Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 28
sigur unninn og lá nú leiðin út Runubrúnir og heim að Þorljótsstöðum komu þeir um fótaferðartíma, þreyttir og matarlausir eftir sólarhrings göngu. Ekki höfðu þeir göngumenn sofið lengi þegar gesti bar að garði. Það voru þeir séra Jón Magnússon og Jón Tómasson að sækja féð. Fénu var smalað og rekið út í Bjarnastaðahlíð um kvöldið. Tvær ær, sem séra Jón átti, voru bornar, og fékk hann Hjálmari þær. Hann fékk kindur frá fleirum, en vildi lítið eða ekkert taka fyrir sitt framlag, sem var mikið. Engin kind fórst í Runu, en tvær vantaði og munu þær hafa komið um haustið. Synir Sveins í Bjarnastaðahlíð, Guðmundur og Ólafur, síðar bóndi á Starrastöðum, vöktu yfir fénu um nóttina og þótti æði erilsamt. Næsta dag var féð rekið út sveitina, en þegar að Svartá kom, var hún í miklu flóði, ófær iVieð öllu. En ekkert var látið undan draga. Féð var ferjað yfir ána á gaflkænu í Mælifellsnesi og mun það hafa tekið langan tíma. Margt fólk stóð í kringum féð. Vinnumaður á Mælifelli Tímóteus Torfason fimmtugur að aldri, réri kænu þessari. 6 kindur fóru yfir í einu og var maður með til að halda við þær. Engar aðrar sagnir hef ég heyrt um, að fé hafi verið flutt á skipi yfir Svartá, en hvað hefur orðið um gaflkænu þessa veit ég ekki. Þorsteinn sonur séra Jóns skrifar, að faðir sinn og Daníel bóndi á Steinsstöðum hafi átt bát í félagi við Bugavatn vegna silungsveiða þar. Fyrst þegar ég kom að Bugavatni vorið 1915, sá ég bátskrifli liggja á hvolfi við vatnið. Skyldi það ekki hafa verið sama skipið? Þá verður ekki sagt frá fleiru, er snertir hinn gagnmerka sveimhuga, séra Jón Magnússon á Mælifelli. Hrakningar Guðmundar [1849] Guðmundur hét maður einn norður í Kelduhverfi er vitjaði um selanót einn á báti, en suðuræsing rak á, svo að hann rak undan á haf út. Var þá öll lífsvon úti; gætti hann þess eins að halda báti sínum í horfi, og aldrei fór hann af kjölnum. Kom svo, að bátinn rak að skerjum nokkrum, og var þá veður lygnt. Er sagt, að það væri á 4ða eða 5ta dægri eftir það hann vitjaði um nótina. All- máttvana var Guðmundur þá, bæði sökum vos- búðar og hungurs, hafði hann haft skinnsokka eina skinnklæða. Eigi kenndi hann deili nein á, hvar hann var kominn, en það var við Grímsey, og hafði hann þá hrakizt meira en 12 vikur sævar. Brátt sáu Grímseyingar til hans og fengu þegar borgið honum og veittu góðan beina. Komst hann löngu seinna í land á Akureyri, og spurði hann þar, að seldar hefðu verið eigur hans á sölufundi - en verð þeirra mundi hann fá - því allir höfðu talið hann dauðan. (Lbs. 1121, 4'°). 64 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.