Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Síða 25

Heima er bezt - 01.05.1990, Síða 25
að hann hefði aldrei sest í ráðherrasæti, ef hann hefði vitað sig sekan, og því biði hann rólegur dóms hæstaréttar, en þangað hafði hann áfrýjað málinu. Afsögn Magnúsar var tekin til greina, og Sjálfstæðis- flokkurinn skipaði Ólaf Thors ráðherra í hans stað, meðan beðið var dóms hæstaréttar. Er þetta í fyrsta skipti sem Ólafur gegnir ráðherraembætti. Röskum mánuði seinna ákvað Ólafur að setja dr. Helga Tómasson aftur inn í embætti sitt sem yfirlækni á Nýja-Kleppi, en þaðan hafði Jónas Jónsson vikið honum, sem frægt varð er hann áleit að Jónas væri ekki heill á geðsmunum. „Guð gefi oss fleiri slika vitfirringa“, sagði Halldór Kiljan Laxness, þegar þar var komið sögu. Það létti Ólafi Thors þennan leik. að læknir sá, sem Jónas hafði sett yfir Nýja-Klepp í stað dr. Helga, hafði gefið á sér beran höggstað með skorti á reglusemi í starfi. Hinn 20. desember kvað svo hæstiréttur upp sýknudóm yfir Magnúsi Guðmundssyni, og tók hann þá þegar við embætti ráðherra aftur, eftir eindreginni ósk flokksbræðra sinna. Urðu nú hörð og æsileg blaðaskrif, þar sem Sjálf- stæðisblöðin töluðu annars vegar með fyrirlitningu um Hriflu-réttvísina sem hrundið hefði verið í hæstarétti, en Tíminn kallaði dómsúrslit réttarins pöntunina sem afgreidd hefði verið. Væri þetta stórkostlegt réttarhneyksli, lög og stjórnarskrá brotin af sjálfum dómendum hæstaréttar. Jónas Jónsson hafði á alþingi ítrekað reynt að fá hæstarétt afnuminn. en settan í staðinn svokallaðan fimmtardóm með æðsta dómsvaldi í landinu. Skyldu dómendur hans Jón Þorláksson. kosnir hlutfallskosningu af sameinuðu alþingi. En þessi málatilbúnaður Jónasar eyðilagðist, og átti einn af flokks- bræðrum hans, Jón Jónsson í Stóradal, meginþátt í því. Kom og brátt að því að Jón í Stóradal færi úr flokknum, sem síðar segir ger. * Öll þessi stórátök þrumdi samsteypustjórnin af sér, og kemur ár 1933 sem sumir hafa kallað ár hinnar dýpstu kreppu. Ásgeiri Ásgeirssyni tókst að ná fram samkomulagi í kjördæmamálinu, og var það allmikið afrek. Enn skyldi kjördæmaskipunin hvíla á þeim grunni sem lagður var með konunglegri tilskipun á fyrra hluta 19. aldar, það er að segja, að sýslurnar voru grunneiningar. Þannig var komið til móts við Framsóknarmenn. Einnig með því að afnema gamla landskjörið, þar sem landið allt var eitt kjördæmi. Til þess að gera Alþýðuflokksmönnum og Sjálfstæðis- mönnum til hæfis, sem umfram allt vildu jafna kosninga- réttinn, hvar sem menn byggju i landinu, var þingmönnum Reykjavíkur fjölgað í 6, og í staðinn fyrir gamla landskjörið, komu nú 11 uppbótarþingmenn, til jöfnunar milli flokka, eftir flóknum reglum. Þingmenn þessir gátu að vísu orðið færri, ef fullum jöfnuði væri náð milli flokkanna, fyrr en 11 sætum væri úthlutað, en til þess kom aldrei. Þessir þing- menn hétu, er þar að kom, landskjörnir á hátíðlegu máli alþingis og kerfisins yfirleitt, en í daglegu tali hétu þeir alltaf uppbótarþingmenn. Heima er bezt 169

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.