Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 30
Syðri-Huldufólksbœir í Hallhöfðaskógi. um mig. Ha! Nú ber eitthvað nýrra við. Ég heyri undarlega hljóma og — söng, margraddaðan. Þetta var gam- an. Það minnir mig á engilraddirnar, sem ég hef stundum heyrt á jólunum, strax eftir að ég sofnaði. — Kirkjan opnast. Ég sé inn í upplýsta hvelfingu með óteljandi, marglitum, óvenju- björtum ljósum. Aðra eins dýrð hef ég aldrei litið. Og — þarna, — þarna er fólk, fjöldi af fólki og þrjár hvítar verur. Þær standa uppi á háum palli innst inni. Allt stúlkur? Ne-ei. Ekki sú í miðjunni, svona há og bústin og breið, um mjaðmir, — stórglæsileg. Það er náttúrlega drottningin þeirra? Já, — auðvitað. En hvar ætii kóngsi sé? Líklega dáinn. Og nú sé ég betur. Þetta eru áreiðanlega dætur þeirra svona engilfagrar. Og önnur þeirra lítur til mín. Svo hverfur hún. Hvert skyldi hún ætla? Ég er undirlagður af forvitni og hrifningu og — spenningi, yfir að sjá og heyra þetta allt. Ha, kva, — hver er að hvísla? „Nú sérð þú það, sem þú hefur svo oft þráð. Ég fékk leyfi til að sýna þér það, en fyrst varð ég að svæfa þig. Þetta var líka bezta tækifærið. Það var upplagt. Komdu nú með mér og minnstu þess síðar hvað þú hefur heyrt og séð. Þú hefur svo oft hugsað hlýtt til okkar og nú erum við að end- urgjalda það.“ Þessi rödd var svo blíð og ég var svo hrifinn af söngnum og öllu, er ég sá, að ég veitti engu öðru eftirtekt, fyrr en ég fann að það er tekið þétt í hönd mína og þá rís ég á fætur. „Ha — kva — að er þetta?“ Ég nudda stýrurnar úr augunum, með hendinni, sem var laus. ,,Jú, — nú sé ég það.“ Undur fögur huldumey stendur hjá mér og heldur í hönd mína. Þvílíkri töfrafegurð hafði ég aldrei getað hugsað mér að ég ætti eft- ir að kynnast, og hafði ég þó heyrt og lesið um margar fallegar prinsessur og sumar höfðu svo viðkvæmt hörund, að þó þær veltu sér á mörgum æðar- dúnssængum, fundu þær strax ef ein- hver ætlaði að hrekkja þær, með því að smeygja örlítilli matbaun inn á rúmbotninn. Það yrði enginn of sæll af því að ætla að góma þær. Og nú varð mér fyrst litið í augun á henni. Þvílík augu hafði ég aldrei séð. Og — brosið. Því gleymi ég heldur ekki. Hún leiðir mig inn í helgidóminn, inn í alla þessa ljósadýrð, inn á milli fólksins, sem ég sé nú vel. Og þarna stendur drottningin og dóttir hennar. Það var ekki um að villast. Hvað þær gátu verið likar, systurnar, sennilega tvíburar, hugsaði ég. Engm orð fá lýst þeirri unaðskennd, sem gagntók mig, þegar ég stóð þarna við hlið huldu- meyjarinnar og fann, að enn þrýsti hún hönd mína, því það var engin ímyndun. Ekki flaug mér þá í hug að kyssa hana, þó mér virtist hún ekkert á móti því. Nei, svo mikill auli var ég. Hitt man ég glöggt að mér kom í hug, að mætti maður búast við svipuðum viðtökum í himnaríki, ja — þá væri það meiri yfirsjónin að draga það á langinn, að komast þangað, eins og fjöldinn virtist þó gera. — Og mér varð litið upp til drottningarinnar og gaf dótturinni auðvitað auga um leið. Ég gat ómögulega betur séð en þær litu til mín, báðar, og brostu. Og það brá fyrir einhverjum ertandi glettnis- glömpum í augum þeirra. En — hvað var nú þetta? Dúnmjúkir armar vefj- ast um hálsinn á mér og enn mýkri varir snerta vangann og þeim fylgir sá hunangsilmur, sem ég hélt að væri ekki til, nema þá helzt í himnaríki. Ég áttaði mig þó — af einhverri hend- ingu — og ætlaði að faðma þetta allt. Þá kom reiðarslagið. Jörðin skalf, allt hvarf og einhver hvæsti svo óskap- lega, eins og stórhveli, sem komið er að því að springa, þegar það kemur upp á yfirborðið. Ég hrekk upp og held þá svo fast um hríslurnar, sem eru næstar mér, að ég flumbra mig talsvert á nefinu. Og enn skelfur jörð- in. Hvílík umskipti! Ég sé að Krúna stendur hjá mér, stappar niður fótun- um og fnæsir svona voðalega. Hún hefur sjálfsagt haldið að þarna lægi hundur. Tvö krúnótt lömb vafra á eftir henni. Hinar ærnar, sem fóru með henni, eru að nasla grængresið rétt við Huldufólksbæina. Aldrei hef ég getað fyrirgefið Krúnu minni það, að hún skyldi vekja mig á þessu augnabliki. Ég huggaði mig þó fljótt við það — og það geri ég enn — að hér hafi verið að verki mér vinsamleg öfl, sem okkur eru hulin, en sem veita mér unað og ró, þar til yfir lýkur.“ Síðustu orðin sagði gamli maðurinn með miklum sannfæringarkrafti og klökknaði við. Júní 1973, á Bjarmalandi. (Skrifað niður skömmu síðar.) 66 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.