Heima er bezt - 01.05.1990, Side 30
Þórey Árnadóttir,
f. 21. júní 1858,
d. vestanhafs 1947.
Þórunn Jósefsdóttir
frá Bergskoti
í Grindavík,
f. 6. október 1898,
d. 2. febrúar 1986.
Dcetur áttu þau Björn Ólafur og Þórey, tvœr:
Svandís Jóelína, fædd 1889, fór til Bandaríkjanna
(Norður-Dakota) með móður sinni, giftist þar Kristni
Halldórssyni, sem tók sér nafnið Ármann. Þau eignuðust
fimm börn. Svandís lézt hjá dóttur sinni í Kaliforníu.
Anna yngsta barn þeirra hjóna, fæddist5. júní 1892.
Þórey fluttist til Sauðárkróks og bjó þar, unz hún fór
búferlum til Reykjavíkur 1907. Sambýlismaður hennar var
Sigurgeir Kristjánsson, fæddur á Siglufirði 28. nóvember
1860. Þau eignuðust einn dreng, Björn Ólaf 24. nóvember
1901. Hann fór með móður sinni vestur um haf trúlega
á stríðsárunum fyrri. - Anna Ólafsdóttir varð seinni kona
Stefáns Jónssonar (1884-1959) bónda á Brimnesi við
Dalvík. Dóttir hennar og Stefáns er Eyvör Jónína, fœdd
20. apríl 1928, kona Hallgríms Antonssonar húsasmíða-
meistara á Dalvík. Þau eiga sex börn. Anna Ólafsdóttir
var á vegum dóttur sinnar og tengdasonar síðustu árin.
Hún lézt 1979.
Þá er þar til að taka, sem frá var horfið, að rekja feril
Arna Davíðssonar og Þórunnar konu hans svolítið frekar,
en um hann er raunar lítið vitað. Þau voru blásnauð alla
tíð, og mun hafa skilið með þeim hjónum um eða laust
fyrir 1870. Þegar Þórey dóttir þeirra er fermd 1872, er
Þórunn skrifuð ekkja í Moldarhúsum. Árni bóndi hennar
var þó lifandi, en alls óvíst, hvar hann dvaldizt, má vera
að hann hafi þá þegar hafið siglingar, þótt sióferðasaga
sú, sem hér er skráð, hefjist sumarið 1875. Arni minnist
ekki einu orði á fortíð sína þar. Árið 1880 er Þórunn lausa-
kona í Moldarhúsum og sögð ,,lifa á sníkjum“; óvenjulegt,
að prestar komist svo að orði. Hún lézt södd lífdaga 27.
júlí 1882. Árni lézt sveitarómagi á Hliðsnesi 23. maí 1891.
Ekki veit sá er þetta ritar, hvort handritið er með hendi
Árna Davíðssonar. Þó bendir ýmislegt til, að svo sé.
Skriftin má kallast góð, ekki hvað sízt, ef um viðvaning
er að ræða. En svo er að skilja af frásögninni, að Árni
hafi numið ,,dönsku, skrift og reikning“ í Færeyjum. Trú-
lega mun hann þó hafa kunnað að draga til stafs áður.
Réttritun á handritinu er hins vegar mjög ábótavant, sömu
orðin stafsett sínu sinni hvað, og skal það ekki rakið.
Hér er reynt að þjóna tveimur herrum. Handritið birt orð-
rétt (nema hvað tvítekningar eru felldar niður), en farið
bil beggja, hvað stafsetningu áhrærir. Hæpnar orðmyndir
fá að halda sér, svo og setningaskipun og, sem fyrr segir,
hvergi vikið við orðum. Af þessu leiðir, að hætta er á,
að lesendur flokki sitthvað sem prentvillur, sem eru það
ekki að réttu lagi.
Kristmundur Bjarnason.
Ferðasaga Á.D.S.
Þá ég var í Reykjavík sumarið 1875, kom þangað skipið
Júlía og með því hestakaupmaðurinn Mr. Askan. Hann
keypti hér 60 hross. Þeir höfðu komið 3 á skipinu, en
það var of fátt eða allt það minnsta, til að fara landa
í milli, þess vegna varð kapteinninn, sem var Mr. Askan
sjálfur, að verða sér út um að fá 2 menn, því nú þurfti
ekki einungis að gæta segla og passa upp á, heldur einnig
hrossin. Við 2 Islendingar, ég og annar, að nafni Símon,
réðumst þá í að fara með skipi þessu. Okkur þótti það
fýsilegt að koma til Englands snöggva ferð. Okkur var
heitið sæmilegum launum, og þar með sagði kapteinninn,
að hann mundi koma hér aftur til hestakaupa, eitthvað
að 2 mánuðum liðnum, og þá gætum við orðið, ef við
vildum, hér eftir, og ekki lengur verða með sér.
Við fórum svo og lögðum frá landi, það var mánudag-
inn í 14. viku sumars, eða 22. júlí 1875. Við fengum hag-
stæðan norðaustan vind hvassan, ég kenndi strax sjósótt-
ar, því ég var óvanur sjó. Við sigldum 6 mílna fart um
vagtina. Þetta gekk mánudaginn, en þegar morgnaði
lygndi svo, að ekki blakti hár á kolii, en þá vorum við
komnir suður fyrir land. Aftur hvessti á þriðjudaginn,
en þótt góður byr væri, máttum við ekki sigla fulla fart,
því þá byltust hrossin í eina beðju í lestinni.
Ekki hafði mér enn batnað sjóveikin. Ég var allur al-
174 Heimaerbezt