Heima er bezt - 01.05.1990, Page 14
okkur réðust blaðamenn og ljósmyndarar. Var þar tekin
mynd af flokki okkar, og kom hún í einu blaðinu um
kvöldið. Blaðamenn þessir vildu fá fréttir frá íslandi og
íslensku stúdentalífi, og veittum við þeim nokkra úrlausn,
en fjörvi fegnir urðum við, er við náðum í gegnum þann
hreinsunareld og til bústaða okkar og gátum hresst okkur
eftir ferðavolkið.
Það þurfti ekki að fara í nokkrar grafgötur. til þess að
sjá, að stúdentamótið var aðalviðburður dagsins í Stokk-
hólmi. Öll blöðin fluttu þá þegar greinar um það og myndir
af komu útlendinganna.
Einn hlutur skyggði þó á gleði Svíanna, og var það, að
skömmu áður höfðu hinir finnskumælandi Finnar neitað
að taka þátt í mótinu nema þeir mættu mæla á finnska
tungu. Við kröfu þeirri gat stjórn mótsins eigi orðið, því að
telja mátti víst að fæstir þeirra er á mótinu sátu, skildu
tungu Finna. Sátu því finnsk-Finnar heima að 5 undan-
teknum. Allir aðrir Finnar er mótið sátu, voru af sænska
flokknum. Eins og eðlilegt var, féll Svíum atvik þetta mið-
ur. Þjóðirnar hafa haft mikið saman að sælda, og Svíum er
áhugamál að halda góðu samkomulagi. Einkum var þetta
óheppilegt á svona móti, sem einkum var ætlað til að
treysta bræðraböndin meðal norrænna þjóða. Fluttu blöð-
in öll greinar um mál þetta og hörmuðu fjarveru Finna.
Mótið var sett 1. júní kl. 4 í hljómleikahöll Stokkhólms
(Konserthuset). Er það forkunnarmikil bygging og fögur.
Komu þar saman allir þátttakendur mótsins og margt
annarra gesta. Konungsfjölskyldan sænska og margt annað
stórmenni landsins var þarsaman komið. Krónprinsinn var
vemdari mótsins. Alls mun þar hafa verið hátt á annað
þúsund manns. Allir voru þar hátíðaklæddir og báru stúd-
entar húfur sínar. Var það svo við öll hátíðahöld mótsins.
Sjálf setningarathöfnin hófst, er konungur með fylgdar-
liði sínu gekk inn í salinn. Lék þá hljómsveitin „Stockholms
Akademiska Orkesterförening“ konungssöng Svía og
hlýddu menn honum standandi. Er hjómsveitin hafði leik-
ið annað lag, steig forseti mótsins med. kand. Dag Knutsen
í ræðustólinn og bauð gestina velkomna með nokkrum vel
völdum orðum.
Lagði hann einkum áhersluna á það, að menn kæmu hér
saman, til að kynnast persónulega og hnýta þau vináttu- og
tryggðabönd, er flyttu norrænu þjóðirnar hverja nær ann-
arri.
Því næst söng söngflokkur stúdenta nokkur lög, og að því
búnu steig Nathan erkibiskup Söderblom í stólinn, til að
halda aðalhátíðarræðuna. Erkibiskupinn er hinn ágætasti
ræðumaður, bæði fyndinn og skörulegur, enda var ræðu
hans tekið með fögnuði miklum. — Má vel taka undir með
„Stockholms Dagblad“, sem harmaði það, að ræða hans
hefði ekki náð eyrum alls æskulýðs Norðurlanda. Eigi eru
tök á að rekja ræðu þá hér, en þess eins má geta, að biskup
brýndi fyrir mönnum, að þrátt fyrir það að menn elskuðu
sitt eigið land og þjóð, mætti það aldrei gleymast, að þeir
tilheyrðu öðru langt um stærra ríki, ríki mannúðarinnar
sem nær yfir öll lönd og þjóðir. Lauk hann ræðu sinni með
því, að bjóða gestina velkomna til þessa alheimsríkis.
Er hljómsveitin hafði leikið „Landkjending“ eftir Grieg
mæltu framsögumenn hinna fjögurra þjóðanna nokkur
orð. Komu þeir fram eftir stafrófsröð: Danmörk, Finnland,
ísland og Noregur. Á eftir hverri ræðu voru viðeigandi
þjóðsöngvar sungnir af öllum er kunnu og hlýddu menn
þeim standandi.
Fyrir hönd íslands talaði þar Þorkell meistari Jóhannes-
son. — Mælti hann á sænsku og sagðist vel. Þótti Svíum
gott að hann talaði tungu þeirra.
Setningarathöfninni lauk með söng, og sungu allir er
gátu „Sjung om studentens lyckliga dag“ meðan þeir gengu
út úr salnum, en hljómsveitin lék undir.
Frá hljómleikahöllinni hröðuðu menn sér sem mest þeir
máttu til „Grand Hotel Royal“. Var þeim þar búin veisla
ein kostuleg, í veitingasal hótelsins og má marka þar af
stærð þess, að um 1000 manns sat þar í einu að borðum.
Hver maður hafði kort yfir salinn, og var sæti hans markað
þar á. Varð sumum allmikil leit þar úr sem von var.
Vel var veitt og rausnarlega í veislu þessari, skorti þar
eigi mat eður drykk né gleðibrag góðan. Ræður voru þar
margar fluttar en eigi verður innihald þeirra rakið hér, en
flestar snerust þær meira eða minna um norræna samvinnu
og bræðralag. Ólík öllum hinum ræðunum var sú, er fil.
kand. Nils Bohman flutti fyrir minni kvenna. Var ræða sú í
ljóði og hin fyndnasta, en ekki óblandið lof um ágæti kon-
unnar, en að þeirri niðurstöðu komst ræðumaður að,
Fortjuserskan pá Oslos promenader
er lika skön som hon som nöter sko
pá Esplanaden eller Vesterbro;
og flickan som i Stockholm har sitt bo
ár i förtrollande förmága lik
behagens vákterska i Reykjavik.
Er lokið var ræðum og söng, og borð voru upp tekin,
hófst hin verulega sameining þjóðanna í svifléttum dansi
eftir nýtísku „jazzmúsík“. Loks kl. 2 var hófinu slitið og
hver hélt heim til sín meðan máninn varpaði töfraskini yfir
stræti og torg.
Laugardagurinn 2. júní var helgaður fyrirlestrum og
umræðum. — Hófust fyrirlestrar þeir kl. 10 f.m. og voru
haldnir í kvikmyndahúsi því er Palladium nefnist. Voru þar
alltaf höfuðstöðvar mótsins. —
Fyrsta fyrirlesturinn flutti háskólarektorinn í Stokk-
hólmi, próf. Sven Tunberg. Var hann um „Nordisk
enhetstanke i svunnen Tid“. Annan fyrirlestur flutti
rektor tekniska háskólans próf. Tore Lindmark um
„Teknik och Kultur“.
Að fyrirlestrum þessum loknum söfnuðust menn til
morgunverðar. Var mönnum skipt niður í þrjá gildaskála í
borginni til þeirra hluta.
Kl. 3 síðdegis hófust umræður á ný i „Palladium“ um
þátttöku norrænna stúdenta í Alþjóðastúdentasamvinnu.
Framsögumaður var cand. polit. H. Græssler.
Skýrði hann frá sögu og stefnu alþjóðastúdentasam-
158 Heima er bezt