Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1990, Qupperneq 35

Heima er bezt - 01.05.1990, Qupperneq 35
Bókahillan Tómas Guðmundsson og Jóhannes Kjarval á einni bók. Ný samtalsbók eftir Matthías Johannessen. Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins. Reykjavík 1990. Almenna bókafélagið hefur gefið út bókina Vökunótt fuglsins eftir Matthías Johannessen. I bókinni sem var mánaðarbók Bókaklúbbs AB í mars, segja tveir af mestu listamönnum þjóð- arinnar, Tómas Guðmundsson og Jóhannes Kjarval, vini sínum hug sinn, vini sem þeir treysta til að túlka það sem hann sér og heyrir trúverðuglega og með orðalagi sem þessir snill- ingar sætta sig við. Fyrri hluti bókarinnar er helgaður Tómasi og kjarni þess hluta er Svo kvað Tómas — sam- talsbók Matthíasar við skáldið. sem kom út 1960 og vakti mikla hrifningu. Þessum fyrri hluta fylgir viðauki með tveimur ritgerðum sem Matthías hefur samið um kynni sín af Tómasi. Kjarni siðari hlutans er mjög aukin útgáfa Kjarvalskvers, sem kom út 1968 og aftur 1974. Þótt síðan hafi komið út ævisaga listmálarans heldur Kjarvalskver sínu fulla gildi enda hefur verið sagt um kverið, að það birti raunsannasta mynd af Kjarval sem enn hefur birst á prenti. Viðauki fylgir einnig síðari hluta bókarinnar en það eru tvær ritgerðir sem Matthías ritar eftir fráfall þessa nána vinar hans. Vökunótt fuglsins er 234 bls. að stærð og prentuð hjá Prentverki Akraness. GLEÐILEG TÍÐINDI LIFANDI STEINAR A fmœlisril. Otgefandi: Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Reykjavík 1989. Getið skal merkrar bókar. sem út kom á liðnu ári. Hún ber heitið Lifandi steinar og er af- mælisrit Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Voru liðin sextíu ár frá stofnun þess þann 29. september sl. Bókin hefur að gevma ritgerðir og frásagnir eftir á annan tug karla og kvenna, þar sem saga SfK er rifjuð upp. Verður öllum Ijóst, sem bókina lesa. að hér er um að ræða stórfróðlegt rit um fórnfúst starf trúaðra fslendinga. Hvorki hafa bumbur verið barðar né lúðrar þeyttir til þess að vekja athygli á trúboðsstarfinu og því miður hafa alltof margir orðið til þess að gera lítið úr árangri þess. Fer ekki á milli mála, að þeir dómar eru byggðir á vanþekkingu og áhugaleysi. Skúli Svavarsson kristniboði lætur þess getið í formála bókarinnar, að saga SfK sé of yfir- gripsmikil til þess að hún verði öll sögð í þessu riti. En hann bætir við: „Þótt stiklað sé á stóru, ætti lesandinn að fá glögga mynd af því hvernig SfK hefur verið farvegur fyrir fjölda einstakl- inga sem hafa þráð að veita börnum jafnt sem fullorðnum hlutdeild í blessun Guðs. Bókin flytur dýrmætan vitnisburð um mátt Guðs til að frelsa og skapa nýtt líf. Hún segir frá fólki sem helgaði Kristi líf sitt og sem knúið af kærleika hans bar honum vitni í orði og verki, á fslandi, í Kína, Eþíópíu, Kenýu og víðar. Ríkir og snauðir hafa fengið að heyra orð Guðs og þús- undir hafa reynt mátt fagnaðarerindisins til hjálpræðis. Sjúkum og þjáðum hefur verið hjúkrað og þeim hjálpað til betra lífs, sem við vankunnáttu og örbirgð hafa búið.“ Þótt Samband íslenskra kristniboðafélaga hafi starfað I sex áratugi, þá er vert að gera sér grein fyrir því, að áhugi fyrir kristniboði á meðal heiðinna þjóða hafði löngu fyrr vaknað með einstaklingum hér á landi. Reyndu ýmsir þeirra að vekja áhuga almennings fyrir þessu mikla hugsjónamáli, en með misjöfnum árangri og aldrei svo að til félagsstofnunar kæmi. Má þar nefna séra Jón Jónsson lærða á Möðrufelli við upphaf 19. aldar, sem vann mikið starf með smáritaútgáfu sinni og stóð m.a. fyrir samskot- um til stuðnings danska trúboðsfélaginu. Þessa forsögu rekur Þórarinn Björnsson í mjög vel gerðri og greinagóðri ritgerð í upphafi bókar og er hún unnin af sagnfræðilegri ná- kvæmni. Þar er meðal annars greint ítarlega frá tilraun séra Gunnars Gunnarssonar prófasts á Halldórsstöðum í Bárðardal (bróður Tryggva Gunnarssonar bankastjóra) til þess að stofna íslenskt kristniboðsfélag á þjóðhátiðinni 1874. Er ljóst að það var alvarlegasta tilraun, sem gerð var til stofnunar slíks félags og rök séra Gunnars voru skýr og hvetjandi. En honum entist ekki aldur til þess að fylgja hugsjón sinni fram til sigurs, því hann lést í október 1873. Að nafninu til stofnuðu vinir hans samtök á Þing- völlum í ágúst 1874, en þá virðist kristniboðs- félag hafa verið fullstofnað á Norðurlandi. Eins og Þórarinn Björnsson kemst að orði í ritgerð sinni var félagið stofnað „i minningu séra Gunnars Gunnarssonar en eld hans sjálfs virðist hafa vantað svo að það næði að halda lífi, vaxa og dafna til dáða. Sannaðist þar það sem eitt sinn var kveðið: Hart er aö kallasl frá háifloknum iðjum, hart er að falla í sigrinum miðjum. “ Hér er aðeins ein tilraun tekin til dæmis, en sem fyrr getur er saga sú, sem rakin er í ritgerð þessari, margþætt og sannarlega athyglisverð. Að sjálfsögðu var stofnun SÍK fyrst og fremst til þess að ryðja fagnaðarerindi Jesú Krists braut til heiðinna þjóða, en jafnframt er hér um að ræða líknarstörf unnin af fölskvalausri fómfýsi, menningarlegt umbótastarf og hag- nýta upplýsingu í myrkviði þekkingarskorts og örbyrgðar. Starfssaga íslenskra trúboða er rekin í'bókinni, m.a. þeirra Ólafs Ólafssonar og Jó- hanns Hannessonar síðar guðfræðiprófessors, en sem kunnugt er störfuðu þeir í Kína. Þá er Eþíópiutrúboðinu gerð góð skil, en það hóf séra Felix Ólafsson og kona hans, Kristín Guðleifs- dóttir. Bókin, Lifandi steinar, er vel úr garði gerð. Hún er prentuð á vandaðan myndapappír, enda prýðir hana mikill fjöldi ágætra ljós- mynda auk landakorta. Ritstjóri er Þórarinn Björnsson og útgáfunefnd skipuðu: Árni Sig- urjónsson, Baldvin Steindórsson, Guðmundur Óli Ólafsson og Jóhannes Tómasson. Er ástæða til að óska SÍK til hamingju með þetta vandaða rit og vona ég að sem flestir eigi þess kost að kynnast því og athyglisverðu og blessunarríku starfi, sem það greinir frá. B. G. Heimaerbezt 179

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.