Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Page 11

Heima er bezt - 01.05.1990, Page 11
þá bar upp á 23. apríl. Emil okkar fæddist líka á sumar- daginn fyrsta árið 1934, sem þá bar upp á 23. apríl. Svo það má segja, að hann hafi sjálfur ákveðið nafnið sitt. Og ég lít alltaf á sumardaginn fyrsta sem afmælisdaginn hans, en ekki mánaðardaginn. Mér féll kennslan vel. En þegar ég var hættur að hlakka til skóladagsins, hætti ég. Þeir dagar voru farnir að koma yfir mig, að ég var hættur að hlakka til. Maður var alltaf glaður, þegar maður sagði upp skóla á vorin, en svo var maður líka dauðfeginn að sjá nemendahópinn sinn aftur á haustin. Ég var svo lánsamur að eignast marga góða vini úr hópi nemenda minna. Þeir gáfu mér meira að segja mál- verk af sjálfum mér eftir Benedikt Gunnarsson, listmálara. Hér sérðu annað málverk uppi á vegg. Það er mynd frá Flatey eftir Veturliða Gunnarsson. Kirkjukór Flateyrar- kirkju gaf Rögnu þessa mynd af æskustöðvum hennar. Hér sérðu húsið, þar sem fjölskylda Rögnu bjó á efri hæðinni. En niðri bjó systir Sveins Gunnlaugssonar og þar var veggfóður, sem Jörundur hundadagakonungur hafði gefið Guðmundi Scheving. Tölvuvæðingin er sjálfsagt ágæt út af fyrir sig. En það getur enginn maður sagt fyrir, hversu ör og óskapleg þróun verður á þessu sviði í framtíðinni. Sonur okkar, Grétar Snær, er starfsmannastjóri hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar. Hann segir mér, að fyrstu tölvurnar hafi tekið hálft, stórt herbergi. En núna má koma þeim fyrir í tösku. Og þó eru þessar nýju miklu mikilvirkari en þær gömlu. Ég hefi unað ákaflega vel hér á Flateyri. Hér hafa allir næstum því dekrað við mig. Ég er heiðursborgari hér eða erkiþorpari, eins og ég kalla það stundum af gamni mínu. Ég er ekki bölsýnn á framtíð Flateyrar. Það verður aldrei gengið fram hjá Vestfjörðum, ef við ætlum að njóta þeirra gjafa, sem sjórinn gefur okkur. En ég held, að jarðgöngin, sem nú er fyrirhugað að grafa á milli Önundarfjarðar, Súgandafjarðar og ísafjarðar, verði áreiðanlega til mikilla bóta fyrir byggðirnar. Það hefur alltaf verið gott samstarf á tbúðarhús Hjartar Hjálmarssonar á Flateyri. (Ljósmynd: Guð- mundur Björgvinsson, Fiateyri). Hjörtur í systkinahópi. Frá vinstri: Hjörtur, Steinunn, Þoriákur, Jón og A ngantvr. milli fiskvinnsluhúsanna hér á Flateyri og á ísafirði. Þau hafa skipst á fiski, eftir því, sem á hefur þurft að halda. Það eru margar fallegar jarðir í Önundarfirði, mjög góðar fyrir kúabú. Ég er alltaf montinn af því, að hér er kúakyn kennt við mig og kallað Hjartarkynið. Það er komið út af kúm, sem ég átti, en ég mun hafa verið síðastur manna hér á Flateyri, sem hafði kýr. En það var orðið erfitt síðast, af því hvað kýrnar eru félagslyndar. Ég ól að vísu kvígu, til þess að hafa með kúnni, en það dugði ekki til. Þær vantaði félagsskap. Ég átti part úr Breiðadal í Flateyrarhreppi. Mér þótti vænt um að geta haft strákana á grænu grasi á sumrin. Ég hefi aldrei stundað sjó. En eitt vorið datt þeim það samt í hug að sæma mig heiðursmerki sjómannadagsins. Kristinn Snæland, sem tilkynnti þetta, þá sveitarstjóri hér, lét þess getið, að við margt hefði ég verið meira kenndur en sjóinn. En þegar farið er að taka einhvern fyrir, hvort heldur það er til ills eða góðs, þá er oft eins og það sé erfitt að stoppa. Þannig er sumum flest talið til lasts, á meðan undir aðra er hlaðið, að því er virðist hömlulaust. En hitt var annað mál, að ég hafði alltaf áhuga á sjónum og fylgdist vel með sjósókninnni, því að ég gerði mér það fljótlega ljóst, að væri það ekki fyrir sjómennina, sem sækja björg í bú, þá yrði oft þröngt fyrir dyrum hjá okkur hinum. Heima er bezt 155

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.