Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 9
„Væri ekki ráð, að það skilyrði fylgdi heiðurslaunum, að listamenn, sem þau fá, flytji aftur í átthagana?“ aðra eða órímaðra ljóða. Rímið hefur oft leitt menn í ógöngur eins og fleiri þættir ljóðagerðar. Kenningarnar riðu t.d. rímunum að fullu, urðu seinast eins og ófær frumskógur. Svo var rætt um að rímið hefði runnið sitt skeið. En það sem við tók var ekki eins spánnýtt og menn vildu vera láta. Menn hafa víst glímt við form frá því á miðöldum og sennilega fyrr. En kvæði þarf ekki að vera gott, þótt það sé rétt rímað. Það ræðst i fyrsta lagi af máli og stíl og síðan af skáldlegri hugmynd, hvort kvæði er gott eður ei. Nú er oft sagt að yngri mennirnir yrki illa og þá oft á tíðum án þess, að þeir, sem dóm fella, hafi sökkt sér niður í nútímakveðskap. Við höfum vissulega misst mikið af höfuðskáldum á skömmum tima. En það hefur verið ort illa á öllum skeiðum skáldskapar. Sá sem hyggst hafa heildarsýn og kannar kveðskap fyrri tíða, verður fyrir miklum vonbrigðum. Þar skortir ekki leirburð. Tíminn sker úr um það, hvað lifir í listum. En tíminn getur verið rang- látur dómari. Góð skáld og skáldverk hafa glatast vegna þess, að samtíminn kunni ekki að meta þau og kvað þau niður. Svo má með sanni segja, að listin bruðli mikið. og lífið er þannig. það bruðlar; og líf og list eru það sama. — — Nú ert þú eina skáldið hérlendis, sem mér er kunn- ugt um, að hafi visvitandi valið þá leið í sumum Ijóðum, að nota endarím, en hirða þá hvorki um stuðla og höfuð- stafi. — — Já. það er ekki auðveld regla, vegna þess að hér verður kvæðið að standa og falla með sjálfu sér eins og úti á víðavangi. Ég held að samkvæmt þessari aðferð reyni meira á heiðarleika skáldsins, er það sleppir öllum hjálp- artækjum eins og teiknarinn, sem gerir mynd frihendis. Rím og höfuðstafir eru ekki bókmenntaleg virki. Þennan heiðarleika skáldskaparins verður hver að reyna að rækta með sér, og hver á sinn hátt. — V — Hver telur þú best tíðinda á sviði ljóðagerðar hin síðari ár? — — Mér þykir mest til um það síðustu áratugi, hve hlutur kvenna er orðinn mikill. Fram undir 1950 áttum við aðeins þrjár mikilvirkar skáldkonur, þ.e.a.s. ljóðskáld í hópi kvenna. Hulda, Ólöf frá Hlöðum og Guðfinna frá Hömr- um höfðu sérstöðu á fyrri hluta þessarar aldar. Þeim veittist öðrum konum léttara að yrkja með öðrum störfum. Nú hafa komið fram gáfaðar og listrænar skáldkonur. Þær auðga skáldskap okkar af reynslu og lífsskoðunum kvenna. Égnefni Halldóru B. Björnsson, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Nínu Björk Árnadóttur, Steinunni Sigurðardóttur, Unni Eiríksdóttur, Þóru Jónsdóttur og Þuríði Guðmundsdóttur. Ég tel t.d. Þuríði eitthvert besta skáld í okkar samtíð. Það er klifað á því, að ljóðið sé á undanhaldi. En ef gert væri eins mikið fyrir ljóð eins og fyrir íþróttir og túlkandi listir, þyrftum við engu að kvíða um framtíð ljóðsins. Ljóð eru rauði þráðurinn í bókmenntum okkar, þjóðtungan hvílir á arfi skáldanna og menningin að verulegu leyti. Við göngum alltof langt í þvi að höggva á tengslin við fortíð okkar. Þau tengsl eru jafn nauðsynleg og sú viðleitni að koma með eitthvað nýtt eða nýstárlegt. Flest stór stökk verða umdeild. Áður var stæling eða eftirlíking talin hvimleiður galli og leirburður vall fram, þegar pétur og páll rembdust við og reyndu að stæla stórskáldin. Nýi skáldskapurinn er misjafn að gæðum og í honum gætir víða erlendra áhrifa og stæl- inga í áslætti, sem I ýmsum tilvikum flokkast því miður undir argasta leirburð. Það skiptir mestu, að skáldskapur sé borinn uppi af máli og stíl. Meðferðin á móðurmálinu á að vera með þeim hætti, að hún efli það og þroski. Ég nefni tvö skáld, Hannes Pétursson, sem fæddur er 1931, og Þorstein frá Hamri, sjö árum yngri, sem ættu báðir að vera í sér- stökum heiðurslaunaflokki. Gildi skáldskapar þeirra er m.a. í því fólgið, að þeir yrkja um líkt efni og gömlu stór- skáldin, höfundar sígildrar listar, en hafa báðir komið fram með merkilegar nýungar í máli og stíl. Annars megum við ekki vekja upp deilur, hvorki um nýja skáldskaparstefnu, nýja málverkið og nýju tónlistina. Énginn glimir á vett- vangi þessara greina með veraldarauð í huga. Það er sölu- mennskan, sem nú veldur mestum vandræðum í menn- ingarlífi okkar. Við vitum að ekki er hægt að selja ljóð til jólagjafa. Menn kaupa miklu fremur leirburð nútímans, spennusögur og hráar viðtalsbækur, þar sem stílgæði og málvöndun eru fyrir borð borin. Markaðshugssjónin fimbulkalda er ógnun við andleg verðmæti. En þó gefumst við ekki upp. Við skulum hafa það í huga, að á öndverðri nítjándu öldinni reyndu íslenskir prestar að fá menn til þess að kaupa Fjölni í sveitum landsins, og gátu kannski selt hann tveimur til þremur gildum bændum í hverri sókn. Samt urðu áhrif hans jafn mikil og raun ber vitni. Heima er bezt 45

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.