Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 22
 ■sr te 1, - t ______ \ * MINNINGAR Einars Frá Hafranesi ANNAR HLUTI Þarna á leiðinni sá ég sel í fyrsta sinni á ævinni. Var það stór ísaselur (vöðuselur) sem lá uppi á jaka. Reyndu báts- verjar að komast í færi við hann, því faðir minn var með byssu í bátnum og var annáluð skytta, en kobbi beið eigi boðanna, en stakk sér í sjóinn. Þótti okkur systkinunum það undraverð sjón, að sjá hann stinga sér og hverfa í sjóinn, í eins miklum kulda og okkur fannst vera. Minningar frá Berunesi Við komum að Berunesi síðari hluta dags 4. júní 1882. Man ég vel eftir því, hvað mér fannst allt þar öfugt við það, sem var í Bleiksá. Er það og rétt, að þar er átt öfug til fjalls og sjávar við það, sem er á norðurbyggð. Það hefi ég fundið, þó heimskur væri. Það fyrsta, sem ég man eftir þar, var það, að þegar búið var að bjóða mömmu og okkur börnunum inn, en það gerði Guðrún Bjarnadóttir, kona Sigurðar Þorsteinssonar bónda á Berunesi, hljóp ég út á hlað. I hlaðvarpanum var kál- garður hlaðinn úr sniddu. Sneru dyr hans heim á hlaðið, en gegnt þeim hinum megin var skarð í vegginn til þess, að vatn gæti runnið þar út, því garðurinn var í miklum halla. Ég fór upp á garðsvegginn og tók að hlaupa í hring þarna. Fannst mér mikið til um það, að ég gat stokkið yfir skarðið í garðinum, sem mun hafa verið innan við alin á breidd. Þegar ég hafði verið litla stund að þessu, kom til mín lítil telpa á mínu reki. „Getur þú stokkið yfir?“ spurði ég hana. Hún kvað já við og stökk yfir. „Hvað heitir þú?“ spurði hún. „Einar,“ svaraði ég og þóttist víst góður af að geta svarað þessu. „En hvað heitir þú?“ spurði ég. „Ásdís,“ svaraði hún, en bætti svo við: „Þú átt bara að kalla mig Dísu.“ Nú var kallað á okkur inn. En þó þetta væri ekki löng samvera hjá okkur börnunum, vorum við orðin mestu mátar, og það sem meira er frásagnar vert er það, að síðan þetta gerðist eru nú liðin næstum 70 ár og þau vináttubönd, sem þarna voru bundin, hafa aldrei slitnað. Við höfum alltaf verið eins og systkin. Þessi litla stúlka, sem þá var, er Ásdís Sigurðardóttir, sem um langt skeið var húsfreyja á Berunesi og gerði þann garð frægan á þeim tíma, ásamt manni sínum Stefáni Magnússyni, sem nú er að kalla má nýlátinn. Ásdís lifir, þegar þetta er ritað, og er til heimilis hjá dóttur sinni Sigríði og Óskari manni hennar, sem búa á Sunnuvegi 3 í Hafnarfirði. Þegar við komum að Berunesi, var bæjarhúsum þar háttað sem hér segir: Þegar gengið var inn í bæinn, var gömul baðstofa til hægri handar. Sneri hún hlið fram á hlaðið og var hliðin með hálfþiljum frá þakskeggi niður, en veggur úr torfi og grjóti neðst. Til vinstri handar var nokk- uð há burst með timburþil niður á hlað. Var fjögurra rúða gluggi á þessu þili í venjulegri hæð yfir jörðu. Þar inni var lítil stofa blámáluð, og yfir henni loft, stofuloft. Þar sem inn var gengið, var líka timburþil frá hlaði með burst hið efra. Loft var þar yfir og kallað dyraloft. Á þilinu vinstra megin dyra var lítill tveggja rúða gluggi. Þegar komið var rétt inn fyrir dyrnar var handsnúin kvörn til vinstri handar. Stóð hún við vegginn milli stofunnar og dyragangsins. Breidd þessa gangs, eða herbergis undir dyraloftinu, milli veggja, mun hafa verið nálægt fjórum álnum. Innst í þessu um- rædda rúmi skiptust gangar þannig: Til hægri handar var gengið inn til baðstofu. Varð þar fyrst fyrir hurð, sem dráttur var á, þ.e. lóð, sem lokaði henni eftir þeim, sem um gekk. Nálægt þrem álnum innar var önnur hurð og rétt fyrir innan hana lá stigi upp á baðstofuloft. Þar var íbúð með hurð fyrir. Það var íbúð föður míns. Rétt fyrir framan dyrnar að íbúð hans voru dyr til hægri handar inn í litla óþiljaða skonsu. Þar voru hafðir hrútar fyrsta veturinn, sem við vorum þarna. Beint inn frá útidyrum lá langur gangur. Við innri enda hans var gengið í eldhús til vinstri, en búr til hægri. Fremst úr þessum gangi lágu göng til vinstri handar, mjög löng. Á vinstri hönd framarlega lágu stigar bæði upp á dyra- og stofuloft. Innst í göngunum var hurð, sem laukst inn í miðja hlið fjóssins. Austan undir bænum var úti- skemma og smiðja við hlið hennar hina nyrðri. Milli þeirra var veggur úr torfi og grjóti. Baðstofan, sem var nokkuð gömul orðin, hygg ég hafi verið 10x4 álnir. Húsið sem foreldrar mínir bjuggu í undir loftinu, hefur því verið um 58 Heimaerbezl

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.