Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 35
Bókahillan Steindór Steindórsson frá Hlöðum Indriði G. Þorsteinsson: ÁTJÁN SÖGUR ÚR ÁLFHEIMUM. Rvík 1986. — Menningarsjóður. Indriði er löngu kunnur sem snjall smá- söguhöfundur, og hóf raunar skáldferil sinn með smásögu, sem hann hlaut verð- laun fyrir. Sögurnar í þessu safni eru samdar á löngu tímabili eða allt frá 1953, og þess því ekki að vænta, að fram komi nýjar hliðar á smásagnagerð hans. En víða er komið við og á ýmsa strengi er slegið. Hann segir stuttar ástasögur, harmsögur, dálítið hvassar ádeilur, og oft er þægilegur gamanblær á frásögninni. Víða velur hann sögum sínum stað, eða allt sunnan frá Mallorka og norður í Skagafjörð, og alltaf finnst mér hann ná sér best á strik, þegar hann hefir skagfirska jörð undir fótum, og grynnst er á skagfirskunni í efnismeðferð- inni. Þar eru rætur hans. Maður les sögur Indriða sér til ánægju næstum því sama hvar hann grípur niður. Ég las ein- hverntíma nýlega þau ummæli um Indriða, að hann lýsti öllum betur umbrotum sam- tíðar vorrar, eða eitthvað á þá leið. Þessar Átján sögur úr álfheimum sýna og sanna þau ummæli. Kristján Eldjám: HJÁ FÓLKINU í LANDINU. Rvík 1986. Menningarsjóður. í þessa litlu, snotru bók er safnað nokkrum ræðum og ávörpum dr. Kristjáns Eldjárns forseta íslands, er hann flutti á forsetaár- um sínum, eru það bæði áramótaræður hans og ávörp við hátíðleg tækifæri, er það gott og maklegt að þær geymist þannig á einum stað. Ræðurnar einkennast aUar af djúpri hugsun, alvöruþunga og góðvild. Þær eru ekki dægurflugur, eins og tæki- færisræður oft vilja verða, heldur ávöxtur af íhygli viturs manns, sem gerir sér ljósa ábyrgð sína í vandamiklu starfi og viU miðla þjóð sinni nokkru af reynslu sinni og þekkingu á mannlegum viðfangsefnum. Enda er það svo, að naumast verður nokk- urs staðar gripið svo niður í ræðunum að maður finni ekki eitthvað sem grípur hug- ann og verður minnisstætt. Kristjáni Eld- járn lék íslenskt mál mjög á tungu, og hann bæði unni og kunni tungu vora með ágæt- um, sjást þess hvarvetna merki. Tungutak hans er létt og fagurt, og svo fullkomlega laust við aUt tUdur og yfirlæti eins og ís- lensk tunga getur tærust verið. Eins og ég sagði fyrr var það gott verk og þarft að gefa ræður þessar út í bók, en ekki væri síður fengur í að fá safn af fræðilegum ritgerðum hans í bókarformi en þær eru margar klass- iskar bæði að efni og meðferð þess. Frank Ponzi: ÍSLAND Á 19. ÖLD. Leiðangrar og listamenn. Rvík 1986. Almenna bókafélagið. Svo má kalla, að með 19. öldinni hefjist ferðir erlendra ferðamanna tU Islands að nokkru ráði. En sameiginlegt var leiðangr- um 19. aldarinnar og hinnar fyrri, að flestir þeirra voru gerðir út í fræðUegum tilgangi. Hefir Þorvaldur Thoroddsen gert hinni fræðUegu hlið skU í Landfræðisögu sinni allt fram tU 1880. En sumum þessum leið- angrum fylgdu ágætir listamenn, og margir vísindamennirnir voru og vel færir í mynd- mennt og gerðu góðar myndir af því, sem fyrir augun bar, enda var þeim það nauð- syn áður en myndavélin kom tU sögunnar. En auk náttúruskoðara og annarra vísinda- manna lögðu ýmsir listamenn leiðir sínar tU landsins í þeim tilgangi einum að festa eitthvað af svipmóti þess á pappír eða léreft. Ennfremur urðu ýmsir ferðamenn tU þess að gera myndir frá landinu. En lítU skU hefir Þorvaldur gert myndagerð í sínu ágæta riti, og ekkert yfirlitsrit hefir verið tU um myndir frá íslandi á 19. öld. Stærsta myndverkið frá 19. öldinni er áreiðanlega myndir Mayers frá Gaimardleiðangrinum, og svo skemmtUega vill tU að það birtist i nýstárlegri íslenskri útgáfu nær samtímis því yfirlitsverki, sem hér er gert að umtals- efni. En furðumikU myndasaga íslands hef- ir birst víðs vegar á 19. öldinni og margt af því efni lítt eða ekki kunnugt, hvorki hér á landi né erlendis. En í bók þeirri, sem hér um ræðir hefir listfræðingurinn F. Ponzi birt yfirlit um myndsögu íslands á 19. öld, og í því tUefni kannað söfn, bæði opinber og einstaklinga víða um lönd ásamt bókum með íslensku myndefni, og sést hér árang- ur þeirrar söfnunar. Með myndunum hefir safnandinn samið stuttar frásagnir um listamennina og ferðir þeirra tU íslands, og kemur þar sitthvað fram, sem ég hygg að ekki hafi birst fyrr í íslenskum ritum. Yfir- litsgreinar svo og myndatextar eru bæði á íslensku og ensku. En þar sem rúmið hefir verið takmarkað er víða farið fuUfljótt yfir sögu, og sums staðar mun gæta óná- kvæmni, svo sem þegar landmælingamað- urinn Frisak er kaUaður skipstjóri í íslenska textanum. Hann var kapteinn í landher Norðmanna og síðan Dana. Þá mundi og vera unnt að greina nákvæmar frá hvar sumar myndanna er að finna. En hér er ekki færi á að eltast við slíkt. Aðalatriðið er, að í bókinni er gefið yfirlit um mynda- sögu landsins á 19. öldinni á greinagóðan hátt, og handhægt að grípa til þess, ef mann langar til að vita eitthvað í því efni. Bókin er hin fegursta að allri ytri gerð og prýði hvers bókasafns. Jóhann Jónsson: LJÓÐ OG RITGERÐIR. Rvík 1986. Menningarsjóður. Jóhann Jónsson hefir verið hálfgerður huldumaður í íslenskum bókmenntum næstum frá því hann fyrst birti ljóð sín á prenti. Jafnvel samtíðarmenn hans vissu lítil deUi á honum, og naumast munu þeir vera margir af yngri kynslóðunum, sem vita nokkuð um hann eða verk hans. Hann hefir að kalla má verið einkaeign nokkurra aðdáenda og fagurkera. Hann kvaddi sér að vísu hljóðs á skólaárum sínum, og allir sem á ljóð hans minntust luku á þau lofs- orði, og spáðu því að hér væri mikið skáld á ferðinni. En síðan varð hljótt um hann. Til þessa liggja eðlilegar ástæður. Hann orti lítið, en dvaldist erlendis og hafði lítið samband við íslendinga, og hann lést ung- ur að árum eftir langvinn og þungbær veik- indi. Ljóð hans voru að vísu prentuð 1952 löngu eftir andlát hans, en þau virðast hafa horfið í bókaflóði þess tíma. Raunar hafa menn mikils misst við hve hljótt hefir verið um ljóð Jóhanns. Þau eru að vísu fá, en öll eru þau perlur í íslenskri ljóðlist. Þau eru tímamótaverk, benda þó meira til framtíðarinnar, en fylgja í ýmsu gamalli ljóðhefð. Jóhann og Davíð Stefánsson voru samtímis í skóla, en að því er Halldór Lax- ness segir voru kynni þeirra engin, en báð- ir þó upprennandi skáld hins nýja tíma. Þegar vér nú lesum þetta litla ljóðakver Jóhanns, hljótum vér að sakna þess, að höfundi skyldu ekki endast kraftar til að kveða meira. Og þó —. I ritgerð um Jóhann hermir Halldór Laxness ummæli bók- menntafrömuðar um kvæðið Söknuð, sem tvímælalaust er mesta kvæði Jóhanns, ,,Jó- hann er eins kvæðis maður og það er hon- um nóg, margur má una við minna”, og Halldór bætir við: „flest skáld verða að láta sér nægja ekki einu sinni það." Það er létt að samþykkja þessi ummæli. Það má vera öllum ljóðaunnendum fagnaðarefni, að hin fáu ljóð Jóhanns skuli nú vera gefin út að nýju á árinu, sem hann hefði orðið níræður. í bókinni eru einnig nokkur kvæði og þýð- ingar á þýsku, og ritgerðir eftir Halldór Laxness, sem eru kærkominn og nauðsyn- legur inngangur að ljóðum Jóhanns, ekki síst fyrir þá ungu kynslóð, sem nú fær ljóð- in í hendur, en einnig mikils virði fyrir hina eldri, sem ef til vill vita lítið meira. St. Std. Heima er bezl 71

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.