að sínu. Áður fyrr hafði hann ekki dulið tilfinningar sínar og ráðagerðir öndvert við það sem nú var. Sillu fannst hún ekki þekkja hann lengur sem áður, öran og heitan i lund. Hafði hún stundum orð á þessu við Steina, en það varð aðeins til ills eins á milli þeirra, því fátt gátu þau átt sameiginlegt. Þó tóku sumir eftir þvi að Steini gat átt það til að láta vel að konu sinni og bar þá jafnan umhyggju fyrir að hún ynni of mikið og yrði að hvílast. Þeir sem gerst þekktu til, þeim fannst ósam- ræmið milli orðs og æðis vera úr hófi fram og hentu gaman Vorið sem þau fluttu að Hvammi, Silla og Steini, var mjög kalt og hretviðrasamt, og var afkoman hjá mörgum bænd- um í sveitinni mjög bágborin, og svo var það einnig hjá Þorbirni í Hvammi. Nú var það ekki lengur Hvamms- heimilið, sem hafði björg að miðla því illa hafði heyjast sumarið áður og fénaði lítið haldið til haga um veturinn. Með vordögunum, þegar enginn gróður kom og kulda- næðingurinn hélzt, þá fór fénaður að dragast upp vegna fóðurskorts. Þannig var aðkoman á því heimili, þar sem Silla gekk nú að verkum hvar hún sá þörf fyrir, full vilja og atorku. Hjúkraði hún Þuríði húsfreyju af mikilli elju og bar um- hyggju fyrir líðan hennar og batt vonir um framför og bata á heilsu hennar. Sívökul augu Sillu, fylgdu einnig gamla húsbóndanum sínum og vöktu yfir velferð hans og þörf, án þess þó að gera sér grein fyrir því, að einmitt með alúð sinni og umönnun, jók hún aðeins á trega hans og sálarbaráttu, því að í um- hyggju hinnar gömlu vinnukonu þeirra hjóna, þá fannst honum hann finna vorkunnsemi, er á sérstakan hátt jók á kvöl hans og innra stolt. Björn í Skógum bjó enn sem fyrr við góða búsæld auk þess sem hann nú var tekinn við sveitarstjórninni. Enn sem fyrr hugði hann á gamlar erjur við Hvammsbóndann er Nú bar það til dag einn að vorlagi ári síðar, að menn tóku eftir því að áliðnum degi, hvar Steini í Hvammi sást á reið út í sveit og fór mikinn og sást lítt fyrir, hvar hann leggur út í Hvammsá, kolmórauða í foráttu vexti án þess að hægja á ferð. Hafði hann tvo hesta til reiðar. Þótti ýmsum, sem til sáu, að eigi væri farið með aðgát og vissu eigi, hversu mikið við lægi. Voru þegar uppi margar getgátur um hvað nú bæri við, eða hver tildrög væru og hvert væri heitið ferð hans. Þóttust sumir renna í það grun, hvað til stæði, aðrir sáu það eins og eftir á, þó langt væri síðan að þeir hefðu komið að Hvammi. Þeim hefði þá eins og sýnst, að eigi væri allt með felldu hjá Sillu. Þeim hafði sýnst hún eitthvað öðruvísi en hún ætti að sér að vera. En hvernig getur slíkt átt sér stað? Um þetta var bollalagt fram og aftur og getið í eyðurnar. Ótrúlegt eftir þessi ár frá því þau tóku saman, en auðvitað verður hann látinn gangast við faðerninu. Aumingja Steini, það er svo sem von, að hann sé ekki ánægður með veruna sina á þessum stað, enda er hann farinn að drekka meira en áður. Nokkru síðar um kvöldið sást til Steina ríða til baka, fram um Keramelana og nú ekki einn á ferð, því allir þóttust þar þekkja að Ingveldur ljósmóðir í Skarði væri þar í för með honum. Framhald í næsta blaði. 70 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.