Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 14
Prestur bað Jón taka þær og kanna fyrir sig hvort einhver þekkti. Presturinn var orðinn fótaveikur og var því feginn ef hann gat losnað við að ganga mjög mikið. Jón fór og kom aftur eftir drykklanga stund. Sagði hann þetta vera Jón Bjarnason. Systir hans þekkti brækurnar. Hún hafði sjálf saumað þessa stafi. Veslings stúlkan hafði tekið þetta nærri sér. — Ekki vænti ég að þér væruð fá- anlegur til að vaka hér þrjár næstu nætur? spurði prestur. Jón hugsaði sig um. Hann var ekki hræddur við hina dauðu. Þeir gátu verið verri sem lifðu. Jón varð sjálfur var við svo margt að hann kippti sér ekki upp við, þó hann sæi anda dáins manns. En eitt var víst að ekki yrði gott að fá mann til að vaka yfir líkun- um. Jafnvel þeir sem snauðastir voru fengust ekki til svoleiðis starfa, þó þeir fengju krónur fyrir. Til þess voru þeir of huglausir og hjátrúin var of sterk. Það vantaði ekki að margar sögur voru til af þeim sem létu lífið í sjó. — Ég tek fimm krónur fyrir nótt- ina. Presturinn saup hveljur og strauk skeggið. — En góði Jón, fimm krónur eru ógrynni fjár. — Jæja, fáið þér þá einhvern ann- an, eða vakið sjálfur. Ekki hafið þér þá eina þessar nætur vænti ég. — Þér skuluð fá þessar krónur þegar þér eruð búinn að vaka. — Nei, ég vil fá þær fyrirfram. Er- uð þér búinn að gleyma sögunni um hann Gvend, sem vakti yfir sjómann- inum hér um árið. Ekki læt ég drepa mig fyrir ekki neitt. Presturinn gróf upp fimmtán krón- ur og taldi þær á borðið við hliðina á kertunum sem brunnu jafnt og þétt. — Þér verðið þá að koma. — Jón Guðmundsson í Dal svíkur aldrei það sem hann lofar og tekur ekki við greiðslu fyrir ekki neitt. Jón gekk niður stigann, út úr kirkj- unni og í átt til búðar Kristjáns. Þar fór hann inn og slengdi fimmtán krónum á borðið. — Þetta er upp í skuldina. Kristján kaupmaður var sjálfur innan við borðið. Hann var á miðjum aldri, grannvaxinn með arnarnef. Smekklega var hann klæddur, enda taldi hann sig til heldri manna. Hann leit hvatskeytslega á Jón um leið og hann kom. — Hvað var það fyrir þig núna? — Ég sagði að hér væru fimmtán krónur upp í skuldina. Kristján greip krónurnar og taldi þær þrisvar áður en hann tók upp skuldabókina og byrjaði að færa inn í hana. Honum varð hugsað til þess hvar í dauðanum Jón hefði fengið þessa peninga. Betra hefði verið að hann hefði ekki getað greitt. Þá hefði hann orðið að koma með alla sína mjólk til hans. Kristján kláraði að færa inn í bókina og tók að telja pen- ingana einu sinni enn. Það lá við að hann tryði þessu ekki. Varla spruttu peningar í Dal. Jón sagði: — Jæja, kaffi fyrir það. Það var glaður og hreykinn maður sem gekk skömmu seinna leiðina heim að Dal. Þetta hafði verið góð dagsstund. En nú þyrfti hann að sinna störfunum heima. Éf til vill gæti hann lagt sig stund áður en hann færi á fund hinna dauðu og vekti yfir þeim. Hann hlakkaði til að koma heim með klútinn handa konunni og kandísinn handa krökkunum. Brennivínið ætl- aði hann sjálfum sér er hann færi að vaka. Ekki dygði að sofna á verðinum. Jón Guðmundsson var vanur að gera það sem hann ætlaði sér og gera það vel. — Ég ætla að fá höfuðklútinn þama, 'A kg af kandís og brennivíns- pela. Kristján hnyklaði brýrnar. — Þú ætlar bara að bæta við skuldina strax aftur. Kristján setti upp svip þess er vald- ið hefur en tíndi samt umbeðna hluti fram á borðið. — Nei, ég ætla að borga þetta. Jón dró upp krónurnar tvær frá þeim Hannesi og Leifi. Kristján varð enn meira undrandi á svipinn. Hann var farinn að halda að Jón hefði komist yfir nábrók. Hann reiknaði: — Klútur 35 aurar, kandís 23 aur- ar, brennivín 70 aurar, 72 aurar í af- gang. Krakkahópurinn kom hlaupandi á móti honum er nær dró bænum. Þau töluðu hvert í kapp við annað. Salóme stóð í dyrunum. Hún var falleg þar sem hún stóð, með hreina svuntu og mikla hárið sitt vandlega greitt og fléttað um höfuðið. Hún var sköruleg kona þó smá væri vexti. Jóni hlýnaði um hjartaræturnar. Það gátu allir séð að hún var ekki kona einsömul, hún Salóme hans. Hann hryllti við, er hann hugsaði um hve hætt hún hafði verið komin um morguninn. Það sá töluvert á henni. Kviðurinn stóð út í 50 Heimaer bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.