Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.09.1994, Blaðsíða 6
Æskuárin Ég fæddist 29. október 1922 í Kelvia, litlu þorpi nálægt Kokkola í Finnlandi. Þá var kreppa í Finnlandi, rétt eins og nú, og pabbi og mamma, sem höfðu lengi verið trúlof- uð, gátu ekki gift sig, því þau höfðu ekkert húsnæði. Svo fékk pabbi vinnu uppi í Kelvia, en hann var rafvirki. Þar fékk hann líka húsnæði, svo þau giftu sig 20. júní 1920. Systir mín fæddist árið eftir í Jakobstad og ég fæddist sextán mánuðum seinna. Við bjuggum ekki mjög lengi þama en fluttumst til Helsingfors þegar ég var um það bil eins árs, svo það var fyrsta ferð mín út í heim. Við bjugg- um reyndar ekki í Helsingfors, heldur í litlum bæ, Aggel- by, skammt fyrir utan Helsingfors. Þar átti ég heima al- veg þangað til ég fluttist til íslands eða í 27 ár. Fyrst vor- um við í leiguhúsnæði en svo keypti pabbi lítið hús. Þeg- ar við komum til Suður-Finnlands voru enn erfiðir tímar í landinu og pabbi fékk ekki vinnu strax, en svo réði hann sig hjá Rafmagnsveitunum. Við systumar gengum þama í skóla og áttum okkar vini og félaga. Við gerðum ýmis- legt eins og gengur, fómm til dæmis út á kvöldin og stál- um eplum - nú nennir því enginn lengur enda eru þau súr; eplin frá Kalifomíu eru betri. Stríðsárin Sumarið 1939 var ég í sveit hjá sýslumanni, sem vildi læra sænsku og ég átti að kenna honum sænsku en hann átti að kenna mér finnsku, sem ég kunni mjög illa. En ég talaði auðvitað sænsku við hann og svo átti ég vini sem ég gat talað sænsku við, þannig að ég held að finnskan mín hafi nú lítið lagast. En þama um haustið komu fyrstu fréttirnar af stríðinu, að Þjóðverjar hefðu hertekið Pólland og ég man hvað ég var spennt. Sýslumaður var á hlaupum og hafði alveg voðalega mikið að gera og þetta var allt óskaplega spenn- andi. Þetta var skrítið haust, skólinn byrjaði ekki á réttum tíma og það var svo gott veður, trén voru enn græn og falleg þegar komið var fram í nóvember. Þarna í nóvem- berlok stóð ég dag einn úti í garði heima þegar ég heyrði allt í einu sírenur í Helsingfors og flugvél kom fljúgandi yfir hausinn á mér. Þetta var herflugvél, rússnesk, með rauða stjörnu á vængnum, og ég stóð þarna bara blásak- laus úti í garði og þeir flugu svo lágt að ég sá flugmenn- ina alveg greinilega. Þeir hefðu auðvitað getað skotið mig niður þar sem ég stóð þarna. Það gerðu þeir nú ekki sem betur fer, en þarna byrjaði sem sagt styrjöldin. Pabbi og systir mín voru í vinnu í Helsingfors og við vissum ekki neitt hvað var að gerast. Enginn hafði sagt okkur neitt um að styrjöldin væri að byrja, hún dembdist bara yfir okkur. Þetta var alveg voðalegt kvöld, því við gátum ekki sofnað og vissum ekkert hvað var að gerast eða hvernig þetta myndi þróast. Á næstu dögum fengum við svo fréttir af því að sprengjum hefði verið varpað á Helsing- fors og fyrstu sprengj- umar þar féllu nú á sov- éska sendiráðið, þeir fengu fyrstu kveðjumar. Svo fór fólk að koma frá Helsingfors, gang- andi, og bankaði hvar sem var til að leita skjóls. Við bjuggum í litlu húsi en ég man að við tókum fólk inn í nokkrar nætur áður en það hélt áfram. Það var alveg óskapleg ringulreið, fólk á flótta og í Helsingfors voru hús að brenna. Það var líka svo ægilegt að þeir vörpuðu ekki bara sprengjum, heldur flugu þeir svo lágt að þeir skutu á fólk sem var á gangi á götum úti. Jólin voru auðvitað mjög skrítin, því pabbi þurfti að vera á vakt á aðfangadagskvöld og ég man að við nenntum ekki að halda jól þá, mamma mín og við systumar. Við fórum bara að sofa en héldunt jól á jóladag. Svo kom þcssi voðalegi kuldi. Frostið fór niður í fjöru- tíu gráður og það var svo kalt að maður gat ekki andað. Það var eins og að fá sting alveg ofan í lungu að reyna að draga andann úti. Einu sinni man ég að ég fór út að ganga Til hliðar: Fermingar- mynd. Að neðan: Inga á yngri árum. 290 Heima er hest

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.