Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.05.1990, Qupperneq 28
■ ■ Svínavatnskirkja I & I ð pessu sinni nemum við staðar við Svínavatn í Bólstaðarhlíðarprestakalli í Austur-Húnavatnssýslu. Par hefur verið útkirkja frá Auðkúlu svo langt sem heimildir ná. í kapólskum sið var kirkjan helguð Pétri postula. Svínavatn er mikil jörð og fram um miðja tuttugustu öld var búið par í stórum torfbæ sem sneri fimrn stöfum vestur að vatninu. Norður af bænum var kirkjan fyrrum, en síðla árs 1882 var byggð ný kirkja og pá suður og upp af bænum. Hún stendur ennpá og er vel við haldið. Er pað timburkirkja með turni og tekur um 90 manns í sæti. Kirkjan var byggð af Friðrik Péturssyni (1820-1872). Hann var faðir séra Friðriks æskulýðsleiðtoga og stofnanda K.F.U.M og K. Átti séra Friðrik heima á Svínavatni í bernsku. - Ýmsir góðir gripir prýða kirkjuna, m.a. altaristafla frá 1904, eftir danska málarann, V.H. Vestergaard, sem var vinur séra Friðriks. Sýnir myndin Pétur postula par sem hann er að sökkva á vatninu við hlið meistara síns. Mun pað myndefni einsdæmi hér á landi og eykur pað stórum á gildi töflunnar. Kirkjan var áður bændakirkja og reist á búskaparárum Helga bónda ; Benediktssonar (1822-1892). Hún varafhent söfnuðinum 1950. j Séra Stína Gísladóttir sóknarprestur í Bólstaðarhlíðarprestakalli pjónar nú Svínavatnskirkju. _______j 172 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.