Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.02.1987, Blaðsíða 13
hvorki með meira né minna en fjórar flöskur. Hann vissi að Salóme myndi fylla þær allar og kerlingin hún Sigga myndi ekki minnast á borgun, fremur venju. Það mátti þakka fyrir ef hún segði, — Guð laun. Nei, þetta var ekki skemmtilegt ástand. Svo hafði Geirlaug, ekkjan hans Jakobs, komið strax á eftir. Hann sá hana álengdar, tinandi með mjólkurflösku í hendinni. Henni yrði aldrei neitað, þó svo að hún gæti al- drei borgað einn eyri. Hann gat held- ur ekki skilið á hverju sú manneskja lifði eiginlega. Hún sem hafði misst Jakob í sjóinn fyrir fimm árum og stóð uppi ein með soninn, sem var vangef- inn í þokkabót. Nei, það var alveg óskiljanlegt á hverju sumir drógu fram lífið. Það var líka alveg maka- laust hvað skaparanum gat þóknast að leggja á sumar manneskjur. Jón var þungt hugsi. Kaupmaður- inn hafði sagt daginn áður að nú yrði Jón að hætta að láta aumingjana hafa mjólk og koma með hana í búðina til sín, annars yrði að loka reikningnum hans. Nei, hann Jón Guðmundsson ætlaði ekki að verða til þess að þessir bjálfar yrðu að fara til Kristjáns og kaupa mjólkina volga og á miklu hærra verði. Hvernig færi svo fyrir þessum veslingum er kaupmaðurinn krefðist sinnar greiðslu? Hann var ekki svo miskunnsamur. Þá yrðu heimilin gerð upp og allt færi á sveitina og samfé- lagið. Hann hafði séð of mörg dæmi þess. En sjálfur átti hann konu, börn og bú sem honum bar skylda til að sjá fyrir og hugsa fyrst og fremst um. Hann var heppinn með það allt sam- an. Konan var hraust og vann ötul- lega að búinu og krakkarnir virtust vel gefin. Þau voru blessuð guðs gjöf þessi börn og alltaf bættust fieiri og fleiri í hópinn. Jón var kominn niður í fjöru. Tveir menn stóðu yfir hálfum mannsskrokk sem hafði rekið á land. Þeir voru að karpa um það hvor þeirra ætti að bera leifarnar í líkhúsið. Jón þekkti þá báða. Þetta voru karlarnir, Hannes í Bæ og Leifur á Bakka. Þeir lifðu báðir á sjónum og áttu vel fyrir sig. Þeir litu upp er Jón kom og Hannes ávarpaði hann. — Æ, Jón minn. Haltu nú á hræ- inu því arna í líkhúsið. Mér er alveg lífsins ómögulegt að snerta á því. — Hvað er á móti því að bera lík- amsleifar þessa veslings manns. Vitið þið annars af hverjum þetta er? — Þetta mun vera einn af áhöfn Vörðunnar. Þeir liggja tveir í líkhús- inu núna, þá rak á fjöruna í nótt. Það verður gaman að fá að vita hver fæst til að vaka yfir þeim í nótt. Þeir eru alveg magnaðir þessir sjódauðu menn að ganga aftur. Ég hef vitað til þess að þeir dræpu þá er yfir þeim vaka. Það var Hannes sem hafði mælt þessi orð. — Já, satt mælir þú félagi, sagði Leifur og rétti þeim pontu og bauð þeim að fá sér í nefið. — O, bjálfarnir. Eruð þið hræddir við að manngarmurinn gangi aftur og drepi ykkur ef þið haldið á honum í líkhúsið? Jón tók við pontunni úr hendi Leifs og fékk sér hraustlega í nefið. — Ég borga þér krónu ef þú berð skrokkinn, sagði Leifur. — Og ég krónu, mælti Hannes og seildist ofan í vasa sinn. Jón rétti pontuna aftur til Leifs og tautaði þakklætisorð. Hann varð hugsandi. Skuldin hjá Kristjáni var tuttugu krónur og tvær krónur voru mikið fé. Kannski var guð að koma honum til hjálpar svo hann þyrfti ekki að rukka veslingana. Hann varð að borga tíu krónur inn á reikninginn til að Kristján yrði ánægður. Það var best að vera bjartsýnn. Kannski bjargaðist þetta allt. Hann sagði ekki orð en rétti fram sigggróinn lófann og þeir félagar létu sinn hvora krónuna í hann. Ef til vill höfðu þeir haldið að Jón tæki ekki boðinu. Hann stakk krónunum í vas- ann, tók þennan neðripart mannsins og lagði á öxl sér. Svo gekk hann af stað rólega og taktfast inn í þorpið. Líkhúsið var á kirkjuloftinu. Her- bergi það er ætlað hafði verið undir bækur kirkjunnar og góða gripi var notað sem líkhús. Sjúkrahús var ekk- ert, en þeir sem fársjúkir voru og gátu ekki legið heima, fengu að vera í húsi læknisins, en hann hafði tvö herbergi i húsi sínu til þeirra nota. Það var því oft að það var á mörkunun að hann gæti hýst þá er voru enn í lifenda tölu. En hvergi hafði verið hugsað fyrir hinum. Jón gekk rakleitt til kirkjunnar. Presturinn, aldraður maður og lotinn, var þar fyrir. — Guð veri með yður Jón minn, tautaði hann og signdi sig. — Sælir, séra Sigurður minn. Hér kem ég með leifar þessa ógæfusama manns. Jón gekk upp stigann á kirkjuloftið. Herbergið var ekki stórt. Það logaði á þrem kertum þar inni og lík tveggja sjómanna stóðu uppi. Þau voru sveipuð hvítum dúk, en ásjóna þeirra var óhugnanleg. Ægir hafði sett mark sitt á þá, áður en hann skilaði þessum feng sínum aftur. Presturinn haltraði upp á eftir Jóni. — Hver er þessi maður? — Veit ekki, sagði Jón og lagði frá sér byrði sína. Prestur gekk þar að og tók að rannsaka mannspartinn. Búk- urinn hafði klippst hreinlega í sundur um mittið. Maðurinn hafði verið klæddur föðurlandsbrókum sem voru alheilar. Prestur rýndi í brækurnar. — Hér er saumað J.B. — Það var og. — Já, þá er eftir að vita hvor þeirra það er. Tveir þeirra sem enn er saknað báru sama fangamark. Jón Bjarnason og Jóhann Björnsson. Kannski þekkir einhver þessar brækur. Heima er bezt 49

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.